Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1960, Side 15

Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1960, Side 15
Manntalið 1703 13 inn 10—14 ára hefur þó verið tiltölulega töluvert stærri en tilsvarandi aldurs- flokkur 1950, en sá var líka fæddur á árunum 1936—40, þegar fæðingartíðnin var lægst á þessari öld. 5—9 ára aldursflokkurinn er hins vegar töluvert fámennari 1703 heldur en hann ætti að vera nú, en langmestur er munurinn á yngsta aldurs- flokknum (innan 5 ára). Sá aldursflokkur var 1703 ekki nema tæplega 3/6 af því, sem hann ætti að vera eftir nútíðar hlutföllum. Þegar nánar er að gætt, sést, að það eru fyrst og fremst börn á 1. ári, sem eru tiltakanlega fá, svo fá, að þau eru ekki nærri þriðjungur af því, sem vera ætti eftir lilutföllunum nú. Allir árgangar upp að 7 ára aldri eru tiltölulega fámennari en nú, 5 ára flokkurinn næstum helm- ingi fámennari. Á hinum árgöngunum er minni munur, en þó á öllum mikill. Eink- um virðist barnatalan á 1. ári vera tortryggilega lág, þar sem hún er ekki nema rúmlega helmingur af tölu barna á öðru ári og tæpur helmingur af tölu barna á 3. ári. Það virðist þá liggja nærri að ætla, að börn innan 1 árs séu að einshverju leyti vantalin. Engin sennileg ástæða virðist þó geta verið til þess, að ungbörn- um hafi viljandi verið sleppt úr framtali. Þvert á móti mætti búast við, að öllum hafi verið umhugað um, að framfærslubyrði þeirra sýndist ekki minni en hún var raunverulega. En hugsanlegt er, að alþýðleg aldursorðtæki kunni að hafa valdið nokkrum ruglingi við aldursákvörðun ungbarna. Það tíðkaðist hér nokkuð áður fyrr, að aldur manna, einkum barna og unglinga, væri talinn í vetrum í stað ára. Kemur það fyrir á nokkrum stöðum í manntalinu 1703, og við úrvinnsluna hefur vetur þá verið tahnn sem ár. Getur slíkt stundum valdið því, að aldurinn verði oftalinn um eitt ár. í manntalinu er þó ekki mikið um, að aldur sé talinn í vetrum, og ekki eru nema 3 börn í því talin veturgömul (í Dyrhóla-, Gaulverjabæjar- og Sandvíkurhreppum), og munu þau við úrvinnsluna liafa verið talin innan 1 árs. En vel má vera, að börn, sem sögð hafa verið veturgömul af aðstandendum sínum, liafi sums staðar verið skrifuð í manntalið 1 árs gömul og gæti það valdið nokk- urri skekkju. En í inngangi framan við manntalið í Þingeyjarsýslu hefur sýslu- maðurinn kveðið svo að orði: „En þann kalla ég ársgamlan, sem hefur jólanótt hina fyrstu“. Manntalið í Þingeyjarsýslu fór fram í marz og apríl, og samkvæmt þessari reglu hafa því öll börn á 1. ári eldri en 4 mánaða verið talin þar ársgömul. Ef sömu reglu hefur verið fylgt víðar, er ekki að furða, þótt barnatalan á 1. ári í manntalinu verði rýrari en við mætti búast. í Ytrihrepp í Árnessýslu eru aðeins talin 4 börn á 1. ári, en 13 á öðru ári. Við eitt hinna fyrr nefndu stendur „í reyfum“, en við hin þrjú „hefur enga jólanótt“. Virðist því svo sem þar hafi verið fylgt sömu reglu sem í Þingeyjarsýslu og svo getur víðar verið, þótt þess sjáist ekki svo greinileg merki. í viðauka við töflu II er skýrsla um börn á 1. og 2. ári í hverri sýslu á landinu, og hinum fyrr nefndu aftur skipt nánar eftir aldri. Við manntölin 1920 og 1930 var atliugað, hvernig börn á 1. ári skiptust eftir aldursmánuðum. Eftirfarandi yfir- lit sýnir hlutfallslega aldursskiptingu barna á 1. ári 1703 með samanburði við 1920 og 1930: 1703 1920 1930 % % % Innan mánaðar month 19,2 7,9 9,2 1— 2 mánaða 24,2 18,2 18,9 3—5 „ 19,6 28,0 26,2 6—8 „ 17,8 23,7 24,8 9 11 2,3 22,2 20,7 Ótilgreint not specified 16,9 0,2 100,0 100,0 100,0

x

Hagskýrslur um manntöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um manntöl
https://timarit.is/publication/1171

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.