Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2014, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2014, Blaðsíða 25
Umræða 25 Ég er algjör skvísa Góður tímapunktur að hverfa Tinna Rut Traustadóttir lögreglukona æfir kraftlyftingar. – DV Reynir Jónsson hættir hjá Strætó bs. – DVGeir Ólafsson datt á svelli og rotaðist. – DV Helgarblað 28. nóvember –1. desember 2014 Óskalög þjóðarinnar K annski á þjóð mín þá ósk heitasta að embættismenn fari að þeim lögum sem þeir sjálfir setja. Og kannski er sú ósk ekki annað en eðlileg krafa þegar öllu er á botninn hvolft. Eða viljum við kannski setja okkur á sama hest og þeir sem hafa vald til að myrða smábörn sem halda á lofti leikfangabyssum? Kannski eigum við öll þá von, að samfélag manna verði betra en það er. En ef sú er vonin, verð­ um við að sýna yfirvaldinu að­ hald. Við megum ekki láta það óátalið þegar stjórnmálamaður, sem hefur verið fundinn sekur um glæpsamleg athæfi, lætur hafa það eftir sér að hann hafi sætt of­ sóknum vegna glappaskota sinna. Þær ofsóknir og það illa umtal sem téður stjórnmálamaður mátti þola, var ekkert annað en eðlileg afleiðing þeirra orsaka sem hann sjálfur ýtti af stað. Við megum ekki heldur láta það ósnert, þegar við heyrum af því, að tiltekinn emb­ ættismaður hafi ekki veitt við­ tal vegna málsins, hafi ekki látið ná í sig eða telji tiltekin ummæli ekki svara verð. Í öllum tilvik­ um er um það að ræða, að tiltek­ inn embættismaður er að reyna að afvegaleiða umræðu og reyn­ ir að kaupa sér tíma. Reyndar er það svo, að sá sem er í okkar þjón­ ustu og getur ekki sinnt verkum með því að svara fyrir afglöp sín, hann er ekki starfi sínu vaxinn og er þannig í raun og veru að stela frá okkur hinum bæði tíma og launum. Enn er óútkljáð hver eða hverjir stóðu fyrir vopnakaupum nú fyrir skemmstu. Og þau svör sem hafa nú þegar fengist eru svo misvísandi, að það sér það hver heilvita maður að einhver eða einhverjir hljóti að vera að ljúga. Og uppúr dúrnum hefur komið að menn í okkar þjónustu hafa – einsog það heitir á fagmálinu – ekki látið ná í sig vegna málsins. Kannski eru hin eiginlegu óskalög þjóðarinnar, lög sem tryggja það að lög um aðgengi al­ mennings að upplýsingum séu virt, að menn verði dregnir til ábyrgðar en geti ekki dögum, vik­ um, mánuðum og jafnvel árum saman, helgað sig þeirri iðju að vera ekki til viðtals um eigin heimskupör. Fréttamenn eiga ekki og mega ekki leyfa þeim sem valdir eru eða ráðnir til verka, samkvæmt sátt­ málum samfélagsins, að komast undan þegar bolurinn krefur þá um svör. Slík undanskot eru í raun og veru glæpsamleg og fyrst og síðast fjandsamleg því samfélagi sem við teljum okkur geta reist á stoðum réttlætis. Kenni menn stopulu minni um ófarir sínar og seinagang til svara, þá þarf að hressa rækilega upp á minnið með uppbyggilegum ábendingum. n Gremja fólksins falla kann á falska drulludella ef ekki næst í ólánsmann sem allt sitt þarf að fela. Kristján Hreinsson Skáldið skrifar Erum þetta við? Hryðjuverkaógnin Umsjón: Henry Þór Baldursson Þ áttur Lóu Pind Aldísardóttur og fleiri á Stöð 2 í gærkvöldi, þriðjudaginn 24. nóvember 2014, er skelfileg mynd af íslensku samfélagi fátækt­ ar og neyðar. Skelfileg mynd af samfélagi mannvonsku, sjúklegrar græðgi, virðingarleysi gagnvart manngildi og göfgi, hreinræktaðri illmennsku, mannfyrirlitningu og algerum skorti á mannlegum til­ finningum og manngöfgi. Sagt var í þættinum, að ábyrgðarmaður margs þessa heiti Stefán Kærnested. Hann veitti ekki viðtöl. Hann heimilaði ekki viðtöl við leigjendur sína. Hann heimil­ aði ekki heimsóknir í hýbýlin, sem hann býður viðskiptavinum sínum. Hann heimilar engar heimsóknir til þeirra. Hann bannar þeim að bjóða til sín gestum. Hann bannar að sýna fólki það, sem hann sýn­ ir fólkinu sem borgar honum pen­ inga fyrir búsetu í ósamþykktu hús­ næði þar sem lífshætta er verði eldur laus. Nú þekki ég marga Kærnesteda. Einn, Elías, sem var góður vin­ ur minn og stundaði skósmíða­ iðn vestur á Ísafirði. Annan, Sverri, sem var setjari í prentsmiðju Al­ þýðublaðsins þegar ég var þar ung­ ur blaðamaður, öndvegis maður. Þann þriðja, sem var hetja og skip­ herra hjá Landhelgisgæslunni í landhelgisstríðinu. Er þessi Kærne­ sted ættingi þeirra – kannske af­ komandi? Skyldi þessum Kærne­ stedum líða vel gætu þeir fylgst með úr gröfinni? Á ég fyrir þessar sakir von á heim­ sókn frá valdbeitingarmönnum. Jafn­ vel von á kárínum. Skyldu Kærne­ stedarnir mínir vera sáttir við það. Er nú svo komið – með okkur og þeim? Er þetta samfélag, sem við erum sátt við? Er þetta fólk, sem við erum sátt við? Erum þetta við – Íslendingar? Erum þetta við – Kærnestedar? Stoltir – og sáttir við okkur og okkar? n Sighvatur Björgvinsson Kjallari „Hvað veist þú um það hvað hann ætlaði sér?! Hann vildi ekki fá þá inn til sín og reyndi að meina þeim aðgang með hníf í hendinni sem hann var að nota til að skaða sjálfan sig … Er það ekki ljóst? Ég hef aldrei tjáð mig um svona mál áður, hvað þá komist í kast við lögin, en stundum verður maður bara reiður fyrir hönd fólks sem maður þekkir. Þessi maður hefur helling af fólki á Ísafirði sem þykir vænt um hann, og það úr flestum stéttum samfélagsins,“ segir Þórunn Halldórsdóttir og svarar athugasemdum á DV.is um mann sem telur sig hafa verið beittan ofbeldi af hálfu lögreglunnar á Ísafirði. „Verð nú bara að segja að ég er sátt við fréttaflutning Rúv þessa dagana, tel menn þar á bæ vera að vinna með fólkinu í að taka á þöggun og spillingu í þjóðfélaginu. Hér eru grímulausar hótanir settar fram, ótrúleg óforskömmugheit þykir mér. Svo veit ég ekki betur en að Björn Ingi og Framsóknarflokkurinn séu að sölsa undir sig flesta vefmiðla á landinu, það ætti að vera nokkur sárabót fyrir þessa aumingjans menn sem vilja moka skítinn framan í okkur án viðbragða,“ segir Ásthildur Cesil Þórðardóttir og svarar Óla Birni Kárasyni, varaþingmanni Sjálfstæðisflokksins, sem telur alvar- lega slagsíðu til vinstri vera á íslenskum fjölmiðlum. „Það er einkennileg stjórn sem þarf að fá ábendingar frá fjölmiðlum um að yfirmaður í fyrirtækinu sé að misnota aðstöðu sína með svona ótrúlega grófum hætti til að þess að eitthvað sé farið að kanna málið. Í ofanálag hefur heyrst að óbreyttir starfsmenn fyrirtækisins hafi kvartað yfir framkomu yfirmannsins en líklega hefur það ekki þótt svaravert eða þess virði að kanna það neitt,“ segir Ásdís Jónsdóttir. Stjórn Strætó bs. frétti fyrst af greiðslum fyrirtækisins til Gagnalausna ehf., fyrirtækis í eigu bróður Reynis Jónssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra, eftir að DV sendi inn fyrirspurn um málið. Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni 20 12 5 Mér er svolítið brugðið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.