Iðjuþjálfinn - 01.12.2000, Page 9

Iðjuþjálfinn - 01.12.2000, Page 9
mæti og hugtakaréttmæti með því að bera gildin saman við niðurstöður frá öðrum matstækjum og listum. Niður- stöðurnar bentu til þess að listarnir hefðu viðmiðsbundið réttmæti við eitt þessara matstækja og betri útkoma fékkst hjá uppkomnu börnunum heldur en foreldr- unum. Niðurstöður fyrir hugtakarétt- mæti bentu í rétta átt (Cicirelli, 1989). Einnig var athugað hvaða áhrif aldur og menntun hefðu á virðingu fyrir sjálfræði og trú á forræði. Tilhneiging til forræðis- hyggju virtist fylgja hækkandi aldri, þeim mun eldri sem uppkomin börn voru því meiri trú höfðu þau á forræðis- hyggju. Aftur á mótu virtust þeir sem höfðu lengri skólagöngu að baki vera andvígari forræðishyggju (Cicirelli, 1989). í rannsókn minni var leitað svara við eftirfarandi spurningu: Hver eru viðhorf og afstaða iðjuþjálfa á íslandi til sjálfræðis og forræðis í umönn- un aldraðra? Efniviður - þátttakendur Könnunin var send til 83 iðjuþjálfa, sem voru á íslandi 1. janúar, 1998 og tengdust hvorki þessari né svipaðri rannsókn. Samkvæmt símaskrá Iðjuþjálfafélags Islands á þessum tíma voru 87 iðjuþjálfar á Islandi, þar af 85 konur og 2 karlar. Alls 76 svöruðu könnuninni sem er 91,6% svarhlutfall. Þessi háa svarprósenta gefur til kynna mikinn áhuga á þróun iðjuþjálfunar og stuðning við rannsóknir sem geta aukið þekkingargrundvöll iðjuþjálfunar á Islandi. Niðurstöður voru reiknaðar út frá 74 könnunum þar sem tvær kannanir reyndust ógildar. Aðferðir Spumingalistar Cicirellis (1989) voru notaðir til þess að lýsa viðhorfum iðju- þjálfa á íslandi til sjálfræðis og forræðis í umönnun aldraðra. Til þess að hægt væri að nota spumingalistana á Islandi var gengið úr skugga um það að hugtökin sjálfræði og forræði væru sambærileg á Islandi og í Bandaríkjunum með því að fá álit íslenskra sérfræðingar á mismunandi sviðum. Spurningalistarnir voru síðan þýddir úr ensku yfir á íslensku og aftur yfir á ensku. Enska þýðingin var borin saman við upprunalegu spurningalistana og íslensku þýðingunni breytt ef munur á túlkun kom í ljós. Einnig var þýðingin löguð að íslenskum aðstæðum eins og kostur var. Forkönnun var gerð með því að leggja þá fyrir 6 einstaklinga og þá kom í ljós að breyta þurfti orðalagi Likert-kvarðans og laga hann að því sem íslendingar eiga að venjast, svo auðveld- ara væri að velja það sem best sagði til um viðhorf viðkomandi. Hvor spurningalisti inniheldur 30 full- yrðingar sem fjalla um samskipti og ákvarðanatöku aldraðs foreldris og upp- komins barns í aðstæðum sem snerta fjár- mál, heilsufar og daglegt líf. Svarað er með því að merkja við á Likert-kvarða frá einum til fimm eftir því hversu ósam- mála eða sammála svarendur eru fullyrð- ingunum. Islenska útgáfa spurninga- listanna inniheldur eftirfarandi kvarða: l=mjög ósammála, 2=frekar ósammála, 3=hlutlaus, 4=frekar sammála og 5=mjög sammála. Annar spurningalistinn fjallar um virð- ingu fyrir sjálfræði og þar eru könnuð viðhorf til fimm undirflokka sjálfræðis. Tveir þessara flokka, algjört sjálfræði og samráðs-sjálfræði, falla undir óskipt sjálf- ræði og hinir þrír, sameiginlegt sjálfræði, framselt sjálfræði og staðgengils-sjálfræði undir skipt