Iðjuþjálfinn - 01.12.2000, Side 7
hágæða þjónustu sem mætir hinum fjöl-
mörgu þörfum sem aldraðir hafa fyrir
heilsugæslu, umönnun og örvun til iðju
(Crabtree, 1991).
Umhverfi og aðstæður hafa mikil áhrif
á heilbrigði aldraðra og geta jafnt aukið
sem og dregið úr færni og sjálfsbjargar-
getu þeirra. Ryden (1984) og Langer &
Rodin (1976) leggja áherslu á hversu
mikilvægt það er fyrir heilsu og velferð
að hafa stjóm á daglegu lífi. Þetta á sér í
lagi við þegar fólk fer að eldast, því þá er
alltof algengt að komið sé fram við það
eins og ómyndug börn eingöngu
vegna þess að það er orðið gamalt. Það
sem einkum takmarkar stjórn fólks á
eigin lífi telja margir vera þá forræðis-
hyggju sem ríkir innan fjölskyldunnar,
á heilbrigðisstofnunum og annars staðar,
þar sem hinn aldraði þarf að leita
aðstoðar. (Halper, 1980; Cicirelli, 1992).
Ýmislegt bendir til þess að fordómar
og neikvæð viðhorf hafi talsverð áhrif á
endurhæfingu og umönnun aldraðra.
Hasselkus (1991) tekur fram að vanda-
mál sem upp koma í umönnun eigi oftar
en ekki rætur sínar að rekja til þess að
þeir sem njóta þjónustunnar og þeir sem
veita hana hafa mismunandi gildismat
og markmið. Sú áhersla sem er ríkjandi
er á að öldruðum sé gert kleift að dvelja á
heimilum sínum sem lengst hlýtur að
hafa í för með sér aukna þörf fyrir iðju-
þjálfun í nánustu framtíð. Hlutverk iðju-
þjálfa er að efla færni skjólstæðinga sinna
þannig að þeir öðlist aukið sjálfstæði og
lífsfyllingu í samræmi við kröfur og
venjur samfélagsins og stuðla þannig að
því að sem flestir geti verið nýtir þjóð-
félagsþegnar (Crabtree, 1991). Brýnt er að
iðjuþjálfar geri sér grein fyrir afstöðu
sinni, gildismati og hlutverki til þess að
verða færari til að vinna með eldri
skjólstæðingum sínum og fjölskyldum
þeirra á styðjandi og árangursríkan hátt
(Kiernat, 1991).
Viðhorf
Rannsóknir sýna að mismunun og for-
dómar gagnvart fötlun, öldrun og öldr-
uðum eru ríkjandi í flestum samfélögum
(Cicirelli, 1992; Kielhofner, 1995; Kite &
Johnson, 1988). Aldursmisrétti kemur
fram í því að gamalt fólk er, eingöngu
vegna aldurs, talið meira og minna óhæft
til að taka mikilvægar ákvarðanir til
dæmis um læknismeðferð, rannsóknir og
fleira. Þegar það er tilfellið eru ákvarðan-
ir oft teknar í samræmi við það sem aðrir,
oftast uppkomin börn þeirra telja þeim
vera fyrir bestu (Vilhjálmur Árnason,
1993).
Víða í heimildum kom fram að viðhorf
og ýmsar hugmyndir, sem fagfólk gerði
sér um eldra fólk, hafði áhrif á þá
meðferð eða þjálfun sem þeim var látin í
té (Giardina-Roche & Black, 1990; Green,
1981; Hasselkus og Kiernat, 1989). Þetta
var stutt af rannsókn Barta-Kvitek og
fleiri (1986) en þau komust að því að þeir
sjúkraþjálfarar sem voru jákvæðir í garð
eldra fólks settu almennt háleitari
meðferðarmarkmið fyrir aldraða skjól-
stæðinga sína. Gera má ráð fyrir svip-
uðum niðurstöðum hvað iðjuþjálfa varð-
ar. Þó er rétt að taka fram að í hug-
myndafræði iðjuþjálfa er lögð mikil
áhersla á heildarsýn og frelsi einstakl-
ingsins, þátttöku hans í virkum athöfn-
um og rétti til aukinnar lífsfyllingar. Slík
hugmyndafræði ætti að stuðla að minni
fordómum og jákvæðara viðhorfi í garð
fatlaðs og aldraðs fólks. (Bruce and
Christiansen, 1988).
