Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2014, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2014, Blaðsíða 36
Helgarblað 28. nóvember –1. desember 201436 Sport É g er mjög ánægður, eins og við allir,“ segir Aron Kristjáns- son, landsliðsþjálfari í hand- knattleik, í ljósi þeirra tíð- inda að Ísland verði með á HM í Katar í janúar. Lengi vel leit út fyrir að Ísland kæmist ekki inn, en vegna forfalla annarra þjóða ákvað Alþjóðahandknattleikssambandið að úthluta Evrópu laust sæti. Ísland var fyrsta varaþjóð Evrópska hand- knattleikssambandsins og fékk því sætið þegar upp var staðið. Aron segir að ekki megi gleyma að ástæð- an fyrir þessu sé sú að landsliðið náði 5. sæti á síðasta EM. Sá árang- ur skili liðinu inn á HM í Katar. Aron hrósar HSÍ fyrir aðkomu þess að málinu. Formaðurinn hafi rekið málið af hófsemd en festu. „Það voru engin læti heldur var málið rekið á málefnalegum rök- semdum.“ Hann segir aðspurður afar mikilvægt að Ísland taki þátt í þessu stórmóti – að öðrum kosti væri erfitt að komast inn á næstu mót, svo sem Ólympíuleika. „ Slysið í sumar hafði ekki þau áhrif sem það átti að hafa. Við grípum þetta auka tækifæri.“ Eigum enn erindi Ísland tapaði einvígi við Bosníu í sumar, um laust sæti á HM, en Bosnía er lið sem Ísland hefur stað- ið framar á undanförnum árum. Nýlega tapaði Ísland á útivelli gegn Svartfjallalandi, í undankeppni EM. Spurningar hafa í kjölfarið vaknað um stöðuna á liðinu. Meðalaldur- inn er hár en Aron telur samt sem áður að liðið eigi enn erindi í bestu lið heims. „Það styttist í viss kyn- slóðaskipti, við vitum það. Það eru nokkrir leikmenn að eldast.“ Hann segir þó að kynslóðaskiptin þurfi ekki að verða á þessum tímapunkti, en ef til vill innan næstu tveggja ára. Það er engan bilbug á þjálfaran- um að finna. „Við munum undirbúa okkur eins vel og við getum. Það er lykilatriði að allir verði heilir. Það er gríðarlega mikilvægt að okkar bestu og reyndustu leikmenn séu í standi.“ Hann er bjartsýnn á að stórskytta liðsins, Aron Pálmarsson, verði heill heilsu, en hann hefur verið frá keppni að undanförnu. „Ég á von á því að hann spili með Kiel eftir eina til tvær vikur.“ „Nenni ekki að fara“ Aron Pálmarsson lét hafa eftir sér á dögunum að hann væri ekki spenntur fyrir HM. „Ég nenni ekki að fara inn á mótið sem einhver þriðja eða fjórða varaþjóð. Við skit- um á okkur í sumar og verðum bara að blæða fyrir það.“ Aron þjálfari segist, aðspurður hvort hann ótt- ist að leikmenn verði illa stemmdir, alls ekki óttast það. Allir séu spennt- ir. Hann hafi rætt þessi tilteknu um- mæli við nafna sinn. „Hann var leið- ur yfir því að við værum ekki klárir áfram og það dró svolítið úr hon- um máttinn. En þegar það varð ljóst varð hann virkilega glaður.“ Stefnir á topp 8 Ísland er í riðli með Frökkum, Svíum og Tékkum, auk Egypta og Alsíringa. Aron bendir á að Frakk- ar séu á meðal fjögurra bestu þjóða heims en telur að Ísland geti strítt þeim. Viðureignirnar við Svía og Tékka verði án efa spennandi og jafnar viðureignir. Ísland eigi í fullu tré við þessar þjóðir, en Alsíringar og Egyptar eru lægra skrifaðir. En hvaða væntingar hef- ur landsliðsþjálfarinn um ár- angur á mótinu? „Það er mark- miðið að tryggja sig inn á næstu Ólympíuleika,“ segir hann en til þess þurfi Ísland að ná sjöunda eða áttunda sætinu, að lágmarki, til að komast í umspil. n „Lykilatriði að allir verði heilir“ n Aron Kristjánsson stefnir á topp 8 í Katar n Hrósar HSÍ í hástert Baldur Guðmundsson Einar Þór Sigurðsson baldur@dv.is / einar@dv.is Frakkar sigurstranglegastir í C-riðli Þetta verða andstæðingar Íslands í riðlakeppninni á HM í Katar Frakkland Frakkar hafa um langt skeið verið ein