Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2014, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2014, Blaðsíða 35
Helgarblað 28. nóvember –1. desember 2014 Lífsstíll 35 Til hamingju GÓLI Við hjá Stúdíó Norn ehf. óskum Guðmundi Óla Scheving til hamingju með nýja geisladiskinn Stúdíó Norn Sporin í sálinni SKÍFAN • HAGKAUP • EYMUNDSSON • PENNINN • ÚTV. SAGA • RÁÐTAK • HEIMKAUP SÖLUAÐILAR: Heimagerðir skrúbbar n Hráefnin er hægt að finna á flestum heimilum n Þú velur samsetninguna V etrarveðrið getur farið illa með húðina og því gott að geta dekrað aðeins við sig. Það er ekki á allra færi að fara í spatíma en í staðinn er hægt að skrúbba sjálfan sig og nudda heima hjá sér. Ekki er held- ur verra ef skrúbburinn er heima- gerður. Andlitsskrúbbur með baldursbrá Baldursbrá (Camomile) er þekkt fyrir bólgueyðandi og róandi eigin- leika sína hvort sem það er innvortis eða á skinni. Þar sem skrúbbar eru hrjúfir og geta valdið óþægindum þá hjálpar baldursbráin við að róa húð- ina og ólífuolían gefur raka. Hráefni: n ½ bolli hvítur sykur n ¼ bolli ólífuolía n 1 baldursbrár-tepoki Leiðbeiningar: Tæmdu tepokann í skál ásamt ólífuolíunni og sykrin- um. Blandaðu vel og settu svo í loft- þéttar umbúðir. Hreinsaðu andlitið með volgu vatni. Settu um það bil eina matskeið af skrúbbnum á fing- ur þína og nuddaðu honum mjúk- lega um allt andlitið, fyrir utan augu og rétt í kringum þau. Hreinsaðu svo andlitið með köldu vatni og þerraðu. Handskrúbbur með rósmaríni Mjög fljótlegt er að gera þennan skrúbb fyrir þurrar og þreyttar hendur. Hráefni: n ¼ bolli púðursykur n ½ bolli hvítur sykur n Safi úr hálfri sítrónu n Örlítið ferskt rósmarín n 1 msk. kókosolía n 1 msk. hunang Leiðbeiningar: Blandaðu saman í skál og hrærðu. Helltu þessu í hreina krukku og geymdu á köldum stað. Best er að bleyta hendurnar aðeins fyrir notkun, náðu í smá skrúbb og nuddaðu höndunum saman. Ein- beittu þér að svæðum sem eru þurr. Í kjölfarið er gott að nota handáburð. Vanillufótaskrúbbur Hjá mörgum verða fæturnir fyrir mestu hnjaski og því gott að dekra við þá endrum og sinnum. Innihald: n ½ bolli púðursykur n ½ hvítur sykur n 1 tsk. kanill n 1 tsk. vanilludropar n 1/3–½ bolli olía (annaðhvort ólífuolía eða kókosolía) Leiðbeiningar: Blandaðu þurrefn- unum saman í skál, bættu vanillu- dropunum og olíunni saman við. Best er að byrja á 1/3 bolla af olíu og bæta svo við þangað til þér finnst áferðin vera rétt. Þetta er svo geymt í loftþéttum umbúðum. Þegar skrúbburinn er notaður þá skal nudda honum yfir allan fótinn og nudda vel með höndunum. Húðskrúbbur úr gúrku og myntu Það getur verið auðvelt að gleyma líkamanum sjálfum þegar maður er að dekra við sig, en hann þarf ekki síður á því að halda. Innihald: n 1 stór agúrka n 2 msk. fersk mynta n 2 ½ bolli sykur n 4 msk. Extra Virgin-ólífuolía Leiðbeiningar: Settu gúrkuna og myntuna í blandara og maukaðu. Blandaðu svo maukinu, sykrinum og ólífuolíunni vel saman. Ef þú vilt hafa skrúbbinn þykkari þá getur þú bætt við sykri. Settu hann svo í ílát og geymdu í ísskápnum. Varaskrúbbur með hunangi Norðanáttin og þurrt loft getur valdið miklum vara- þurrki. Þegar búið er að skrúbba allan lík- amann er fínt að ljúka deginum með þessu. Innihald n 1 msk. sykur n 1 msk. hunang n 1 msk. ólífuolía n Valfrjálst: 1 tsk. vaselín og bleikur matarlitur Leiðbeiningar: Blandaðu saman hunangi og sykri í litla skál, bættu svo olíunni við og blandaðu vel. Ef varirnar eru mjög þurrar er hægt að bæta smá vaselíni við. Eins er hægt að bæta við örlitlu af bleikum matarlit til að gera þetta skemmtilegra. Að því loknu þarf að setja skrúbbinn í ílát. Til að nota hann er gott að setja smá á varirnar fyrir svefninn og nudda mjúklega, þvo þær svo með vatni og bera vel af varasalva á varirnar. Gott er að nota skrúbbinn tvisvar í viku. n Húðskrúbbur Agúrkur og mynta eru ávallt frískandi. Handskrúbbur Það tekur aðeins fimm mínútur að búa til þennan skrúbb. Handskrúbbur Það tekur aðeins fimm mínútur að búa til þennan skrúbb. Helga Dís Björgúlfsdóttir helgadis@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.