Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2014, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2014, Blaðsíða 41
Helgarblað 28. nóvember –1. desember 2014 41 U m daginn fékk ég fyrir- spurn frá ungri tónlist- arkonu sem spurði mig í einlægni hvort það hvarflaði einhvern tím- ann að mér að hætta að starfa við tónlist og hvort mér fyndist ég einhvern tímann ekki nægi- lega góð. Eftir gott samtal um sjálfsef- ann greindi ég henni frá þeirri skoðun minni að ég teldi al- mennt ósanngjarnt og rangt að etja til keppni í tónlist og tón- sköpun. Fyrir mér væri tónlist ákveðið tjáningaform og það ánægjulega væri að fólk gæti tjáð sig með tónlist á mismun- andi hátt. Þess vegna ætti mað- ur alls ekki að bera sig og aðra tónlistariðkendur saman. Einlægni heillar mig mest í tónlist og þekki ég heilan hell- ing af fólki sem semur tónlist af þeim hvötum, tónlist sem er sköpuð frá fögrum grunni þar sem tjáning á sér stað í full- komnu frelsi. En oft er þetta tónlist sem ekki nær í gegn. Því getur verið viss hætta á að ein- lægninni verði vikið til hlið- ar sökum samanburðar og samkeppni. Í kjölfarið velti ég því fyrir mér, hvort þetta sé útópísk sýn á því hvað felist í tónlistinni. Getur tónlistin staðið ein og sér í einlægni sinni þegar flest- ir vilja ná athygli fjöldans og að á þá sé hlýtt. Oft er reyndin sú að til þess að á tónlistina sé hlýtt þarf að berjast fyrir henni og það að berjast fyrir henni þýðir m.a. samanburð og það að keppa við aðra. Það þýðir að annaðhvort vinnur maður eða tapar. Víða í samfélaginu, ekki síst innan tónlistarbransans, ríkir það viðhorf að allir hafi jöfn tækifæri til þess að nýta hæfileika sína. En það er spurn- ing hvort það sé enn meiri útópía en sýn mín á tónlistina sjálfa. Þegar áhersla er lögð á einstaklinginn gleymist oft að mismunun á sér stað í samfé- laginu. Það versta við það að keppa í tónlist er að það koma ekki allir jafnir að borðinu. Þús- und aðrir þættir spila inn í það hvort þú sért í toppbaráttunni eða bara alls ekki með. Það lítur út fyrir að skoðun mín og það sem ég sagði þessari ungu hæfileikaríku tón- listarkonu rími alls ekki við veruleikann vegna þess að lífið eins og við lifum því í dag er ein heljarinnar keppni. Keppni um það að verða betri en náunginn. Ekki í manngæsku heldur í öðr- um hlutum, hlutum sem eru mælanlegir í Facebook like-um og peningum. Og gleymum því ekki að þegar við vinnum, tapa hinir. Þeir tapa m.a. í tónlist. n Að keppa í tónlist Lára Rúnarsdóttir söngkona skrifar Pistill „Eftir gott sam- tal um sjálfsef- ann greindi ég henni frá þeirri skoðun minni að ég teldi almennt ósanngjarnt og rangt að etja til keppni í tón- list og tónsköpun. F rændurnir, raftónlistar- mennirnir og háskólanemarn- ir Halldór og Kristján Eldjárn gerðu sér lítið fyrir og smíðuðu sér á dögunum trommuheila. Gripurinn ber heitið DromTriks 300 og var það vinur þeirra og hljóm- sveitarfélagi, vöruhönnunarnem- inn Stefán Finnbogason, sem upp- hugsaði nafnið sem hljómar svo skemmtilega viðeigandi. Smíðað frá grunni Trommuheili er vélbúnaður sem líkir eftir trommuhljóðum. Hægt er að forrita hann til að spila fjöl- breytta trommutakta en einnig má nota trommuheilann til að fram- kalla önnur hljóð og slíkar vélar því mikið notaðar í raftónlist. „Við sem sagt áttum að gera verk- efni í kúrs sem heitir Hönnun tölva, í HÍ. Við stundum báðir nám þar í tölvunarfræði á þriðja ári og höfum verið samferða í gegnum allt námið,“ útskýrir Halldór fyrir blaðamanni. Frændurnir smíðuðu kassann sjálfan auk rafbúnaðarins. „Trommu- heilinn notast við Arduino-smástýr- ingu og Raspberry Pi-smátölvu, við skrifuðum sjálfir forritin sem keyra á þessum stýringum og hönnuðum „tölvu-arkitektúrinn“ á bak við græj- una,“ segir hann og tekur fram að Stefán Finnbogason hafi, auk þess að finna upp nafnið, hjálpað frændun- um við vöruhönnunina. n maria@dv.is Smíðuðu eigin trommuheila Frændurnir Kristján og Halldór Eldjárn smíðuðu á dögunum DromTriks 300 Í vikunni birtum við samantekt Útón á styrkjum útflutningssjóðs þar sem fram komu áhugaverðar upplýsingar um kynjaslagsíðu í hinum ýmsu tónlistartegundum. Raftónlistin kom einna verst út en í ljós kom að karlar, eða verkefni aðeins skipuð körlum, sóttu í sjóð- inn í tæplega sjötíu prósentum til- fella. Blaðamaður lagði fyrirspurn inn á sameiginlegt vefsvæði raf- tónlistarfólks um hverju sætti og ekki stóð á svör- um. Rætt var að hugs- anlega hafi fjölmiðlar brugðist raftónlistinni með einhverjum hætti. „[…] Lítið hefur ver- ið fjallað um þá senu sem ég tilheyri, sem er sena með þyngri raftónlist en al- mennt má heyra, í helstu fjöl- miðlum. Það er sena sem til dæmis Vindva Mei, Rept- ilicus, Rúnar Magnússon, KIRA KIRA, Hildur Guðna- dóttir, FALK, Pétur Eyvinds- son, Jóhann Eiríksson, Bald- ur Björnsson, AMFJ og svo ótal margir aðrir tilheyra,“ út- skýrir tónlistarkonan Þóranna Björnsdóttir. Hún segir tilrauna- mennsku og óhefð- bundna og fram- sækna tónlist ekki mikið til umfjöll- unar. Þá tók tónlist- arkonan Tanya Pollock til máls og kvaðst ekki hafa fundið beint fyr- ir höftum, enda alin upp í tónlist og þar af leiðandi kannski öruggari með sína sköpun en aðrir sem eru að hefja sig til flugs. Hún sagði fyrir- myndir því skipta máli. „Mér sýnist kjarninn vera félagslegur og tengjast því hvað er stelpu- og strákamenn- ing. Dóttur minni finnst til dæmis fullkomlega eðli- legt að leika sér með græjur af því hún hefur séð mig á græjum allt hennar líf. Ég þurfti ekki að hvetja hana til þess að gera þetta, það bara gerðist,“ útskýrir Tanya. Þá bendir Kristín Björk Kristjánsdóttir, KIRA KIRA, á fleiri raftónlistarkonur sem vert er að fylgjast með. „Mr Silla, Hild- ur Guðnadóttir, Kría Brekkan, Gyða Valtýssdóttir, Earth, Natalie, Björk, Portal 2 xtacy, Lydía Grétarsdóttir, Sóley, Jara, Emiliana, Dísa, Sísí Ey. Svo eru stelpur í múm, Bloodgroup, FM Belfast, Steed Lord, Fura og Syk- ur.“ n Færri konur í raftónlist Tanya Pollock Þóranna Björnsdóttir Kira Kira DromTriks 300 Gripurinn er listilega smíðaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.