allra sterkasta handbolta- þjóð heims. Þeir hafa tekið sextán sinnum þátt á HM og fjórum sinnum staðið uppi sem sigurvegarar; 1995, 2001, 2009 og 2011. Þá eru Frakkar núverandi Evrópumeistarar eftir sigur á EM í Danmörku í janúar. Þá urðu Frakkar Ólympíumeistarar 2012. Frakkar þykja líklegir til afreka á HM í Katar og má telja næsta víst að þeir vinni C-riðilinn nokkuð örugglega. Leikmannahópur liðsins er afar breiður og reynslumikill. Svíþjóð Svíar hafa hægt og bítandi verið að ná vopnum sínum á handboltavellinum eftir mögur ár. Svíar voru sem kunnugt er stórþjóð í handboltanum í kringum aldamótin; urðu heimsmeistarar 1999 og og Evrópumeistarar 2000 og 2002. Svíar náðu svo í silfur á Ólympíuleik- unum í London árið 2012 eftir að hafa tapað gegn Frökkum í úrslitum með eins marks mun. Svíar komust á HM með sigri á Rúmeníu í umspili með samanlagt sjö marka mun. Alsír Alsíringar eru ekki hátt skrifaðir í handbolt- anum en þeir hafa þó verið fastagestir á HM í gegnum árin. Besti árang- ur þeirra á heimsmeistaramótinu er 13. sætið sem náðist á HM árið 2001. Alsíringar urðu Afríkumeistarar í janúar á þessu ári eftir sigur á Túnis í úrslitum, 25–21, en mótið fór fram á heimavelli Alsíringa. Flestir í leikmannahópi Alsír leika í Alsír en fjórir eru á mála hjá liðum í Frakklandi. Tékkland Tékkar hafa aldrei unnið til verðlauna á stórmóti. Frá árinu 1995 hafa Tékkar sex sinnum tekið þátt á HM en besta árangrinum náðu þeir einmitt það ár, 8. sætinu. Tékkar eru að taka þátt á HM í fyrsta skipti síðan árið 2007. Í millitíðinni hafa þeir þó tekið þátt á fjórum Evrópumótum, 2008, 2010, 2012 og 2014, þar sem besti árangurinn var 8. sætið 2010. Tékkar komust á HM með mögnuðum sigri á Serbíu í umspili. Fyrri leikurinn tapaðist 23–15 en seinni leikurinn vannst 33–21. Egyptaland Egyptar hafa um langt skeið verið ein allra sterkasta handbolta- þjóð Norður-Afríku og þrettán sinnum verið meðal þátttökuþjóða á HM. Bestum árangri náðu Egyptar árið 2001 þegar þeir lentu í fjórða sæti. Síðan þá hafa Egyptar aldrei endað ofar en í 14. sæti á HM. Í Afríkukeppninni í janúar lentu Egyptar í 3. sæti en þeir töp- uðu gegn Túnisum í undanúrslitum. Túnis tapaði svo fyrir Alsír í úrslitum. Sjö á loka- metrunum Meðalaldurinn í íslenska landsliðshópn- um sem mætti Ísrael og Svartfjallalandi á dögunum var 30 ár. Sjö leikmenn, allt lykilmenn í landsliðinu til fjölmargra ára, eru komnir á þann aldur að þeir eiga ekki mörg ár eftir í boltanum. Snorri Steinn, Alexander, Róbert, Vignir, Þórir, Guðjón Valur og Sverre Andreas gegna enn lykilhlutverkum í landsliðinu þó að þeir séu á aldrinum 33 til 37 ára. Ljóst er að stutt er í að leysa þurfi þá af. Ef til vill leika einhverjir þeirra nú á sínu síðasta stórmóti. Hér má sjá aldur leikmanna: Aron Pálmarsson 24 ára Stefán Rafn Sigurmannsson 24 ára Aron Rafn Eðvarðsson 25 ára Bjarki Már Gunnarsson 26 ára Arnór Þór Gunnarsson 27 ára Björgvin Þór Hólmgeirsson 27 ára Sigurbergur Sveinsson 27 ára Ernir Hrafn Arnarson 28 ára Björgvin Páll Gústavsson 29 ára Kári Kristján Kristjánsson 30 ára Arnór Atlason 30 ára Snorri Steinn Guðjónsson 33 ára Alexander Petersson 34 ára Róbert Gunnarsson 34 ára Vignir Svavarsson 34 ára Þórir Ólafsson 35 ára Guðjón Valur Sigurðsson 35 ára Sverre Andreas Jakobsson 37 ára Leikstjórnandinn Snorri Steinn Guðjónsson hefur verið lengi í eldlínunni með íslenska liðinu. Hann þarf að spila vel í Katar. „Það er gríðarlega mikilvægt að okk- ar bestu og reyndustu leikmenn séu í standi. Gunnar og Aron Þjálfararnir stefna á að koma liðinu á næstu Ólympíuleika. Til þess þarf að nást góður árangur í Katar. MyNd dV Ehf / SiGtryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.