Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2014, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2014, Blaðsíða 52
Helgarblað 28. nóv.–1. des. 2014 93. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Ég geng sjálfala! Fyrsta stiklan n „Ó svosem ekkert merkilegt, bara fyrsti treilerinn af litla gigginu sem ég er að leika í fyrir STÆRSTU SJÓNVARPS- STÖÐ BANDARÍKJANNA!“ segir leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson stoltur. Hann hefur undanfarnar vikur leikið í sjón- varpsþáttunum A.D.: Beyond the Bible fyrir sjónvarpsstöðina NBC. Þættirnir eru framleiddir af Mark Burnett og tökur farið fram í Marokkó. Jóhannes deildi stiklu úr þáttaröðinni með Facebook-vin- um sínum og benti þeim á að hafa sér- stakar gætur á tveim- ur stöðum í mynd- bandinu, þegar ein og hálf mínúta er liðin af mynd- bandinu og svo aftur um mínútu síðar. Niðurlægð með bréfaklemmu n „Þetta var mesta niðurlægingin sem hægt var að upplifa á mínum þáverandi vinnustað og þýddi að það eina sem nothæft væri út greininni sem ég hafði skilað í bakkann til hans væri bréfa- klemman sem hélt ósómanum saman,“ segir fjölmiðlakonan Tobba Marinósdóttir meðal annars í nýrri grein í Kvennablað- inu. Þar rifjar hún upp þegar rit- stjóri hennar á Séð og heyrt, Ei- ríkur Jónsson, kom því á framfæri við hana að greinin sem hún hefði skrifað væri drepleiðinleg með því að rétta henni silfurlitaða bréfaklemmu. Tobba dó hins vegar ekki ráða- laus og lét kollega sinn á öðru tímariti hafa greinina. „Þið sendið mér svo bara reikninginn“ n Í síðasta þætti Orðbragðs í Sjón- varpinu síðastliðinn sunnudag fór Bragi Valdimar Skúlason, ann- ar þáttastjórnenda, á stúfana og fann dæmi um lélega eða ranga ís- lenskunotkun á opinberum stöð- um í borginni. Bragi kom meðal annars að myntrúllusjálfsala Landsbank- ans sem á stóð stórum stöfum „Myntrúllusjálfssali“. Eins og glöggir lesendur sjá var einu s-i ofaukið. Landsbankinn var fljót- ur að bregðast við þessu og birti á Twitter mynd af sjálfsalanum með orðinu „Myntrúllusjálf- sali“. Myndinni fylgdu þakkir til Braga sem svaraði um hæl: „Vel gert! Þið sendið mér svo bara reikninginn.“ HÆGINDASTÓLL SILVIA Rekkjan ehf ≤≥ Ármúla 44 ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16 Fullt verð 43.700 kr. Verð nú 32.775 kr. 25% AFSLÁTTUR! H E I L S U R Ú M A R G H !!! 1 71 11 4 FÆST Í SVÖRTU, HVÍTU OG BRÚNU NÓV EMB ERTIL BOÐ! 35% AFSLÁTTUR! 40% AFSLÁTTUR! 35% AFSLÁTTUR! • Fimm-svæða skipt poka-gormakerfi • þrístijöfnunarsvampur í toppi sem veitir góða aðlögun • Botn klæddur með Pu-leðurlíki • Stálfætur • Þriggja-svæða skipt Bonnel-gormakerfi • Botn klæddur með Pu-leðurlíki • Stálfætur ROYAL - BASE (90x200 cm) Fullt verð 67.036 kr. NÓVEMBERTILBOÐ 43.574 kr. ROYAL - M3 (180x200 cm) Fullt verð 183.330 kr. NÓVEMBERTILBOÐ 119.165 kr. FARYN PLUSH (193x203 cm) Fullt verð 415.615 kr. NÓVEMBERTILBOÐ 249.370 kr. Með allar klær úti fyrir Kattholt Í húsnæði Kattholts í Stangarhyl verð- ur boðið upp á veglegan jólabasar á laugardag frá klukkan 11. Þar verð- ur bæði að finna handverk, kökur og aðrar vörur meðal annars jólaskraut. „Svo erum við með dagatölin okkar og jólakortin sem við höfum gert. Svo verða til sölu bolir sem starfsmað- ur okkar og maður hennar hafa mál- að fyrir okkur. Þeir verða til í öllum stærðum, barna og fullorðins. Þetta er helsta fjáröflunarleið okkar, en við erum með allar klær úti. Þetta er fyrir kisurnar okkar og starfsemina,“ segir Eygló Guðjónsdóttir, gjaldkeri Katt- holts. Þegar blaðamaður náði tali af Eygló voru starfsmenn athvarfsins að stilla upp fyrir basarinn á laugardag. „Fólk bakar svo líka fyrir okkur og það er mjög vinsælt.“ Í ár verður andlitsmálari á staðn- um fyrir börnin og nóg um að vera. Eins og staðan er núna eru um 50 kettir í Kattholti. Stundum eru þó talsvert fleiri en Eygló segir að fyrir skemmstu hafi ellefu kettlingar feng- ið nýtt heimili og því sé ekki eins fjölmennt og oft áður. Mikið af kött- unum sem koma í Kattholt eru kett- ir sem hafa verið yfirgefnir og finn- ast á vergangi. Flestir eru þó týndir og einstaklingar koma með þá til að láta lesa úr örmerkingu þeirra. Hluti kattanna verður þó eftir í Kattholti og þurfa ný heimili. Þeir einstaklingar sem eru í kattahugleiðingum og vilja taka að sér heimilislausan kött geta gert það á laugardaginn. Eygló segir að hópur katta sem er tilbúinn til þess að fara á nýtt heimili verði til sýnis á basarnum og fólk sem er í slíkum hugleiðingum geti því litið við og gert upp hug sinn. „Þeir eru ekki svo margir, en þó nokkrir. Þetta eru til dæmis voða fallegir stálpaðir kettir sem eru í heimilisleit.“ n Árlegur jólabasar kattavina er á laugardag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.