Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2014, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2014, Blaðsíða 14
Helgarblað 28. nóvember –1. desember 201414 Fréttir V ið höfum ítrekað bent á að pottur sé brotinn í starf­ semi Strætó bs.,“ segir Björn Jón Bragason, fram­ kvæmdastjóri Félags hóp­ ferðaleyfishafa, í samtali við DV, en félagið leggur í dag, föstudag, fram kæru til sérstaks saksóknara á hendur Strætó bs. Félagið hefur rökstuddan grun um að fyrirtækið hafi með skipu­ legum hætti og ítrekað nýtt sér fyrir­ komulag við útboð til þess að færa fjármuni á milli handa með ólögmæt­ um hætti. Um er að ræða umfram­ greiðslur upp á tæpan milljarð króna til tveggja fyrirtækja í eigu sömu aðila, Hagvagna og Hópbíla, á árunum 2010 til 2013. Þá hafi Hópbílum einnig ver­ ið afhentur sérleyfisakstur án útboðs. Félagið sendi einnig kvörtun til Samkeppniseftirlitsins í síðasta mánuði en að sögn Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppnis­ eftirlitsins, er verið að meta hvort rannsókn verði hafin á grundvelli er­ indisins. Tvöfaldar greiðslur Vegagerðin hefur falið samtökum sveitarfélaga um mestallt land einkaleyfi til fólksflutninga á sínu starfssvæði. Samtök sveitarfélaga hafa í flestöllum tilvikum fengið Strætó bs. til að annast framkvæmdina, meðal annars útboð, sem hefur einkum gert samninga við tvö fyrirtæki, Hagvagna hf. og Hópbíla hf. Hagvagnar eru í eigu hjónanna Hafdísar Alexanders­ dóttur og Gísla J. Friðjónssonar. Hóp­ bílar eru síðan í eigu Hagvagna og Gísla J. Friðjónssonar. Þessi tvö fyrir­ tæki eru því í eigu sömu aðila. Kvörtun Félags hópferðaleyfis­ hafa var send til Samkeppniseftirlits­ ins 13. október síðastliðinn en hún telur fimm málsatvik og varða þrjú þeirra viðskipti Strætó við Hagvagna og Hópbíla. Í fyrsta lagi útboð aksturs strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu árið 2010 en Strætó gekk að tilboði Hagvagna sem nam tæplega 845 milljónum króna. Á síðasta ári óskaði Félag hópferðaleyfishafa eftir upplýs­ ingum um greiðslur til Hagvagna á ár­ unum 2010 til 2013. Í ljós kom að raunverulegar greiðsl­ ur til Hagvagna á þessu tímabili eru rúmum 706 milljónum króna hærri en tilboðsfjárhæðin og ef tekið er til­ lit til breytinga á vísitölu neysluverðs þá reynast greiðslur vera rúmlega 766 milljónum króna hærri. „Ljóst er að strax frá upphafi samningstím­ ans hafa greiðslur Strætó bs. til Hag­ vagna hf. farið verulega fram úr þeirri fjárhæð sem Hagvagnar hf. settu fram sem tilboð í framangreindu útboði. Framangreindar fjárhæðir eru veru­ legar og þær greiðslur sem raunveru­ lega hafa átt sér stað nema nær tvö­ faldri upphaflegri samningsfjárhæð,“ segir enn fremur í kvörtuninni. Ólögmætur samningur Í öðru lagi fólu Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) Strætó í júlí 2011 yfirumsjón með almenningssam­ göngum milli Suðurlands og höfuð­ borgarsvæðisins og í kjölfarið bauð Strætó út akstur strætisvagna á Suður­ landi. Þjónustunni var skipt í tvo verk­ hluta. Tilboð Bíla og fólks ehf. í verk­ hluta 1 og 2 sameiginlega var lægst. Hins vegar höfðu átt sér stað mistök við tilboðsgerðina og voru mistökin augljós enda um að ræða lægra tilboð í verkhlutana sameiginlega heldur en í stakan verkhluta. SASS vildu hins vegar halda tilboðinu til streitu en því var hafnað af Bílum og fólki. Þá gengu SASS til samninga við Hópbíla, þrátt fyrir að Hópferðamiðstöðin ehf. hafi átt næstlægsta tilboð í verkið. Mál­ ið fór fyrir kærunefnd útboðsmála sem úrskurðaði að samningurinn við Hópbíla hefði verið ólögmætur. Samningurinn stóð engu að síður. Bílar og fólk ehf. fór með málið alla leið fyrir Hæstarétt en DV hefur endurrit skýrslutöku úr dómnum undir höndum. Þar sést hvar lögmað­ ur Bíla og fólks spyr ráðgjafa Strætó hvers vegna ekki hafi verið samið við Hópferðamiðstöðina. Svar ráðgjafans er á þá leið að Hópferðamiðstöðin hafi ekki verið í viðskiptum við Strætó áður. „Þarna staðfestir ráðgjafinn að það er verið að handstýra þessu til þessara fyrirtækja,“ segir Bjarki Þór Sveinsson, lögmaður Félags hóp­ ferðaleyfishafa, í samtali við DV. Tæpur milljarður í umframgreiðslur Tilboðsfjárhæð Hópbíla var rúmlega 188 milljónir króna. SASS hafa aft­ ur á móti greitt Hópbílum tæp­ lega 453 milljónir króna, sem er tæplega 265 milljónum króna hærra en tilboðs­ fjárhæðin. Líkt og á við um greiðslur Strætó til Hag­ vagna fyrir akstur á höfuð­ borgarsvæðinu eru raun­ verulegar greiðslur því meira en tvöfalt hærri en upphafleg samningsfjár­ hæð. Samtals nema um­ framgreiðslur til Hagvagna og Hópbíla því um 970 millj­ ónum króna á tímabilinu 2010 til 2013. „Þetta eru svaka­ legar fjárhæðir,“ segir Bjarki Þór. „Við höfum spurt Strætó hvers vegna þessir samningar hækkuðu svona mikið en höfum ekki fengið nein skýr svör. Það er því óút­ skýrt hvers vegna er verið að eyða svona miklu aukalega af opinberu fjármagni í þessa samninga.