Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2014, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2014, Blaðsíða 21
Helgarblað 28. nóvember –1. desember 2014 Fréttir Erlent 21 Elsa skýtur Barbie af stjörnu- himninum n Frozen-dúkkur vinsælastar n Barbie í ímyndarvanda n Drengir vilja enn LEGO B arbie er ekki lengur vin- sælasta dúkkan í leikfanga- búðum vestanhafs, að því er ný könnun America's National Retail Federation, leiðir í ljós. Dúkkur byggðar á Dis- ney-myndinni Frozen eru nú orðn- ar vinsælli. Þetta ku vera í fyrsta sinn í meira en áratug sem Barbie verm- ir ekki fyrsta sætið, í aðdraganda jólanna. Barbie-dúkkan vermir nú annað sætið. Könnunin leiðir í ljós að næstum fimmta hvert foreldri stefnir á að kaupa vörur úr Frozen- línunni fyrir dætur sínar í jólapakkann. Mark- aðshlutdeild Frozen er því um 20 prósent en 16 prósent foreldra hyggjast kaupa Barbie- dúkkur í jólapakkann. Þetta er í fyrsta sinn, í þau ell- efu ár sem staðið hefur verið fyrir könnun- inni, sem Barbie er ekki í fyrsta sæti. Líklega hef- ur fyrsta sætið verið Barbie miklu lengur, án þess að gögn séu til um það. Gríðarlegir fjármunir Óhætt er að segja að Frozen hafi slegið í gegn frá því myndin var gefin út í nóvem- ber í fyrra. Í júní hafði myndin þénað 150 milljarða króna. Fyrir það fé mætti skuldaleiðrétta ís- lensk húsnæðislán næstum tvisvar (miðað við að leiðrétting kosti 80 milljarða) eða byggja tvö hátækni- sjúkrahús, svona til að setja upp- hæðina í samhengi. Strax í júní var myndin komin í fimmta sæti yfir þær kvikmyndir sem haft hafa mest- ar tekjur frá upphafi. Tónlistin í myndinni sló í gegn og meira en milljón eintök hafa ver- ið seld. Þá hafa átta milljón manns streymt titillagi myndarinnar á Spotify. Við þetta bætast alls kyns vinsæl myndbönd á Youtube sem skarta laginu. Elsa orðið vinsælla nafn Myndin hefur ekki bara haft áhrif á það hvað fólk hlustar og horfir á. Breska vefsíðan Babycentre greindi frá því fyrr á ár- inu að nafnið Elsa væri komið úr 331. sæti í 88. sæti á lista yfir vinsælustu stúlkunöfnin í Bret- landi, en Elsa er í aðalhlut- verki í myndinni. Persónusköpun aðalpersónanna Elsu og Önnu þyk- ir afar vel heppnuð og þær þykja góðar fyrirmyndir fyrir ungar stúlkur, að því er Daily Mail greinir frá í um- fjöllun á vef sínum. Erfiðir tímar fyrir Barbie Á sama tíma og Elsa og Anna baða sig í sviðsljósi sem blindað gæti hvaða mann sem er hefur Barbie átt í nokkrum ímyndarvanda. Óraun- hæft vaxtarlag mittismjórrar Barbie- dúkkunnar þykir ekki til þess fallið að auka sjálfstraust ungra stúlkna. Þá þykir ekki lengur við hæfi að mála þá mynd af konum – í gegnum Bar- bie-dúkkuna – að þær séu fullkomn- ar í útliti og aðeins upp á punt. Að því leytinu til hefur dúkkan ekki staðist tímans tönn. Til að sporna við þessu hafa verið gerðar ýmsar tilraunir; til dæmis að setja Barbie í hjólastól eða klæða hana upp sem viðskiptakonu. Umdeild bók, sem bar yfirskrift- ina Barbie: Ég get verið tölvunar- verkfræðingur, er einnig talin til mis- heppnaðra úspila Mattel, eiganda vörumerkisins Barbie. Í bókinni mátti sjá Barbie þurfa aðstoð frá körlum til að leysa verkefnin. Bók- inni var kippt úr hillum og Mattel baðst afsökunar. Framvegis yrði söguþráður bókanna til þess fallinn að styrkja sjálfsmynd ungra stúlkna. Drengir vilja bíla og trukka Þrátt fyrir að sviptingar hafi orðið á óskalistum ungra stúlkna vestan- hafs, er ekki sömu sögu að segja af drengjum. LEGO er sem fyrr vin- sælasta gjöfin og í kjölfarið