Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2014, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2014, Blaðsíða 43
Helgarblað 28. nóvember –1. desember 2014 Menning 43 Myndlist um helgina Nýló We Need Better Endings. Einka- sýning sænsku listakonunnar Vildu Kvist, verður opnuð í Ný- listasafninu í Breiðholti á laugar- dag. Í verkunum sem sýnd verða vinnur Vilda meðal annars með óskarsverðlaunaræðu Halle Berry og veltir fyrir sér hugmyndum um frelsi, hinsegin pólitík og hvernig við lesum frásagnir. Bakarí Á laugardag opnar Edda Heiðrún Backman sýninguna Manns- líkaminn í Gallery Bakarí við Skólavörðustíg 40. Þar sýnir hún 25 ný verk. Í tilefni sýningarinnar kemur út bókin Úr fórum mínum um verk Eddu. Hafnarborg Í Hafnarborg í Hafnarfirði stend- ur yfir sýning á málverkum eftir sjö samtímamyndlistarmenn sem allir eru fæddir eftir 1970 og vinna markvisst að málaralist í sköpun sinni. Sýningin sem nefn- ist Vara-litir er sögð einkennast af litaflaumi og frásagnargleði. Anarkía Listamennirnir 14 sem hafa stað- ið að sýningarsalnum Anarkíu í Hamraborg 3 í Kópavogi undan- farið eitt og hálft ár efna til sam- sýningar í desember undir yfir- skriftinni Meinvill í Anarkíu. Sýningin er sögð fjölbreytt og sundurleit, jafnvel þversagna- kennd, „rétt eins og lífið í skammdeginu á þessum alvöru- tímum.“ Tveir Hrafnar og LÍ Síðasta sýningarhelgi sýningar á verkum Jóns Óskars stendur nú yfir í galleríinu Tveir Hrafnar. Sýningin er nokkurs konar fram- hald af stórri sýningu listamanns- ins í Listasafni Íslands, en þar eru þrír salir lagðir undir ný verk eftir hann. Með þessari stóru sýn- ingu er Jón Óskar endanlega að stimpla sig inn sem eitt stærsta nafnið í myndlistarheimi þjóðar- innar. Hafnarhús Í sýningunni Flatland fæst Sirra Sigrún Sigurðardótt- ir við hug- myndina um upplýsingar í samfélaginu, hvernig þær eru settar fram og hvernig þær eru notaðar. En þær geta bæði þjón- að sem aflgjafi breytinga eða nært drauminn um óbreytt ástand. Ekkisens Síðasta sýningarhelgi á Bæjar- leyfi, sýningu Katrínar Mogensen og Sunnevu Ásu Weisshapp- el, stendur yfir í listarýminu Ekkisens við Bergstaðastræti 25B. Galleríið er opið frá 16.00 til 19.00 laugardag og sunnudag. B andaríski tónlistarmaðurinn Mark Kozelek, sem kemur fram ásamt hljómsveit sinni Sun Kil Moon á tónleikum í Fríkirkjunni í kvöld, föstudag, er um- deild költfígúra. Hann er ýmist dýrk- aður og dáður sem snillingur eða sakaður um að vera væminn og við- skotaillur sérvitringur. Kozelek vakti fyrst athygli með hljómsveitinni Red House Painters á fyrri hluta tíunda áratugarins. Tónlistin var lágstemmt og leti- legt en tilfinningaþrungið indírokk með ljóðrænum og þunglyndisleg- um textum sem fluttir voru með þjakaðri baritónrödd Kozeleks. Red House Painters sendi frá sér sjö breiðskífur á ferlinum. Síðasta plat- an, Old Ramon, lenti í miklu limbói vegna sameiningar útgáfufyrirtækis sveitarinnar við annað fyrirtæki og kom ekki út fyrr en þremur árum eft- ir að upptökum lauk. Meðan á biðinni stóð hóf Koze- lek að gefa út plötur undir eigin nafni og sem Sun Kil Moon. Þær fyrstu voru tökulagaplötur með mjög óvenjulegum útsetningum á lögum AC/DC og Modest Mouse. Undanfarinn áratug hefur Kozelek gefið út átta plötur undir sólarnafn- inu. Hann hefur smám saman fært sig frá ljóðrænu en melankólísku