Hagskýrslur - Hagtöluárbækur - 01.01.1967, Blaðsíða 4
FORHÍLl/PRfirACa
Arið 1930 gaf Hagstofan út rit með almennum tölfræðiupplýsingum ("Arbák
Hagstofu íslands 1930")» í lfkingu við tölfræðiárbeicur annarra landa. fir þar
birtur útdréttur úr þeim tölfræðiupplýsingum, sem til eru á öllum sviðum, én
þesa að farið sé langt dt í einstök atrlði. Þykja slfkar baakur mjög handhagar
að grípa tilf til þess að fé, fyrirhafnarlítið, upplýsingar um ýmis efhi, sem
annars verður oft að gera töluverða leit að. Árbók 1930 kom f gððar þarfir, en
efni hennar úreltist smám 3aman, og því stdð til að gefa út nýtt rit sama efn-
isf er liðinn væri áratugur fré útgáfu þess. Ekki varð þá úr þvlf m.a. vegna
heimsstvrjaldaiúnnar efðari. - Um langt skeið hefur endurútgáfa slíks rits ver-
ið ofarlega é verkefnaskrá Hagstofunnar, enda þörf fyrir það mjög brýn, en þvf
miður hefur framkvamd dregizt þar til nú, að Hagstofan lætur þessa bák frá sér
fara.
Um efni Tölfræðihandbékar vfsast til efnisyfirlitsins hér á eftir og til
stafréfsregisturs aftast í henni. Sjálfsagt verða skiptar skoðanir um, hvemig
hafi til takizt um val efnis. Þar hefur verið við mikinn vanda ac glfma, því
að þótt íslenzk hagskýrslugerð sé enn næsta fábreytt, er af mörgu að taka. íess
er vænzt, að við notkun þessarar bókar komi í ljós, hvað vantar í hana af til-
tækum upplýsingum, og hverju mætti sleppa. Hagstofan er þakklát fyrir ábending-
ar þar að lútandi, og hún biður einnig notendur bókarinnar að benda henni á
villur og aðra agnda, sem þeir verða varir við.
Auk ágalla í sambandi við efnisval, er það annmarki á þessu ritij að nýj-
ustu upplýsingar í því eru yfirleitt 2ja ára gamlar og sumar eldri. Astæðan
er aðallega sú, að nærri 2^ ár liðu frá þvf að setning bókarinnar hófst og þar
til hún kemur út á hausti 1967, og að lítið svigrúm var til að bæta nýrri töl-
um í töflur, áður en þœr voru teknar til setningar.
Vegna ýmissa annmarka á að koma út ritum, settum og prentuðum á venjuleg-
an hátt, var ákveðið að reyna nýja aðferð við þessa bókargerð. Samið var um það
við fjölritunarstofu, Letur s.f., að hún tæki að sér setningu og fjölritun bók-
arinnar. Töfluhandrit voru vélrituð á pappírsörk í venjulegri rafritvél,þó voru
dálkafyrirsagnir í töflum yfirleitt vélritaðar á síðara verkstigi. Þessi vél-
ritun fór fram é fjölritunarstofunni, en að mestu undir verkstjóm Hagstofunnaii
Síðan voru dálkafyrirsagnir settar 1 töflur, þar sem þær vantaði, og gengið var
að öðru leyti frá hverri síðu. Var þar stefnt að því, að uppsetning efnis yrði
sem líkust sams konar verki unnu í prentsmiðju. Að þessu loknu voru hverjar 4
blaösíður færðar é óljósnsma álplötu I þar til gerðum vélum, og um leið smækk-
aðar í rétt brot. Fjölritað var svo með álplötu f offset-fjölritara, 8 síður á
örk. Letur s.f. leysti verk sitt mjög vel af hendi, að öðru leyti en þvf, að
það tók lengri tíma en um hafði verið samið. - Að vlsu skortir mikió á, að
þessi bók fullnægi fyllstu kröfum prentaðs ritverks hvað snertir uppsetningu
og áferö, en það skiptir ekki meginméli, heldur hitt, að ritið sé skýrt og á-
ferúin sæmileg. - Rfkisprentsmiðjan Gutenberg aimaðist heftingu bókarinnar og
prentaði kápu.
Samning og útgáfa tölfræðihandbókar er tfmafrekt og kostnaðarsamt fyrir-
tæki, og verður þvf bið á þvf, að hún komi út á ný. En ef til vill verða gefh-
ar út viðbætur við bókina, með nýjum tölum í helztu töflur hennar.
Upplag bókarinnar er tæplega 2000 eintök, og verð 220 kr.
Hagstofa íslands, í september 1967.
Klemens Tryggvason.