koma bílar og trukkar. n Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Í vanda Barbie þykir ekki hafa staðist tímans tönn. MynD REutERs R ússneskir vísindamenn eru ekki af baki dottnir. Nú full- yrða þeir að fundist hafi efna- samsetning – sem þeir hafa sett í pillur – sem hægir á öldrun. Rússarnir eru núna að gera tilraunir á dýrum en fyrstu niðurstöður segja þeir að bendi til þess að fólk geti náð 120 ára aldri, að minnsta kosti. Daily Mail greinir frá þessu og vísar í rússneskt dagblað en þar er haft eftir dr. Maxim Skulachev, frá ríkisháskólanum í Moskvu, að svo virðist sem þeim sé að takast að hægja á öldrun. „Hrörnunarsjúk- dómar þróast mun hægar.“ Vísindamennirnir notast við nýja tegund bráavarnarefnis (e. anti- oxidant) sem þeir vona að virki á frumulíffærin hvatbera, og lengi líf- tíma þeirra. „Hvatberar eru sagðir vera rót hjartaáfalla og þeir hafa ver- ið tengdir við Alzheimers og Parki- sons,“ er haft eftir Skulachev. Hann segir að raunhæft sé, gangi allt eftir, að hægt verði að lengja líf fólks upp í 120 ár. Við það munu nýir sjúkdóm- ar líta dagsins ljós. Hann bendir á að þegar fólk hafi dáið miklu fyrr, á öldum áður, hafi krabbamein verið nánast óþekkt. Enda hafi fæstir lifað svo lengi að þróa með sér krabba- mein. „Ef rannsóknir okkar leiða til þess að hægt verði að hægja á myndun sjúkdóma í líkamanum, þá trúum við að baráttan við hvatbera gæti orðið spennandi viðfangsefni.“ Skulachev þessi hefur unnið að rannsóknum á öldrun í áratugi. „Það verður mögulegt að hægja á öldrun fólks.“ n baldur@dv.is Fólk geti lifað í 120 ár Rússneskur vísindamaður ræðst gegn hvatberum og lengir líf frumna Hindrar öldrun Skulachev er bjartsýnis­ maður. Reyndu íkveikju í smyglfleyi Eiturlyfjasmyglarar gripu til ör- þrifaráða á dögunum þegar þeir sáu tollgæsluna nálgast skip þeirra. Skipið, sem sigldi undir portúgölskum fána, var drekk- hlaðið af hassi og var á leið til spænsku hafnarborgarinnar Al- meria þegar spænska tollgæslan kom auga á það. Skipverjar reyndu að kveikja í skipinu með því að bera eld að olíutunnu um borð. Tollgæslan var fljót að ráða niðurlögum elds- ins og voru tíu manns handtekn- ir. Talið er að um borð hafi verið á bilinu 10 til 15 tonn af hassi. Frá því í júní á síðasta ári hefur spænska tollgæslan lagt hald á yfir 100 tonn af hassi á Mið- jarðarhafinu í átta aðgerðum. Sjálfsmorð niðurstaðan Indverskir rannsóknarlögreglu- menn halda því fram að stúlk- urnar tvær sem fundust hengd- ar, og talið var að hefðu verið fórnarlömb hópnauðgunar, hafi framið sjálfsvíg. Mikil reiði bloss- aði upp á Indlandi eftir að fjöl- miðlar birtu myndir af líkum stúlknanna, þar sem þær héngu í tré. Milljónir mótmæltu ódæðinu en fyrstu athuganir leiddu í ljós að þær væru fórnarlömb hópnauðg- unar. Fimm voru handteknir vegna þessa. Þeim var sleppt í september, gegn tryggingu. Nú hafa rannsóknaraðilar komist að annarri niðurstöðu og mennirn- ir eru lausir allra mála. Kven- réttindasamtök á Indlandi eru ekki par hrifin af niðurstöðunni og segja maðk í mysunni. RISA ÍÞRÓTTA- OG LEIKFANGAMARKAÐUR Í Laugardagshöll dagana 21-30. nóvember. Stærsti markaðurinn hingað til. Komdu og gerðu frábær kaup fyrir alla fjölskylduna Erum búin að fylla höllina aftur með íþróttavörum og leikföngum og verðum með enn meira úrval og betri verð. Opið föstudag frá kl. 14:00-20:00 og laugardag/sunnudag frá kl. 12:00-18:00 Frábær verð á íþróttavörum Allt að 60% afsláttur af leikföngum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.