indírokki yfir í einfalt og berstrípað Americana-kassagítargutl með op- inskáum og nánast óþægilega bók- staflegum textum. Þessi nýja stefna kristallast hvað best á plötunni Benji sem kom út fyrr á árinu. Hún hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda og verður mjög líklega ofarlega á mörg- um listum yfir bestu plötur ársins. Benji hlaut meðal annars einkunn- ina 9,2 af 10 mögulegum hjá tónlist- arvefritinu vandláta Pitchfork – en það er án vafa helsta kennivaldið í indítónlistarheiminum. Nýjasta plata þessa afkastamikla listamanns er þó nokkuð hliðar- spor, jólaplatan Sings Christmas Carols sem kom út fyrr í mánuðin- um. Það er því ekki loku fyrir það skotið að Kozelek muni predika jóla- boðskapinn í Fríkirkjunni á föstu- dagskvöld, en á tónleikunum kem- ur hann fram með þriggja manna bandi; trommara, bassa- og hljóm- borðsleikara. n kristjan@dv.is Sól myrðir mána í Fríkirkjunni Mark Kozelek leikur berstrípað og opinskátt Americana-kassagítargutl Umdeildur snillingur Mark Kozelek, höfuðpaur Sun Kil Moon, hefur undanfarið staðið í deilum við meðlimi bandarísku pabb- arokkhljómsveitarinnar The War on Drugs. að byrja að stunda kynlíf. Þú vilt ekki að hún skeri sig of mikið úr félaga- hópnum, að öllum finnist hún skrýt- in. Presturinn er svo bara að reyna að gera sitt besta innan síns ramma … Ég hef heyrt prest segja að aðalmálið með fermingarbörnin sé að frelsa þau ekki,“ segir Guðrún Eva og hlær. Attenborough í strætó En fæst bókin ekki að einhverju leyti al- veg jafn mikið við það sem gerist þegar barn fullorðnast og gerir sér grein fyrir að það geti myndað sínar eigin skoð- anir? Í kaflanum þar sem Alma hittir Jesú á götum spænska bæjarins Cadiz sjáum við þessa breytingu: „Í þá daga var innra líf hennar lágstemmt og eft- irgefanlegt; ef hún hafði skoðun á ein- hverju var sú skoðun varla meira en bergmálið af skoðunum mömmu og Sigurbjarts. En nú var hún sjálf sest í dómarasætið og undraðist kraftinn sem leystist úr læðingi við það eitt að vita hvað henni fannst. Það var kraft- ur sem kom neðan úr kviðarholinu; stór og leitandi, hlýr og ýtinn.“ (15) Guðrún Eva tekur undir þetta: „Þetta er líka vandamálið. Hún er bráðþroska og rambar á fullorðins- brún. Ég hef alltaf verið svolítið hugsi yfir ungu fólki, sérstaklega stúlkum sem eru líkamlega bráðþroska: barn í líkama konu. Ég held að það sé al- veg óendanlega flókið – það var ekki mitt hlutskipti, ég var einmitt frekar seinþroska – en það er svo áhugaverð klemma. Það var líka rosalega magn- að að skrifa um unglinga. Ég er alltaf í strætó, af því að ég bý fyrir utan bæinn og keyri ekki, og þar eru unglingarnir. Þegar ég var að skrifa bókina leið mér oft eins og einhverri Attenborough- fígúru: hleraði samtöl, fylgdist með tískunni og „dýnamíkinni“.“ Mér sýnist þú samt ekki beint vera að reyna að ná fram talsmáta ung- linganna. Er einhver ástæða fyrir því að þú lést þau ekki tala slangurskotið nútímamál? „Ég held að munur- inn á því hvernig unglingar og full- orðnir tala sé dá- lítið ofmetinn og það hefði orðið þvingað og leiði- gjarnt að gera of mikið úr honum. Þeir unglingar sem ég þekki sletta ekkert mikið meira en ég. Það kemur kannski eitt og eitt framandi orð og þá spyr maður hvað það þýðir eða seg- ir: „í mínu ungdæmi var þetta sama orð notað um eitthvað allt annað.