Bridge & Twible (1997) segja að rök-
leiðsla og ákvarðanataka iðjuþjálfa í starfi
stýrist bæði af faglegri þekkingu og
persónulegum gildum og viðhorfum sem
hafa þróast með einstaklingnum gegnum
tíðina. Stöðug sjálfskoðun er mikilvæg í
starfi og einn þáttur í því er að gera sér
grein fyrir eigin gildum og viðhorfum og
þeim áhrifum sem þau hafa á þekkingar-
myndun og fagmennsku í starfi. Iðju-
þjálfar sem fagstétt eiga sér sameigin-
legan tilgang, gildi, trú og viðhorf sem
erfast frá einni kynslóð iðjuþjálfa til
annarrar. Kallar það einnig á nauðsyn
þess að horfa gagnrýnum augum á
menningu stéttarinnar, gildi hennar og
viðhorf, þar sem þau eiga stóran þátt í að
móta samband iðjuþjálfa og skjólstæð-
ings (Bridge & Twible, 1997).
Virðing fyrir sjálfræði
Cicirelli (1992) segir að virðing sé borin
fyrir sjálfræði með því að hafa í heiðri að
aðrir eigi rétt á að ráða sér sjálfir. Vil-
hjálmur Árnason (1993) segir að sjálfræði
sé virt með því að halda ákveðinni fjar-
lægð og gefa einstaklingum rými til þess
að móta aðstæður sínar og tilgang eigin
lífs. Hann bendir á að sjálfræði geti farið
út í öfgar þegar gildismat skjólstæðings-
ins ræður öllu skilyrðislaust og hann fær
sjálfdæmi um að velja sér þjónustu. Hann
telur það álíka slæman kost og forræðis-
hyggjuna, sem kemur fram í því að
heilbrigðisstarfsmenn taka ákvarðanir
fyrir sjúklinga með það í huga hvað þeim
sé fyrir bestu. Fagmaður sýnir skjól-
stæðingi sínum mesta virðingu með
því að gagnrýna gildismat hans og
skoðanir ef honum sýnast þær stangast
á við velferð hans og hagsmuni.
Stungið er upp á samskiptum og sam-
ræðum sem einkennast af gagnkvæmu
trausti og virðingu þar sem skjólstæð-
ingur hefur valfrelsi, en hefur jafnframt
þær skyldur að sýna dómgreind og
ábyrgð (Vilhjálmur Árnason, 1993).
Cicirelli (1992) segir að algjört sjálfræði
sé ekki eini kosturinn því einstaklingar
geti verið sjálfráðir að hluta, þegar þeir
eru færir um að taka ákvarðanir þótt þeir
geti ekki framfylgt þeim sjálfir. Þetta
styður Collopy (1988) en hann greinir á
milli ákvarðanatöku og þess að fram-
kvæma það sem ákveðið var og leggur
áherslu á að það sé skylda heilbrigðis-
starfsmanna að gefa fólki svigrúm til að
taka ákvarðanir sjálft þó það geti ekki
framfylgt þeim án hjálpar. Collopy
(1988), Hofland (1995) og Ryden (1984)
leggja mikla áherslu á að öllum sé nauð-
synlegt að hafa stjórn á aðstæðum sínum
að einhverju leyti, þrátt fyrir fötlun eða
háan aldur. Taka þurfi tillit til þess að
þótt viðkomandi sé hvorki fær um að
klæða sig, hátta, né borða getur hann
verið fær um að taka ákvörðun um
hverju hann vill klæðast, hvenær hann
vill fara að sofa eða hvað hann langar til
að borða.
Forræði - Forræðishyggja
Vilhjálmur Ámason (1993) greinir á
milli þess sem hann kallar faglegt forræði
og forræðishyggju. Hann segir: „Stund-
ufn á faglegt forræði fullan rétt á sér, en
þegar það keyrir úr hófi fram og verður
óréttmæt skerðing á sjálfræði sjúklings
heitir það forræðishyggja" (bls. 98).
Cicirelli (1992) skilgreinir trú á forræðis-
hyggju sem þá grundvallartrú að það sé
.giðferðisleg skylda okkar að hafa afskipti
Einna mest andstaða var við svokallað dulið
forræði, þar sem kænskubrögðum er beitt til
þess að taka fram fyrir hendurnar á hinum
aldraða.
IÐJUÞJÁLFINN 2/2000 7