Iðjuþjálfinn - 01.12.2000, Blaðsíða 4

Iðjuþjálfinn - 01.12.2000, Blaðsíða 4
IÐJUÞJALFINN fagblað iðjuþjálfa Pósthólf 4159 124 Reykjavík www.islandia.is/idjuthjalfun idjuthjalfun@islandia.is Efnisyfirlit Viðhorf iðjuþjálfa á Islandi til sjálfræðis og forræðis - í tengslum við umönnun aldraðra......6 Ráðstefna um iðjuþjálfun í íslensku samfélagi . 15 Geysir gýs í Reykjavík - klúbburinn á Ægisgötunni.................16 Norrænn formannafundur 2000 ...............20 Gróska í fræðslustarfi IÞÍ.................22 Stjóni IÞÍ Kristín Sigursveinsdóttir, formaður Sigríður Pétursdóttir, varaformaður Oddrún Lilja Birgisdóttir, gjaldkeri Þóra Leósdóttir, ritari Berglind Bára Bjarnadóttir, meðstjórnandi Ritnefnd: Erla Björk Sveinbjörnsdóttir Guðný Katrín Einarsdóttir Soffía Haraldsdóttir Þóra Leósdóttir Ritstjóri: Þóra Leósdóttir Prófarkalestur: Guðbjörg Kr. Amardóttir Þóra Leósdóttir Hönnun og umbrot: Prentmet ehf Prentun: Prentmet ehf. Skeifunni 6,108 Reykjavík Pökkun og frágangur: Iðjuþjálfun Geðdeildar Landspítala Háskólaskjúkrahúss, Kleppi Ritnefnd áskilur sér rétt til að stytta texta og færa mál til betri vegar. Vitna má í texta blaðsins ef heimildar er getið. Ritstjórnarspjall Nú er Vetur konungur mættur og seinna tölublað Iðjuþjálfans árið 2000 sprengfullt af ýmis konar efni. Gott er að hafa Iðju- þjálfann við hendina til að glugga í á síðbúnum vetrarkvöldum. Meðal efnis að þessu sinni er grein um niðurstöður rannsóknar á viðhorfum íslenskra iðjuþjálfa til sjálfræðis og forræðis í tengslum við umönnun aldraðra. Fréttir af norrænu samstarfi iðjuþjálfafélaga eru á sínum stað auk þess sem fræðslustarfi IÞI á undanförnum misserum eru gerð skil. Ritnefnd brá sér á kreik á haustdögum og tók starfandi iðjuþjálfa tali, afraksturinn birist hér í máli og myndum. Á næsta ári eru tímamót í starfi Iðjuþjálfafélags íslands sem þá fagnar 25 ára afmæli sínu. Ýmislegt er á döfinni, þar á meðal verður haldin ráðstefna á Akureyri í júní og er það fyrsta íslenska ráðstefnan um iðjuþjálfun. Um er að ræða samstarfsverkefni IÞI og Heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri og má finna fróðleikskorn um ráðstefnuna hér í blaðinu. Að lokum vill ritnefnd þakka þeim fjölmörgu sem lögðu hönd á plóginn, ekki síst þeim auglýsendum og styrktaraðilum sem komu við sögu við útgáfu þessa haustblaðs. Við óskum lesendum Iðjuþjálf- ans gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. ritstjóri 4 IÐJUÞJÁLFINN 2/2000

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.