Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1960, Qupperneq 28
26
Manntalið 1703
sízt hafa verið sleppt, þar sem yfirleitt hefur verið hirt um að skýra frá heilsufari,
en það er þó ekkert öryggi fyrir, að þeim kunni ekki að hafa verið sleppt annars
staðar.
3. Aðrar lýsingar.
Other characteristics.
Það telst svo til, að í manntalinu séu tilgreindir 24 útlendingar, 14 karlar og
10 konur. Mun þó aðallega hafa verið farið eftir nöfnunum, án þess að manntalið
hafi tilgreint þjóðernið. Hins vegar eru víða settar aftan við nöfn manna lýsingar
á ástandi þeirra, svo sem einkum „fátækur“ eða „ölmusumaður“, en oft líka „lítt
vistfær“ eða miður fagrar lýsingar á innræti þeirra, svo sem „illa kynntur“, „latur“,
,,þjófur“ o. fl. En mjög er mismikið um slíka einkunnagjöf í sýslunum og í sumum
vantar hana alveg.
Viðauki
Appendix.
Bréf Arna Magnússonar og Páls Vídalíns til sýslumanna
um töku manntals.
Circular from Árni Magnússon and Páll Vídalín to tlie sheriffs
concerning the taking of tlie census.
(Arne Magnusson: Embedsskrivelser, bls. 50—52)
Kongl. Majestatis Sýslumann í ............sýslu.
Monsieur!
Á meðal annarra erenda, sem Konungleg Majestat okkur allra náðugast befalað
hefur hér í landi að útrétta, er að láta samantaka eitt fullkomið registur yfir allt
fólkið í landinu, ungt og gamalt, manns- og kvennpersónur. Því tilsegist yður hér
með uppá liæðstnefndrar konunglegrar Majestatis vegna nefnt fólkregistur í yðar
Sýslu skírlega og fullkomlega saman að taka, svo engum þarinni gleymt verði,
Eiga í því registri að uppteiknast, bæ frá bæ, bóndi og húsfreyja, börn og annað
heimibsfólk, með sérhvers nafni, föðurnafni og aldri, item hjáleigu-, húss- og búðar-
menn, þar þeir eru, með þeirra konum, börnum og heimilisfólki, sérhver með nafni,
föðurnafni og aldri, og hjá hverri einni manns- og kvennpersónu skilmerkilega að
specificerast, hvað sá eða sú fyrir sig leggur, lxvort heldur er búskapur, húsmennska,
lausamennska, vinnumennska eða annar ærlegur lífernisháttur. Þeir sem úr fram-
andi Sýslum til útróðra eða annarrar þvílíkrar stundarveru í yðar Sýslu vera kunna,
þurfa ei upp að teiknast; en þeir, sem annaðhvort til nefndra útróðra eður ann-
arrar þvílíkrar burtveru úr sínum átthaga reistir eru, skulu þó þar uppskrifast, er
þeir heima eiga. Svo skulu og í nefnt registur með nöfnum og aldri innfærast allir
þeir ómagar, sem á sveitunum í yðar Sýslu eru á næstkomandi langaföstu, hvert
heldur þeir niðursettir eru eða um sveitirnar flytjast. í þessa fólkregisturs saman-
tekju kunna hreppstjórar í sérhverri sveit yður til handa að ganga, hverjum hér
með alvarlega og undir straff befalast sig í öllu því greiða og kostgæfna að auðsýna,
sem þér til fyrrnefnds registurs fullkomnunar þeim tilsegjandi verðið. En yður til-
segist fyrir öllu þessu svo að sjá, að oftnefnt registur skírlega og riktuglega saman