Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2014, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2014, Blaðsíða 22
Helgarblað 28. nóvember –1. desember 201422 Neytendur Verulegur Verðmunur á Vinsælum jólabókum B ónus var oftast með lægsta verðið í verðkönnun sem DV gerði á völdum íslensk- um skáldsögum og barna- og unglingabókum í tíu verslunum í Reykjavík. Verulegur verðmunur getur verið milli versl- ana á sömu bókum. Eymundsson var oftast með hæsta verðið. Könnun DV sýnir að mikilvægt er að fólk geri verðsamanburð áður en það kaupir tiltekna titla, ætli það sér að fá hagstæðasta verðið hverju sinni. Sláandi verðmunur er á nýjustu bók metsöluhöfundarins Arnalds Indriðasonar, en 45% munar á hæsta og lægsta verði milli versl- ana í könnun DV. 32% verðmun- ur á milli verslana á nýjustu bók Yrsu Sigurðardóttur. Bók hennar er einnig að jafnaði heldur dýrari en bók Arnalds. Níu titlar í tíu verslunum Í verðkönnuninni athugaði DV verðið á fimm völdum íslenskum skáldsögum í tíu verslunum. Þetta eru Kamp Knox eftir Arnald Indriða- son, DNA eftir Yrsu Sigurðardóttur, Skálmöld eftir Einar Kárason, Kata eftir Steinar Braga Guðmundsson og Öræfi eftir Ófeig Sigurðsson. Í sömu verslunum var einnig kannað verðið á fjórum vinsælum íslensk- um barna- og unglingabókum; Vís- indabók Villa 2 eftir Vilhelm Anton Jónsson, Gula spjaldið í Gautaborg eftir Gunnar Helgason, Frozen Mat- reiðslubókin eftir Sigga Hall og Walt Disney og loks Hjálp eftir Þorgrím Þráinsson. Könnun DV er ekki tæm- andi hvað alla titla varðar en ætti að gefa lesendum ákveðna hugmynd um stöðu mála á markaði. Bónus í sérflokki – rómantíkerar fúlir Könnunin leiðir í ljós að Bónus er í nokkrum sérflokki hvað varðar lágt verð en bóksalar hafa í mörg ár bölvað matvöruverslunarkeðj- unum fyrir að gera sig gildandi á bókasölumarkaðnum. Hafa hinar hefðbundnu bókabúðir jafnvel sak- að verslunarkeðjurnar um að selja bækurnar undir kostnaðarverði. En raunveruleikinn er sá að matvöru- verslanir selja líka bækur og þrátt fyrir að rómantíkerar vilji halda bókum í bókabúðum þá verður ekki hjá því litið að verðið er lægra í lág- vöruverðsverslununum. Í þessari könnun er aðeins ver- ið að horfa til þess hvar neytandinn getur fengið tiltekna titla á sem bestu verði. Eins og sjá má í með- fylgjandi dæmum þá er sláandi verðmunur á tilteknum titlum milli verslana, allt upp í 40% er algengt. Bókabúðirnar virðast því einhverra hluta vegna, ekki eiga roð í mat- vöruverslanirnar. n n Bónus bakar bókabúðirnar n Eymundsson dýrust n 45% verðmunur á bók Arnalds Drottningin og kóngurinn Yrsa heldur dýrari en Arnaldur Bækur Yrsu Sigurðardóttur og Arnalds Indriðasonar eru iðu- lega vinsæl jólagjöf og margir fá fleiri en eitt eintak af bók- um þessara ókrýndu konungs- hjóna ís- lenskra glæpasagna. Í verð- könnun DV kom í ljós að nýjasta bók Yrsu, DNA, er að jafnaði eilítið dýr- ari en Kamp Knox Arn- alds. Meðal- verðið á DNA er 5.413 krónur á meðan meðalverðið á Kamp Knox er 5.299 krónur í þeim tíu verslunum sem könnun DV náði til. En verðið á Kamp Knox er misjafnt og meiri innbyrðis