“ En það er ekkert jafn áberandi og maður ímyndar sér. Ég tók eftir því – einmitt í þessum strætóferðum – að þau voru ekkert að tala neitt ókunnugt tungu- mál. Þetta er eins og þegar Laxness var spurður að því hvernig hann hafi nú farið að því að skapa svo trúverð- ugar kvenpersónur, þá sagðist hann bara fyrst og fremst líta á konur sem fólk. Ég held að það sama eigi við um unglinga.“ Umfjöllunarefnið er kynlíf Nú leikur fjölskylduráðgjafinn svolítið hlutverk í því að draga orð og hugsan- ir upp úr persónunum, en að einhverju leyti fer maður að máta alla söguna við hugmyndir sálgreiningarinnar. Notaðir þú slíkar fræðikenningar til að móta persónurnar? „Ég hef alltaf haft áhuga á þessum fræðum. Ég hef lesið Jung og var sjálf í sálgreiningu í sjö ár. Mig minnir að það hafi samt verið í stólnum hjá Agli í Kiljunni sem ég hélt því fram að bókin fjallaði í raun um kynlíf. Það er vegna þess að allan tímann er hægt að túlka hana freudískt, eins og það er í rauninni hægt að túlka allt, og í huga Freuds snerist allt um kynlíf. Sú túlkunar- leið er opin allan tímann: að þetta sé allt að gerast vegna þess að Alma sé að verða kynþroska en sé ekki tilbú- in til þess, þannig að Jesús er kallað- ur til til að dempa höggið. Þess utan má spyrja sig: Vill pabbi hennar ekki að hún trúi eða vill hann bara ekki að hún fari strax að stunda kynlíf? Vill mamma hennar ekki að hún trúi eða vill hún bara að hún byrji sem fyrst á pillunni? Mér fannst gaman að vera með Freud þarna yfir öxlina á mér og sagan skyldi ósjálfrátt mótast eftir því – að það skyldi verða einn þráð- ur af mörgum. En það er líka hægt að lesa þessa sögu og gleyma Freud, hún gengur alveg upp án hans.“ Alveg nóg af blóðs- úthellingabókmenntum Englaryk ræðst ekki beint á mann, þetta eru í grunninn mjög hefðbund- in fjölskylduvandamál, hún flæðir í einhverjum melankólískum hvers- dagsleika. Einhverjir gagnrýnendur hafa talað um tíð- indaleysi, og það er hægt að taka undir það enda á sér ekki stað neitt blóðugt lokauppgjör eða ein- föld lausn á vanda- málinu lögð fram. Var þetta eitthvað sem þú ætlaðir þér? „Já. Þessi bók er og á að vera lágstemmd. Þetta er fíngerð rann- sókn á flóknu við- fangsefni. Kannski geri ég einhverjum grikk með því að hafa svona margt á bak við textann og á milli lín- anna. En mér fannst það skemmtilegt. Það þurfa ekki allar bækur að vera blóðsút- hellingar. Þær eiga fullan rétt á sér en lágstemmdur texti á líka rétt á sér. Það getur verið mjög hressandi að lesa lág- stemmdan texta þegar tíðarandinn er svona hávær og mikill skarkali. Í bók- um og bíómyndum er mikið um lim- lestingar og endalaus morð og stund- um verður maður þreyttur á því og man að lífið snýst ekki bara um það. Lífið er vissulega mjög ofbeldisfullt og blóðugt en það er líka hversdagslegt. Og aðallega er það lágstemmt. Þannig lifir flest fólk og deyr. Samt er líf okkar áhugavert. Líf hvers og eins er skáld- saga, það þarf ekki að finnast lík til að það sé saga til staðar.“ n „Líf hvers og eins er skáldsaga, það þarf ekki að finnast lík til að það sé saga til staðar. Eins og David Attenborough í strætó Guðrún Eva segist hafa notað strætóferðir til að hlera samtöl og fylgjast með tísku og „dýnamík“ í samskipt- um unglinga þegar hún vann að Englaryki. MyND SigTryggUr Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.