Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2014, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2014, Blaðsíða 42
Helgarblað 28. nóvember –1. desember 201442 Menning Í sumar kom út áttunda frumorta ljóðabók Kristians Guttesen, skálds og heimspekings, Í landi hinna ófleygu fugla. „Þetta er safn ástarljóða sem ég yrki til Siggu, kon­ unnar minnar. Í henni eru fjörutíu og tvö frumort ljóð og eitt þýtt. Það er ákveðið mikilmennskubrjálæði fólgið í því að ætla að heilla konu með ástar­ ljóðum, en það kemur sér þó vel því um leið er það sams konar brjálæði og þarf til þess að yrkja frambærileg ljóð. Með þessu á ég ekki við að klikkað hugarfar sé lykillinn að góðum skáld­ skap heldur á ég við að það sé hálf­ gerð klikkun að stíga þetta skref sem afhjúpun hins innri manns í gegnum sköpun felur í sér,“ segir Kristian. Nokkur ljóð í bókinni, sem nefn­ ast Fellur hugur, fallast hendur, eru unnin með óvenjulegri aðferð, eigin­ lega eru orðin sett upp í töflu. „Töflu­ forminu er ætlað að ná hughrifum. Þar sem þessum ljóðum bregður fyrir, en þau eru sex talsins, sérðu rétthyrn­ ing eða ferhyrning með minni köss­ um í – og í sérhverjum kassa er eitt orð. Lesandinn ræður í hvaða röð hann les þessa runu. Þetta býður í raun upp á túlkun ljóða í sinni hrá­ ustu mynd, þannig að það ætti að vera eitthvað fyrir bókmenntafræðingana. Ég tek fram að ég lít alls ekki á þessi ljóð sem léttvæg, í mínum huga hafa þau mjög ákveðna merkingu.“ Hann segir þó ekki endilega að ljóðin hafi almennt mjög ákveðna merkingu handan við hughrifin sem þau skapa í lesandanum. „Nær væri að segja að ég sæki innblástur við gerð þeirra og það er sú merking sem finna megi hand­ an við hughrif og stemningu. Þannig sæki ég innblástur úr tónlist, úr bíó­ myndum, til konu minnar og barna. Ég hugsa að ég sæki líka innblástur úr náttúrunni og til annarra skálda.“ Bókina gefur Kristian út sjálfur undir merkjum Deus, en á vefsíðunni deus.is má heyra höfundinn lesa upp úr verkinu. n kristjan@dv.is Ástarljóð og mikilmennskubrjálæði Kristian Guttesen sendir frá sér sína áttundu ljóðabók: Í landi hinna ófleygu fugla Gerði ljóðabók til konur sinnar Kristian Guttesen segir ákveðið mikil- mennskubrjálæði fólgið í því ætla að heilla konu með ástarljóðum. Mynd SiGurbjörG SæMundSdóttir Úr vegabréfi Sigmundar Ernis Lífsins galna staðreynd Það er álíka gáfulegt að al­ hæfa um reginálfuna Afríku og að slengja fram þeirri full­ yrðingu að Evrópa sé einsleitur hópur þjóða frá Úralfjöllum til ystu byggða Vestfjarða. Það er nefnilega svo að Afríka er einstaklega fýsilegt hlaðborð sem svignar undan merkilegri menningu, sögu og listum – og er svo fjölbreytilegt að náttúru og mannanna leik og starfi að ekki verður saman jafnað frá nyrstu söndum til syðstu kletta. Og fari maður um hana þvera er sundurleitnin söm við sig, jafn­ vel innan eins og sama lands­ ins, svo sem Kongó, sem stakt og stikað er öllu víðfeðmara en risi Íslendinga í austri; sjálft Grænland. Og þetta var sum­ sé sumarið sem ég flaug frá höfuðborginni Kinshasa út við Atlantshafið og allt til austustu byggða þessa stóra lands, þar sem heitir Búkavú, en leiðin sú arna gildir að jöfnu við flug­ leiðina millum Íslands og Úkra­ ínu, eitthvað um 3.500 kíló­ metra spotti sem er álíka og að fljúga frá Keflavík til Köben og aftur til baka, svo enn sé bent á einhverja samlíkingu. Við millilentum þrisvar, þó ekki væri til annars en að bæta á vélina eldsneyti, en farkostur­ inn var raunar kominn nokk­ uð til ára sinna, svo sem sjá mátti á sætum vélarinnar sem voru bólstruð með furðulega