Iðjuþjálfinn - 01.12.2000, Side 22
Gróska í
fræðslustarfi IÞI
I sumar sem leið voru haldin tvö stór
námskeið á vegum fræðslunefndar
Iðjuþjálfafélags íslands. Iðjuþjálfar
létu sig ekki vanta þrátt fyrir að sól
væri hátt á lofti og sumarleyfistím-
inn í algleymingi.
Gróska í fræðslustarfi IÞÍ
í sumar sem leið voru haldin tvö stór nám-
skeið á vegum fræðslunefndar Iðjuþjálfa-
félags íslands. Iðjuþjálfar létu sig ekki vanta
þrátt fyrir að sól væri hátt á lofti og sumar-
leyfistíminn í algleymingi.
Matstæki fyrir iðjuþjálfa
Námskeið um matstæki fyrir iðjuþjálfa var
haldið dagana 29. og 30. júní. Fyrirlesari var
Dr. Wendy Coster en hún er yfirmaður
náms í iðjuþjálfun við Háskólann í Boston.
Coster er einn af höfundum þeirra mats-
tækja sem kynnt voru á námskeiðinu. Nám-
skeiðið var haldið í samvinnu við Endur-
menntunarstofnun Háskóla íslands og um-
sjónarmaður var Berglind Asgeirsdóttir fyrir
hönd fræðslunefndar IÞI. Þátttaka var góð
en alls sóttu 30 iðjuþjálfar og iðjuþjálfa-
nemar námskeiðið.
Iðjumiðað mat hjá börnum
Á námskeiðinu fjallaði Coster um þá hug-
myndafræði og nálgun sem liggur að baki iðju-
miðuðu mati hjá bömum. Nú eru að ryðja sér
til rúms matstæki sem hafa það að markmiði
að meta færni við iðju í ýmsum aðstæðum. Það
sem gerir þessi matstæki frábrugðin hefð-
bundnum þroskaprófum er að tilgangur þeirra
er að meta fæmi í daglegu umhverfi. Þeir sem
vinna með börnum með sérþarfir þekkja vel
hvernig bilið breikkar milli þeirra og barna
sem ekki eru með frávik í þroska, eftir því sem
barnið eldist. Við vitum að börn með fötlun
víkja frá „meðalbarninu" í þroska og þekkjum
þroskamynstur ýmissa hópa bama með sér-
þarfir vel, en þurfum matstæki sem gefa okkur
upplýsingar um hvemig færni einstakra barna
breytist með tímanum. Þannig er unnt að
varpa skýrara ljósi á hvað það er sem hindrar
barnið og veita markvissari ílilutun. Coster
kynnti tvö matstæki á námskeiðinu og nánar er
fjallað um þau hér á eftir.
PEDI færniprófið
„Pediatric Evaluation of Disability Inventory"
(PEDI) er staðlað matstæki sem nýtist við að
meta fæmi barna við daglegar athafnir. Megin
tilgangurinn er að finna frávik og mæla breyt-
ingu á færni fatlaðra bama við iðju. PEDI er
hannað með ung börn með hreyfihömlun í
huga eða á aldrinum 6 mánaða til 7;5 ára, en
einnig er hægt að nýta það með eldri börnum
ef fyrirséð er að geta þeirra er undir getu 7;5
ára ófatlaðra barna. Ennfremur hefur það sýnt
sig að matstækið nýtist vel við að meta fæmi
hjá fleiri hópum bama með þroskafrávik.
Metin er færni barnsins annars vegar og sú
aðstoð sem það fær hins vegar. Eirrnig er þörf
fyrir sérbúnað og hjálpartæki athuguð. Prófið
er byggt upp sem spurningalisti og tekur til
þriggja megin sviða: Eigin umsjár, að fara um
og flytja sig, og til félagsfærni. Höfundar PEDI
koma úr ýmsum fræðigreinum þ.e. sjúkra-
þjálfun, iðjuþjálfun, sálfræði og tölvunarfræði.
Matsækið kom út árið 1992 og er gefið út af
PEDI Research Group, New England Medical
Center Hospital í Boston. Um nokkurra ára
skeið hafa verið notuð drög að íslenskri þýð-
ingu á þeim vinnustöðum iðjuþjálfa sem starfa
með börnum. Þess má geta að unnið er að
íslenskri þýðingu og staðfæringu á spuminga-
lista og hluta handbókar og er það samstarfs-
verkefni faghópa innan iðju- og sjúkraþjálf-
unar.
SFA skólafæmisathugun
„School Function Assessment" (SFA) er mark-
bundið próf sem ætlað er að meta skólafæmi
bama. Matstækið nýtist við mat á þátttöku og
fæmi 6-12 ára grunnskólanemenda með sér-
þarfir. Það saman stendur af spurningalistum
sem fylltir eru út af einum eða fleiri fag-
mönnum er vel þekkja til frammistöðu nem-