verðmunur. Hún er ódýrust í Hagkaupum á 4.099 krónur en dýrust í Bókabúð Máls og menningar á 6.499 krónur. Þetta er 45% verðmunur, eða 2.400 í krónum talið. DNA er ódýrust í Bónus á 4.198 krónur en dýrust í Ey- mundsson á 5.799 krónur. Þetta er 32% verðmunur, eða 1.601 í krónum talið. Íslenskar skáldsögur Kamp Knox – Arnaldur Indriðason Ódýrust: 4.099 kr. í Hagkaup Dýrust: 6.499 kr. í Máli og menningu Verðmunur: 45% DNA – Yrsa Sigurðardóttir Ódýrust: 4.198 kr. í Bónus Dýrust: 5.799 kr. í Eymundsson Verðmunur: 32% Skálmöld – Einar Kárason Ódýrust: 3.995 kr. í Bónus Dýrust: 6.299 kr. í Máli og menningu Verðmunur: 44,7% Kata – Steinar Bragi Ódýrust: 4.398 kr. í Bónus Dýrust: 6.499 kr. í Eymundsson Verðmunur: 38,5% Öræfi – Ófeigur Sigurðsson Ódýrust: 4.395 kr. í Bónus Dýrust: 6.499 kr. í Eymundsson Verðmunur: 38,6% Verslun/Titill Kamp Knox DNA Skálmöld Kata Öræfi Bónus 4.159 kr. 4.198 kr. 3.995 kr. 4.398 kr. 4.395 kr. Krónan 4.999 kr. 5.599 kr. 5.799 kr. 6.299 kr. 6.299 kr. Nettó 4.874 kr.(t) 4.874 kr.(t) 3.968 kr. (t) 4.874 kr. (t) 4.874 kr.(t) Hagkaup 4.099 kr. 4.999 kr. 3.999 kr 4.999 kr. 4.399 kr. Eymundsson 5.799 kr. 5.799 kr. 5.262 kr.(t) 6.499 kr. 6.499 kr. A4 5.689 kr. 5.689 kr. 6.189 kr. 6.389 kr. 6.389 kr. Bóksala stúdenta 5.490 kr. 5.395 kr. 5.660 kr. 5.840 kr. 5.840 kr. Mál og menning 6.499 kr. 5.695 kr. 6.299 kr. 6.490 kr. 6.490 kr. Forlagið 5.690 kr. 5.690 kr. 5.590 kr. 5.690 kr. 5.690 kr. Iða 5.699 kr.(t) 5.699 kr.(t) 6.290 kr. 5.490 kr.(t) 6.490 kr. (t) = Tilboðsverð. Verð fengið ýmist af heimasíðum söluaðila eða í verslunum þann 25. nóvember. Verslun/Titill Vísindabók Gula spjaldið Frozen Hjálp Bónus 3.398 kr. 2.998 kr. 2.898 kr. 2.998 kr. Krónan 4.799 kr. 3.999 kr. 3.599 kr. 3.999 kr. Nettó 3.748 kr.(t) 3.298 kr.(t) 2.998 kr.(t) 3.298 kr.(t) Hagkaup 3.899 kr. 3.299 kr. 2.999 kr. 3.299 kr. Eymundsson 4.999 kr. 4.399 kr. 3.999 kr. 4.399 kr. A4 4.889 kr. 4.289 kr. 3.889 kr. 4.289 kr. Bóksala stúdenta 4.490 kr. 3.950 kr. 3.590 kr. 3.950 kr. Mál og menning 4.999 kr. 4.390 kr. 3.999 kr. 4.390 kr. Forlagið 4.290 kr. 3.990 kr. 3.390 kr. 3.990 kr. Iða 4.990 kr. 4.390 kr. 3.990 kr. 4.390 kr. (t) = Tilboðsverð. Verð fengið ýmist af heimasíðum söluaðila eða í verslunum þann 25. nóvember. Barna- og unglingabækur Vísindabók Villa 2 – Vilhelm Anton Jónsson Ódýrust: 3.398 kr. í Bónus Dýrust: 4.999 kr. í Ey- mundsson Verðmunur: 38% Gula spjaldið í Gauta- borg – Gunnar Helgason Ódýrust: 2.998 kr. í Bónus Dýrust: 4.399 kr. í Eymundsson Verðmunur: 37,9% Frozen Matreiðslu- bókin – Siggi Hall/Disney Ódýrust: 2.898 kr. í Bónus Dýrust: 3.999 kr. í Eymunds- son og Máli og menningu Verðmunur: 32% Hjálp – Þorgrímur Þráinsson Ódýrust: 2.998 kr. í Bónus Dýrust: 4.399 kr. í Eymundsson Verðmunur: 37,9% Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Ekki sama hvar þú kaupir Það er verulegur verðmunur á vinsælum bókatitlum milli verslana. Það getur því margborgað sig að gera verðsamanburð áður en þú kaupir bækur til að stinga í jólapakkann hjá fjöl- skyldunni. Gæti sparað þér þúsundir króna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.