sjálfræði (sjá skilgreiningar). Því hærri stig sem gefin eru þeim mun meiri virðing er borin fyrir sjálfræði. Hinn spurningalistinn kannar viðhorf til Niðurstöður benda til þess að iðjuþjálfar á íslandi séu frekar andvígir forræðishyggju í tengslum við umönnun aldraðra. forræðis og skiptist í sex undirflokka: sterkt forræði, dulið forræði, velvildar- forræði, forvarnar-forræði, veikt forræði og fjarvistar-forræði (sjá skilgreiningar). Hærri stig gefa til kynna meiri stuðning við forræði. Einnig var spurt um lýðein- kenni þátttakenda svo sem aldur, hjú- skaparstöðu, menntun, starf, starfs- reynslu o.fl. Gert var ráð fyrir að þátttak- endur svöruðu eftir bestu sannfæringu og svör þeirra endurspegli afstöðu þeirra til sjálfræðis og forræðis í tengslum við umönnun aldraðra. Gætt var nafnleyndar og niðurstöður að- eins birtar fyrir allan hópinn. Á íslandi gaf tölvunefnd samþykki sitt fyrir að könnunin væri gerð að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og einnig var feng- ið samþykki rannsóknarnefndar Florida International University. Fylgibréf var sent með könnuninni þar sem markmið og mikilvægi rannsóknarinnar var út- skýrt fyrir þátttakendum. Tölfræðiforritið SPSS var notað til út- reikninga á niðurstöðum. Prósentutölur lýsa lýðeinkennum þátttakenda. Meðal- töl og staðalfrávik lýsa viðhorfum þátt- takenda til sjálfræðis og forræðis. T-próf og dreifigreining (ANOVA) gefa til kynna hvort marktækur munur er á við- horfum ákveðinna hópa. Niðurstöður úr samanburði milli hópa voru marktækar þegar p-gildi var jafnt og eða minna en 0,05. Kí-kvaðratspróf voru notuð til að reikna út hvort tengsl ákveðinna breyta væru marktæk. Niðurstöður Lýðeinkenni þátttakenda Meðalaldur þeirra iðjuþjálfa sem svör- uðu var 37,7 ár (SF=5,93). Alls 42 (56,8%) höfðu hlotið menntun sína í Danmörku, 14 (18,9%) í Svíþjóð, 7 (9,5%) í Noregi, 5 (6,8%) annars staðar í Evrópu og 6 (8,2%) í Bandaríkjunum eða Kanada. Sextíu og fjórir (87,7%) voru með starfsréttindapróf á háskólastigi (Diploma), 9 (12,3%) með BS-gráðu í iðjuþjálfun og 4 (5%) með meistaragráðu. Starfsreynsla var að með- altali 10,4 ár (SF=6,38) og spannaði allt frá 2 vikum upp í 31 ár. Stór hluti iðjuþjálfanna starfaði á endurhæfingar- stöðvum eða 20 (27%) og 19 (25,7%) á sjúkrahúsum, 8 (10,8%) störfuðu á veg- um sveitarfélaga, 7 (9,5%) störfuðu við mat eða þjálfun utan sjúkrahúss, 5 (6,8%) störfuðu á hjálpartækjamiðstöðv- um, 2 (2,7%) voru með eigin rekstur og 13 (17,6%) störfuðu við annað s.s. há- skóla, heilsugæslu og hjúkrunarheimili. Þrjátíu og fimm (47,3%) voru í fullu starfi, 31 (41,9%) í hlutastarfi, 6 (8,1%) voru í námi og hlutastarfi og 3 (4%) voru í öðru. Þrjátíu og fjórir (45,9 %) töldu sig hafa mesta reynslu í þjálfun fullorðinna, 25 (33,8%) töldu sig hafa mesta reynslu í þjálfun aldraðra, 16 (22,9%) höfðu mesta reynslu í þjálfun barna og unglinga. Starfsreynsla iðjuþjálfanna af þjónustu við þessa þrjá hópa var mjög áþekk, að meðaltali rúmlega átta ár. Mjög margir eða 53 (72,6%) sögðust hafa einhverja endurmenntun er tengdist öldrun, þar af höfðu flestir eða 36 (49,3%) hlýtt á einstaka fyrirlestra, 27 (37%) IÐJUÞJÁLFINN 2/2000 9

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.