sleipu leðurlíki sem varla hélt nokkrum afturenda á sínum sama stað, en þá eru einnig ónefndir gluggar vélarinnar sem hristust fremur ákaflega í falsin­ um í hvert sinn sem vélin tók á loft eða lækkaði flugið. Eftir samtals tæplega átta tíma brölt um afríska upp­ heima lentum við á flugvellin­ um skammt frá Búkavú. Vegar­ slóðinn af flugvellinum inn í bæ átti tæpast nafnið skilið enda tók það okkur á þriðja tíma að skrölta þessa þrjátíu kílómetra sem vegalengdin var á kortinu, en gilti þar einu; allur þessi hálfi sólarhringur í tilþrifamikið transportið hefði allt eins mátt taka miklu lengri tíma, slík var paradísin sem beið okkar austur undir landamærin við Rúanda og Búrúndí. Sagt hefur verið um Búkavú að þar sé að finna búsældarleg­ asta blettinn á kringlu heimsins. Það er stórt sagt, en fráleitt fjarri lagi; óviðjafnanleg náttúrufeg­ urðin við kynngimagnað Kivu­ vatnið felur ekki einasta í sér dýr­ mætustu auðlindir sem fundist hafa í iðrum jarðar heldur kallast hún líka á við svo fjölskrúðugt og auðugt lífríki að ekki þekkist annað eins í öðrum aldingörðum – og munar þar miklu um veð­ urfarið sem er alltaf það sama, allan ársins hring; 25 stiga hiti, hálfskýjað, stillt og hæfilega rakt. Og því þá allt þetta vand­ læti mannsins, er æði nærtæk spurn, sem hverfist ekki síst um þá gölnu staðreynd að óvíða hefur hann gengið harðar fram í vonsku sinni og vígum en einmitt þar sem jörðin hefur mest að gefa. Og gildir þar einu um litaraft og lífssýn, aldarhátt og ... hvort heldur kóngar Belg­ íu skeri niður fólk af frekju sinni og fláttskap eða það ráðist hvert gegn öðru í mestu þjóðarmorð­ um seinni tíma sögu. Og er þá svarið kannski það að maðurinn hagi sér verst þar sem jörðin er hvað best. H vað gerist þegar 13 ára venju­ lega stelpa úr venjulegri jarðbundinni fjölskyldu í Stykkishólmi fær vitrun frá Jesú Kristi? Þetta er spurn­ ingin sem Guðrún Eva Mínervudóttir fæst í við í sjöundu skáldsögu sinni, Englaryki. Fjölskyldan á erfitt með að sætta sig við að stúlkan, Alma, tali tæpitungulaust um vitrunina og á erfitt með að samþykkja gjörðirnar sem hún réttlætir með orðum frelsar­ ans. Í örvæntingarfullri tilraun til að bregðast við ástandinu ákveður fjöl­ skyldufaðirinn að fá alla fjölskylduna á sófann hjá sálgreini sem fær ítarlega innsýn í heimilislífið. trúarsannfæring litin hornauga Bókin er öðrum þræði vangavelta um trú í samfélagi sem lýtur hvers kyns trúarsannfæringu hornauga, en einnig er hún einfaldlega hefðbund­ ið fjölskyldudrama. „Hugmyndin var að skrifa um stúlku sem fengi vitrun og passaði illa inn eftir það. Það kom fyrst, svo fljótlega áttaði ég mig á því að hún væri auðvitað á fermingar­ aldri – til að gera þetta ennþá meira áberandi. Hún er bara eitt stórt „faux pas,“ en fjölskyldudramað fléttaðist inn smátt og smátt,“ útskýrir Guð­ rún Eva fyrir blaðmanni í gegnum Skype. Við getum ekki mælt okkur mót í raunheimum þar sem við erum bæði bíllaus, hún í Hveragerði og ég í Reykjavík. „Skáldsaga af þessu tagi teflir ekki fram svona atburðum og útskýrir síðan nákvæmlega ástæðurnar fyrir þeim. Það eru margar mögulegar skýringar á því hvers vegna aðal­ persónan hagar sér svona. Þegar barn fer að haga sér undarlega þá leitar maður að skýringum: hvað er það að reyna að tjá, hvað er að heima hjá því? Það þarf ekkert að vera neitt mikið og það getur verið mjög dulið, en það er alltaf eitthvað að í öllum fjölskyldum. Sum börn eru svo næmari en önnur og þola ekki að það séu nein leyndar­ mál. Í mínum huga er hún þannig barn, hún vill hafa allt uppi á borðinu, annars er hún friðlaus. En