Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1960, Page 22
20
Manntalið 1703
Meðalmannfjöldi á fjölskylduheimili (frh.)
1950
1703 Sveitir Allt landið
Böm innan 15 ára1) 1,39 1,59 1,44
Börn 15 ára og cldri1) 0,78 0,85 0,62
Foreldrar og tcngdaforeldrar parcnts 0,11 0,23 0,15
Systkin brothcrs and sisters 0,15 0,19 0,11
Aðrir œttingjar other relatives 0,15 0,05 0,03
Fjölskyldan sjálf 4,32 4,74 4,19
Vinnufólk og lausafólk2) 1,25 0,38 0,20
Samtals 5,57 5,12 4,39
Sveitarómagar 0,89 - -
Flakkarar 0,05
Alls 6,51 5,12 4,39
Á hverju fjölskylduheimili er einn húsráðandi. Undantekning þar frá voru
14 heimili 1703, aukaheimili eða útbú frá öðrum heimilum, þar sem aðcins var
vinnufólk, en enginn húsráðandi. Á nokkrum lieimilum eru konur liúsráðendur, og
var heldur meira um það 1703 heldur en nú (meðaltal á heimili 0,11 árið 1703,
en 0,08 1950). Á liér um bil 3/4 heimilanna hœði þá og nú voru giftar konur hús-
mæður. Vantar þá mikið á, að tala giftra liúsmæðra nái tölu húsbænda. Mis-
munurinu stafar af því, að sumir húsbændur hafa bústýrur eða húa með börn-
um sínum. 1950 voru þær bústýrur kallaðar húsmæður, sem sýnilegt var, að voru
barnsmæður húsráðenda.
Á lieimilunum hefur verið töluvert færra um börn innan 15 ára 1703 heldur
en í sveitum nú (1,39:1,59), og líka minna um eldri börn lieima (0,78:0,85). Enn
fremur hefur verið minna um aðra ættingja á heimilunum þá lieldur en nú (0,41:
0,47). Sjálf fjölskyldan (húsráðandi með skvlduliði sínu) liefur þannig verið nokkru
fámennari 1703 heldur en nú í sveitunum (4,3:4,7), en svipuð og þó lieldur fjöl-
mennari lieldur en á öllu landinu nú (4,2 manns). Hins vegar hefur vinnufólk (að
meðtöldum ráðskonum og ráðsmönnum, svo og lausafólki) verið tiltölulega miklu
fjölmennara þá lieldur en nú. Af því komu þá 125 á hvert 100 heimila, en aðeins
38 í sveitunum 1950, og ekki nema 20 á öllu landinu. Við þetta snúast hlutföllin
við, svo að fjölskyldan ásamt vinnufólkinu verður töluvert fjölmennari 1703 lieldur
en í sveitunum 1950 (5,6:5,1). Eru þó enn eftir niðursetningar og flækingar, sem
víðast hvar liafa verið taldir í eiuu lagi í hverjum hreppi, en ekki skipt niður á
einstök heimili, og að þeim meðtöldum kemst meðalmannfjöldinn á heimili 1703
upp í 6,5 á móts við 5,1 í sveitum 1950 og 4,4 á öllu landinu. Til niðursetninga
og flækinga svarar ekkert 1950. Ef einhverjir niðursetningar liafa verið á heimil-
um þá, munu þeir vera taldir með mötunautum.
í töflu V (bls. 48) er hverri tegund heimilismanna skipt eftir kynferði, aldri
(í 5 ára aldursflokka) og lijúskaparstétt.
Tafla I (bls. 34) sýnir tölu lieimila í hverjum hreppi og sýslu á landinu og hvernig
þau skiptust eftir tegundum, í bændabýli, hjáleigur, tómthús og húsmennsku. Tafla
VI (bls. 51) sýnir líka tölu heimila eftir tegund býla, en þar er þeim skipt eftir því,
hvort karl eða kona veitir þeim forstöðu, svo og eftir tölu heimihsmanna. Á eftir-
farandi yfirliti sést, livernig lieimilin skiptust að þessu leyti:
1) Að raeótöldum fósturbömum including fostcr-childrcn 2) 1950: Hjú og aðrir mötunautar servants and boarders