Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1960, Page 13

Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1960, Page 13
Manntalið 1703 11 karlar væru fleiri en konur, enda er svo venjulega í yngstu aldursflokkunum, en með aldrinum komast þær í meiri hluta, vegna þess að manndauði er meiri meðal karla en kvenna, og þessum meiri hluta ná þær því fyrr, sem manndauðinn er skæðari meðal karla en kvenna. Jafnvel við manntalið 1950, þar sem karlar voru alls ofurlítið fleiri en konur, voru konurnar samt fieiri í aldursflokkunum yíir fimm- tugt. En 1703 var kvenfólkið í meiri hluta á öllum aldri, jafnvel þegar á fyrstu aldursárunum. Nú er venjulega ekki mikill munur á manndauða sveina og meyja innan 15 ára aldurs, nema á 1. ári er manndauði sveina meiri, einkum fyrst eftir fæðinguna. Að kvenkynið er komið í meiri hluta þegar á ungbarnsaldri virðist því benda til mjög mikils harnadauða skömmu eftir fæðinguna, sem orsaki, að umframtala sveinbarna hverfi strax, í stað þess að endast langt fram eftir aldri. Eftirfarandi yfirlit sýnir hlutfalhð milli tölu karla og kvenna á ýmsum aldri 1703: Tala kvenna móts við 1000 karla number of women per 1000 males. 0— 4 ára years 1 042 40—49 ára 1 282 5—9 1 048 50—59 „ 1 365 10—19 „ 1 102 60—69 „ 1 732 20—29 1 115 70—79 „ 1 983 30—39 „ 1 224 80 ára og eldri 2 118 Aðeins í 4 árgöngum er karlkynið í ofurlitlum meiri hluta. Eru það árgang- arnir innan 1 árs, 3 ára, 6 ára og 7 ára. 2. Aldur. Age. Um aldur manna eru allnákvæmar upplýsingar í manntalinu. Eru það ekki nema 7 af þúsundi, sem aldur er ekki tilgreindur á. Að þeim undanskildum má skipta öllum mannfjöldanum á landinu eftir einstökum aldursárum, og hefur svo verið gert í töflu II (bls. 42). Búast má samt við, að nokkru geti skcikað um aldurs- árið vegna misminnis eða misskriftar, enda á sér 6líkt stað við öll manntöl. Það er því ekki mikið mark takandi á því, þótt einn maður (Árni Gíslason niðursetn- ingur í Holtamannahreppi) hafi verið talinn 110 ára gamall, þar sem enginn annar maður á landinu hefur verið talinn yfir 100 ára. Auk þess hefur það komið í ljós, að áratugsárin (30, 40 o. s. frv. upp að 80) eru með miklu hærri tölu heldur en árin beggja megin við þau, og er auðsætt, að það mun að miklu leyti stafa af því, að menn liafa mjög oft látið sér nægja að tilgreina aldurinn 40, 50 ár o. s. frv., ef þeir voru um fertugt, fimmtugt o. s. frv. Annars veldur þetta aðcius fárra ára skekkju, sem liverfur alveg, ef fleiri ár eru tekin saman í flokk, þannig að tugárið verði með næstu árunum bæði á undan og eftir, t. d. 35—44 ára o. s. frv. í töflu III (bls. 44) hefur körlum og konum í hverri sýslu á landinu og á land- inu í heild verið skipt í 5 ára aldursflokka. En 3. yfirlit sýnir, hvernig mannfjöld- inn á öllu landinu, og karlar og konur hvort fyrir sig, skiptust lilutfallslega á þessa aldursflokka, og enn fremur, hvernig skiptingin var á nokkra stærri aldursflokka. Til samanburðar er sett hlutfallsleg aldursskipting mannfjöldans samkvæmt mann- tahnu 1950. Samdráttaryfirlitið sýnir, að 1703 var tiltölulega færra en nú af börnum og gamalmennum, en fleira af unglingum og fólki á vinnualdri. Annars er líklegt, að þessi aldursflokkun henti betur nútímanum en þeim aðstæðum, sem hér voru ríkj- andi fyrir 2% öld. Fólk mun þá yfirleitt hafa verið tekið til vinnu undir eins og kraftar leyfðu, og mun því mega reikna unghngsárin (15—19 ára) algerlega með vinnualdrinum. Hins vegar má gera ráð fyrir, að vinnuþrek manna hafi ekki enzt

x

Hagskýrslur um manntöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um manntöl
https://timarit.is/publication/1171

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.