þar með er ekkert loku fyrir það skotið að hún hafi hitt Jesú. Allar skýringar gætu ver­ ið réttar fyrir mitt leyti,“ segir Guðrún. Lífið ekki grár hversdags- legur táradalur Þú ert sem sagt ekki með einhvern ákveðinn boðskap um trú eða trúarbrögð sem þú vilt bera á borð? Þetta hljómar meira eins og rann- sókn á einhverjum aðstæðum. „Það er sannarlega enginn boðskapur, hvað þá einhver loftþétt niðurstaða eða lokahnykkur sem tekur af allan vafa um allt. Ég vil alls ekki segja þér, les­ andanum, hvað þú átt að hugsa eða hvernig þú átt að túlka söguna. Og sérstaklega þar sem við erum með þetta efni …“ segir Guðrún Eva í þann mund sem nettengingin frystir hana upp í pixlaðri útgáfu af henni sjálfri. Tengingin er rofin og ég hringi aft­ ur. „Það er svona sveitanet hjá mér en ljósleiðarinn er alveg á leiðinni,“ útskýrir hún þegar myndin af henni birtist aftur á skjánum. En hvað með þig sjálfa, ert þú trú­ uð? „Mér er alltaf dálítið framandi þegar fólk er mjög visst um þessi mál, þegar það er algjörlega með það á hreinu að það sé líf eftir dauðann eða ekki líf eftir dauðann. Eða að Guð sé ekki til eða að hann sé nákvæmlega svona eða hinsegin. Mér finnst mjög eðlilegt að þetta sé bara mjög dular­ fullt. Þess vegna er trú spennandi efni í skáldsögu. Er ég trúuð sjálf? Já, ég er það á þennan algenga íslenska máta sem er bara einhver svona óljós ný­ aldarþoka með kristni, tarotspilum og búddisma. Maður er svo aldrei viss hvort maður hugsi trúarlegu fígúrurn­ ar bara sem táknrænar, en það skipt­ ir heldur ekki öllu máli. Að minnsta kosti finnst mér lífið vera heilagt og mergjað og stórkostlegt, en ekki bara einhver grár hversdagslegur táradalur þar sem allir beita alla ofbeldi og allt er ömurlegt.“ Guð og jesús eru tabú Það er einmitt nokkuð augljóst að það er ekki verið að leggja neinn dóm á trúarupplifun Ölmu, það er eiginlega frekar að manni finnist veraldlegur Stelpan sem hitti Jesú Krist Guðrún Eva Mínervudóttir sendir frá sér sína sjöundu skáldsögu, Englaryk. Bókin fjallar um unglingsstelpu með óvenju sterka trúarsann- færingu sem veldur fjölskyldu hennar hugarangri. Guðrún ræðir við Kristján Guðjónsson um tabúið sem fylgir trúnni, hvernig rannsaka megi hegðun unglinga í strætó og veltir fyrir sér hvort bókin fjalli fyrst og fremst um kynlíf. Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is hugsunarháttur foreldranna – og samfélagsins – ómerkilegur. Þau virð- ast ekki vera neitt sérstaklega á móti trúnni svo lengi sem hún haldi henni bara fyrir sig, skeri sig ekki úr hópnum og bjóði ekki kjaftaganginum heim. „Já. Ég fór að spyrja mig: af hverju eru Guð og Jesús svona mikið tabú? Við erum eiginlega öll í Þjóðkirkj­ unni, en samt finnst okkur trú yfir­ leitt frekar vandræðaleg. Ég komst að þeirri niðurstöðu að það væri mjög svo skiljanleg ástæða fyrir því. Við erum hrædd við trúarhita vegna þess að við tengjum hann við kúgun og of­ beldi eða alvarlega geðveiki. Það hef­ ur verið stunduð ógnvekjandi póli­ tík í nafni trúarbragðanna – ekki alltaf alls staðar, en saga þeirra er mörkuð því. Það er líklega þetta sem við óttu­ mst og viljum því halda trúnni á lág­ stemmdum nótum. Það kom mér því oft á óvart þegar ég fór að skrifa bókina hvað ég var oft sammála síðasta ræðu­ manni og fannst viðbrögð allra frekar skiljanleg. Ég átti mjög auðvelt með að setja mig í spor foreldranna og prests­ ins: þú átt þrettán ára barn og vilt ekki að það noti Jesú sem afsökun fyrir því „Ég fór að spyrja mig: af hverju eru Guð og Jesús svona mikið tabú?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.