Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1960, Page 8
6
Manntalið 1703
Magnússon landfógeti dvaldi í Kaupmannaliöfn og skrifaði í 6. bindi af jarðabók
sinni upp úr manntalinu 1703 mannfjöldann á hverjum bæ, ásamt tölu fjölskyldna
og sveitarómaga í hverjum breppi, og gerði yfirlit fyrir allt landið um tölu fjöl-
skyldna og mannfjöldann alls og hve margir þar af voru yfir sjötugt, og loks skipti
liann mannfjöldanum á landbúnað og fiskveiðar. Jarðabók lians er aðeins til í
handriti, en yfirlitsskýrsla lians um mannfjöldann 1703 eftir sýslum var birt í
„Oeconomisk Reise igiennem Island“ eftir Olaus Olavius, er kom út 1780, og hefur
hún síðar verið prentuð víðar, svo sem í Skýrslum um landshagi á íslandi II. b.,
1859, hls. 60 ásamt kvikfjártali nefndarmanna, og á bls. 64—65, þar sem er líka
skiptingin á landbúnað og fiskveiðar með samanburði við tölu málnytukúgilda, og
í Landshagsskýrslum 1903, bls. 70—80, þar sem líka er tilgreindur mannfjöldi,
hcimilatala og tala sveitarómaga í liverjum lireppi. Sjálfar manntalsskýrslurnar frá
1703 fluttust aftur heim til íslands árið 1921 og hafa þær verið birtar í lieilu lagi
sem sérstakt rit, er nefnist Manntal á íslandi árið 1703. Var það prentað á árunum
1924—47, og annaðist Hagstofa íslands um útgáfu þess. í formála fyrir því riti
er skýrt rækilega frá tildrögum og undirbúningi manntalsins svo og frá afdrifum
þess síðar, og vísast til þess um það efni.
Þegar manntalið var prentað, var gerð sérstök skrá um alla þá, sem fundizt
liöfðu á fleirum en einum stað í manntalinu, og var hún prentuð aftan við mann-
talið. Eru þar taldir alls tæplega 500 manns. Þar af voru taldir:
á 2 stöðum............ 438
„3 „ 52
„4 .............. 6
„8 „ ............. 1
Samtals 497
Nærri þriðjungur þessa fólks eru sveitarómagar í tveimur hreppum á landinu,
sem taldir voru bæði á bæjunum þar sem þeir dvöldust, og auk þess á sérstakri
skrá aftan við lireppinn. Hitt var flest sveitarómagar, sem höfðu framfæri í fleiri
en einum hreppi, svo sem þá tíðkaðist mjög. Þá átti að telja aðeins á einum stað
þar, sem þeir voru á langaföstunni, en þeir voru oft líka taldir þar, sem þeir áttu
að vera aðra tíma ársins, því að hreppstjórarnir hafa ógjarna viljað láta sveitar-
þyngslin sýnast minni en þau voru raunverulega. Einnig voru nokkrir skólapiltar
(24) taldir bæði í Skálliolti og heima lijá foreldrum sínum. Við úrvinnslu mann-
talsins liefur þess verið gætt, að þetta fólk sé aðeins talið á einum stað. Hafa þannig
567 verið felldir niður vegna endurtekninga, sem vart hefur orðið við. Skráin um
utansveitarliúsgangsmenn, sem taldir voru þar sem þeir gistu páskanóttina, var
sérstakur viðauki við manntalið, því að þessir menn hefðu líka átt að vera taldir í
sjálfu manntalinu þar, sem þeir áttu framfærslusveit á langaföstunni, en það mun
oftast ekki liafa verið gert, því að samband þessa fólks við framfærslusveitina liefur
verið orðið svo laust, að húu hefur verið hætt að telja þá með ómögum sínum.
Þessir flakkarar voru rúmlega 460 alls, en aðeins 70 af þeim fundust einnig taldir
í sjálfu manntalinu. Við úrvinnslu manntalsins hefur því þeim flökkurum, sem
ekki fundust í sjálfu manntahnu, verið bætt við, og þeir taldir þar, sem þeir voru
um páskanóttina.
Þar sem manntalið fór ekki fram samtímis alls staðar á landinu, þá hefði mátt
búast við tvítalningu vegna flutninga, ef manntali var lokið á þeim stað, er flutzt
var frá, en ólokið á þeim stað, er flutzt var til. Þessa verður þó ekki vart í fyrr