Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1960, Page 24
22
Manntalið 1703
8. yfirlit. Skipting fjölskylduheimila eftir stærð.
Family households by size classes.
1703 1950
Sveitir Allt landið
Tala rural areas Iceland
Heimilisstœrd size classes number % % %
2 menn pcrsons 618 8,1 9,9 15,3
3 „ 1 093 14,3 16,1 21,8
4 1 324 17,4 18 6 21,8
5 „ 1 276 16,8 16,8 16,8
6 „ 1 077 14,1 14,7 11,1
7 795 10,4 9,6 6,4
8 540 7,1 6,5 3,4
9 358 4,7 3,9 1,8
10—14 469 6,2 3,8 1,6
15 19 „ 49 0,6 0,1 0,0
20 o. fl. and over 23 0,3 -
Samtals 7 622 100,0 100,0 100,0
en 1703 voru 30 heimili (fyrir utan Skálholt og Hóla) fjölmennari, þótt sveitar-
ómagar væru ekki meðtaldir. 6 lieimili voru þá með 25—29 manns og eitt, hið
stærsta, með 39 manns. Var það lieimili Lauritz Gottrups lögmanns á Þingeyrum.
í töflu VII (bls. 52) hefur mannfjöldanum verið skipt eftir stærð heimila.
Þar með eru ekki taldir sveitarómagar og nokkur hluti lausafólksins, sem eins og
áður segir hefur ekki verið skipt niður á heimilin í manntalinu. Mannfjöldinn, sem
talinn er í töflunni, er greindur eftir heimilisstöðu hvers manns, og börn og ætt-
ingjar og annað vandafólk auk þess eftir aldri. Taflan sýnir, hvernig þessi mann-
fjöldi skiptist eftir stærð heimila, hvort heldur með forstöðu karla eða kvenna,
og enn fremur eftir tegund heimila (bændabýli, hjáleigur, tómthús og húsmennska).
F. Þurfamenn.
Paupers.
Um sveitarómaga má fá ýmsar upplýsingar í manntalinu 1703. Þegar búið er
að strika út tvítalninga, verður talan á niðursetningum og þurfalingum, sem flytj-
ast um hreppinn, 6 789 á öllu landinu eða 13,5% af öllum mannfjöldanum. Þar
með eru þó ekki upptaldir alhr þeir, sem þiggja af sveit. í manntalinu er þess
víða getið, að fjölskyldum, sem eru við búskap, sé lagt af sveitinni. Tala þessa
fólks er 617, og er það lágmark, því að ekki er víst, að slíks sé getið alls staðar,
þó að það sé líklegra. En sjálfsagt má þar við bæta flökkurunum, 394, því að þeir
munu hafa átt tilkall til sveitarframfæris einhvers staðar, enda þótt þeir kysu
heldur að hafa ofan af fyrir sér með flakki heldur en vera niðursettir á sinni sveit.
Að þeim viðbættum verður tala þurfalinga alls 7 800 manns, og er það 15,5% af
öllum landsbúum. Það vantar því ekki mikið á, að það sé sjötti hluti af öllu fólk-
inu á landinu. Það samsvarar því, að rúml. 22 þúsund manns hefði verið á sveit
hér á landi 1950. Árið 1920—21 fór fram talning á öllum sveitarstyrksþegum á
landinu, og reyndist þá tala þeirra ásamt skylduliði um 4 500 manns eða 4,8%
af mannfjöldanum á landinu þá. Síðan mun tala sveitarstyrksþega hafa lækkað
mikið, enda lýðtryggingar komið £ staðinn.