“ Björn Jón tekur í sama streng. „Við teljum það í meira lagi óeðlilega stjórnsýsluhætti að farið sé svo langt fram úr greiðslum til einstakra aðila. Þetta getur tæpast flokkast sem eðli­ leg frávik, hvað þá viðundandi með­ ferð á almannafé, sér í lagi á tímum aðhalds og niðurskurðar í opinberum rekstri. Þess vegna finnst okkur eðli­ legt að embætti sérstaks saksóknara taki málið til skoðunar,“ segir hann. Sérleyfisakstur afhentur án útboðs Á sama hátt og greint hefur verið frá um akstur á Suðurlandi hefur Vega­ gerðin falið Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) að skipuleggja almenningssamgöngur milli Vestur­ lands og höfuðborgarsvæðisins. Bílar og fólk ehf. hafði sinnt áætlunarakstri um Snæfellsnes en samningurinn rann út í lok ágúst 2012. Bílar og fólk ehf. hafði hins vegar ekki feng­ ið skýrar upplýs­ ingar um með hvaða hætti akstri á Snæfells­ nesi yrði fram haldið og sendi SSV fyrirspurn um málið. Í svari frá SSV segir að varð­ andi akstur milli Reykjavíkur og Stykkishólms verði farin sú leið að svigrúm sem til staðar var í samningi um akstur til Akraness verði notað í þann akstur. Þess má geta að Hópbíl­ ar hf. var þá með samning við Strætó og SSV um akstur milli Reykjavíkur og Akraness. Telur Félag hópferða­ leyfishafa að með þessu hafi Hópbíl­ um verið afhentur sérleyfisakstur á Vestur landi án útboðs. Áætlanir geta tekið breytingum Áður hefur verið fjallað um umfram­ greiðslur Strætó til Hagvagna og Hópbíla í fjölmiðlum, meðal annars í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. DV sendi fyrirspurn á Strætó. bs þar sem spurt er hvort Strætó bs. væri kunn­ ugt um kvörtun Félags hópferða­ leyfishafa til Samkeppniseftirlitsins og hvort efnisatriði hennar hafi ver­ ið skoðuð af stjórninni. Einnig kall­ aði DV eftir skýringum á hækkun greiðslna til Hagvagna og Hópbíla á undanförnum fjórum árum. Í svari frá Guðrúnu Ágústu Guðmunds­ dóttur, verkefnastjóra stefnumót­ unar, segir að ekkert formlegt erindi frá Samkeppniseftirlitinu hafi borist Strætó vegna kvörtunarinnar. „Ef Samkeppniseftirlitið telur ástæðu til að kalla eftir skýringum frá Strætó bs. þá verður slíkri beiðni að sjálfsögðu svarað. Strætó bs. greiðir verktökum í samræmi við samþykkta samninga að undangengnum útboðum. Áætl­ anir í almenningssamgöngum geta tekið breytingum enda ekki hægt að festa akstur almenningsvagna mörg ár fram í tímann. Þannig er til að mynda kveðið á um það hvernig greiða skuli fyrir fjölgun og/eða fækk­ un aksturstíma á samningstímanum í öllum útboðsgögnum Strætó bs.,“ út­ skýrir Guðrún Ágústa. „Við fögnum því að ný stjórn Strætó bs. ætlar að taka á málum af festu og vonandi mun því ófremdar­ ástandi brátt linna sem ríkt hefur í þessum málaflokki,“ segir Björn Jón. „Allsherjarstrætóvæðing almenn­ ingssamgangna um landið hefur reynst miklu kostnaðarsamari en það fyrirkomulag sem áður var við lýði og þá gengur engan veginn að opinber stofnun sé með þessum hætti komin í beina samkeppni við einkaaðila.“ n Kæra Strætó bs. til sérstaks saksóknara n Strætó greiddi Hagvögnum og Hópbílum tæpan milljarð umfram samninga á fjórum árum Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is Framkvæmdastjóri Félags hóp- ferðaleyfishafa „Við teljum það í meira lagi óeðlilega stjórnsýsluhætti að farið sé svo langt fram úr greiðslum til einstakra aðila,“ segir Björn Jón Bragason. Mynd KriSTinn MagnúSSon Ekkert formlegt erindi borist Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, verkefnastjóri stefnumótunar hjá Strætó, segir eðlilegt að áætlanir í almenningssamgöngum taki breytingum. „Þarna staðfest­ ir ráðgjafinn að það er verið að handstýra þessu til þessara fyrir­ tækja – Bjarki Þór Sveinsson lögmaður „Ef Samkeppnis­ eftirlitið telur ástæðu til að kalla eftir skýringum frá Strætó bs. þá verður slíkri beiðni að sjálfsögðu svarað. – guðrún Ágústa guðmundsdóttir Einokun í fólksflutningum Félag hópferðaleyfishafa kærir Strætó bs. til sérstaks saksóknara í dag, föstudag. Þá hefur félagið einnig sent kvörtun til Samkeppn- iseftirlitsins. Reynir Jónsson er fráfarandi framkvæmdastjóri Strætó bs. Mynd SaMSETT Verslanir á Laugavegi 182 og í Smáralind · sími 512 1300 · epli.is Solo2 Studio 2.0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.