Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1960, Page 7
Yfirlit
Summary
A. Inngangsorð.
Introductory remarks.
Fyrsta manntal á íslandi var tekið árið 1703. Var það gert að tilhlutun Árna
Magnússonar prófessors og Páls Vídalíns varalögmanns, sem skipaðir höfðu verið
1702 í nefnd til þess að rannsaka greinilega hagi landsins og gera tillögur til um-
bóta. Meðal þeirra starfa, sem þeim var falið að framkvæma, var að taka almennt
manntal, og var því lokið fyrir alþing 1703. Manntal þetta tilgreindi alla lands-
menn með nafni og aldri og stöðu þeirra á heimilinu, og átti því fáa sína líka, fyrr
en kemur fram á 19. öld, er það fer að tíðkast að taka manntöl með nöfnum allra
íbúanna. Þó er það ekki hið fyrsta manntal slíkrar tegundar, því að svipað mann-
tal var tekið í nýlendunni Nýja Frakklandi í Kanada árið 1666 og endurtekið oft-
sinnis eftir það, en nýlenda þessi var þá ekki mannfleiri en væn sýsla á íslandi.
Aftur á móti er ekki kunnugt um, að til sé í Evrópu neitt svipað almennt lands-
manntal, er sé eldra en íslenzka manntalið 1703. Árið 1695 var þó tekið manntal
um allt England og Wales, sem virðist hafa átt að ná til allra landsmanna, en
megnið af þeim skýrslum mun nú glatað. 1 Noregi voru líka tekin manntöl bæði
1664—66 og 1701, en þau náðu aðeins til sveitanna utan kaupstaða, og slepptu
öllu kvenfólki, nema ekkjum, sem stóðu fyrir búi, og mikið af manntalslistunum
er nú glatað. íslenzka manntalið 1703 nær aftur á móti til allra landsmanna og
hefirr geymzt svo vel, að ekki vantar einn einasta hrepp.
Manntalið 1703 var ekki tekið á einum degi um land allt, eins og nú tíðkast
um manntöl, heldur var það tekið á ýmsum tímum, allt frá því í desember 1702
og fram í júní 1703, en á flestum stöðum fór það fram í marz eða apríl. Það sýnist
eiga við ástandið á þeim tíma, er það var tekið á hverjum stað, en ekki verið miðað
við ákveðinn dag. Þó er skýrslan um utansveitarhúsgangsmenn, sem fylgdi með
aukalega, alls staðar miðuð við páskanóttina 1703, og sums staðar er það tekið
fram, að ómagaregistrið eigi við langaföstuna, eins og fyrir var mælt í bréfi nefndar-
manna til sýslumanna1). 1 hreppunum önnuðust hreppstjórarnir um framkvæmd
manntalsins. Yoru þá venjulega 5 hreppstjórar í hverjum hreppi, en hrepparnir
rúmlega 160. Ekki er vitað, hvaða aðferð hefur verið notuð við töku manntalsins,
og líklega hefur hún ekki verið liin sama alls staðar. Sums staðar virðist svo sem
hreppstjórarnir hafi farið um hreppinn og skrifað fólkið á hverjum bæ, en annars
staðar mimu þeir hafa stefnt bændum til sín til þess að afla þeirra upplýsinga,
sem óskað var eftir.
Manntalinu af öllu landinu hefur verið skilað til nefndarmanna á alþingi sum-
arið 1703, og hefur það síðan verið sent til stjórnarinnar í Kaupmannahöfn. En
þar virðist það hafa legið óhreyft í 75 ár eða þar til veturinn 1777—78, er Skúli
1) Er bréf þetta prentað hér á eftir sera viðauki á bls. 26.