Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2014, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2014, Blaðsíða 4
Vikublað 16.–18. desember 20144 Fréttir Íslendingar 446 þúsund árið 2065 Hagstofa Íslands hefur birt nýja mannfjöldaspá sem sýnir stærð og samsetningu mannfjölda á Ís- landi í framtíðinni. Spáin byggir á endurnýjuðum tölfræðilíkönum fyrir búferlaflutninga, frjósemi og dánartíðni. Samkvæmt miðspánni er gert ráð fyrir að íbúar verið 446 þúsund árið 2065 bæði vegna fólksflutninga og náttúrulegrar fjölgunar. Mannfjöldi á Íslandi var 326 þúsund í byrjun þessa árs. Í háspánni verða íbúar 531 þúsund í lok spátímabilsins en 377 þúsund samkvæmt lágspánni. Spáafbrigð- in byggja á mismunandi forsend- um um hagvöxt, frjósemishlutfall og búferlaflutninga. Meðalævi karla og kvenna við fæðingu mun halda áfram að lengjast. Nýfæddar stúlkur árið 2014 geta vænst þess að verða 83,4 ára gamlar en nýfæddir drengir 79,5 ára. Stúlkur sem fæðast árið 2065 geta vænst þess að verða 88,6 ára en drengir 84,3 ára. Mikið tjón suður með sjó Lögreglan á Suðurnesjum seg- ir að talsvert hafi verið um um- ferðaróhöpp í umdæminu um helgina, enda var veður afar slæmt á köflum. Á sunnudaginn barst tilkynning um bifreið sem var þversum á Reykjanesbraut – og sat þar föst. Lögreglan hjálpaði þar til. „Á vegarkaflanum þar sem þetta átti sér stað var flughált og fuku þar margar bifreiðar út af veginum þegar sterkar vindhvið- ur gengu yfir veginn. Þá höfnuðu tvær bifreiðar til viðbótar utan vegar við afleggjara að Innri- Njarðvík.“ Þá segir í tilkynningu að ekið hafi verið á á umferðarskilti við Rósaselstorg og árekstur hafi orðið á gatnamótum Heiðarbergs og Garðskagavegar. Engin teljandi slys urðu á fólki en talsvert tjón á bifreiðum. „Ekki viðbjargandi“ Segir forsætisráðherra gera lítið úr mikilvægri umræðu um trú í grunnskólum E r æskilegt að grunnskólar hampi einum trúarbrögðum umfram öðrum á skólatíma barna?“ Svo spyr Líf Magneu- dóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna og formaður mannréttinda- ráðs Reykjavíkurborgar, í viðtali við DV. Líf gagnrýndi í síðustu viku fyr- irhugaða heimsókn nemenda og starfsmanna Langholtsskóla í Lang- holtskirkju, og sagði ólíðandi að skól- ar hefðu milligöngu um trúarinn- rætingu barna. Í kjölfarið spunnust upp þónokkrar umræður um kirkju- ferðir barna. Innlegg Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráð- herra í þá umræðu var að gera grín að mannréttindaráði Reykjavíkur- borgar. „Fór á jólaball þar sem mik- ill fjöldi leikskólabarna skemmti sér innilega við söng og dans. Glugga- gægir og Stúfur mættu galvaskir til að leiða sönginn en þegar kom að því að syngja Heims um ból urðu þeir bræður smeykir og gluggagægir bað fólk að vakta gluggana og láta vita ef sæist til útsendara frá mannréttinda- ráði Reykjavíkurborgar,“ skrifaði hann á Facebook síðu sína.„Hann ætti að segja færri brandara og ein- beita sér að vinnunni,“ segir Líf. „Þessari ríkisstjórn og henn- ar forystu er ekki viðbjargandi. Það er þannig með forystu í stjórnmála- flokkum að menn verða bara að gæta orða sinna. Útúrsnúningar og fimmaurabrandarar eru ekki til þess fallnir að bæta umræðuhefðina á Ís- landi. Börn eru skikkuð til þess að ganga í grunnskóla í 10 ár. Við meg- um ekki setja börn í þær aðstæður að þurfa að gera grein fyrir lífsskoðun- um sínum eða foreldra sinna. Það er enginn að tala um að afnema jólin eða banna fólki að fara í kirkjur eða trúa á guð. Það er trúfrelsi hér á landi og ég er bara að benda á það.“ n sveinbjornth@dv.is Hlutlausar stofnanir Er til of mikils mælst að grunnskólar séu hlutlausar stofn- anir, spyr Líf. Mynd Sigtryggur Ari K aupfélag Skagfirðinga keypti í lok árs 2012 hlut RARIK í félagi sem unnið hefur að því að undirbúa byggingu virkjana í Skagafirði. Fé- lagið heitir Héraðsvötn ehf. og átti Kaupfélag Skagfirðinga það á móti RARIK. Hlutur RARIK nam 50 pró- sentum og í kjölfarið á kaupfélag- ið, eða félag í eigu þess, 93 prósenta hlut í félaginu. Landsvirkjun hafði ætlað að kaupa hlutinn en Kaupfé- lag Skagfirðinga átti forkaupsrétt á honum. DV greindi frá viðskiptunum fyrr á árinu en í fréttum blaðsins kom fram að Héraðsvötn ehf. hafi ver- ið stofnað árið 1999 til að vinna að mögulegri byggingu tveggja virkjana í Skagafirði, Villinganesvirkjunar og Skatastaðavirkjunar. Hlutverk rAriK að dreifa raf- magni Þessi viðskipti Kaupfélags Skag- firðinga við RARIK vekja nokkra athygli í ljósi þess að nú hefur hin svokallaða norðvesturnefnd ríkis- stjórnarinnar, sem oddviti Fram- sóknarflokksins í Skagafirði, Stefán Vagn Stefánsson, leiðir sem formað- ur, lagt til að höfuðstöðvar RARIK verði fluttar norður á Sauðárkrók frá Reykjavík. Þannig yrðu til 50 stöðu- gildi á Sauðárkróki og fyrirtækinu yrði stjórnað þaðan. RÚV greindi frá því á sunnu- daginn að tillögur norðvestur- nefndarinnar hefðu verið unnar í samráði við Sigmund Davíð Gunn- laugsson og Bjarna Benediktsson. Þannig verður að taka tillögurnar alvarlega og gera ráð fyrir að þær verði hugsanlega að veruleika. Hlutverk RARIK er fyrst og fremst að dreifa rafmagni um landið eins og segir á heimasíðu fyrirtækis- ins. Meginverkefni fyrirtækisins við stofnun þess var að afla almenningi og atvinnuvegum nægrar raforku á hagstæðan hátt og hefur fyrirtækið haft mikilvægu hlutverki að gegna við öflun, dreifingu og sölu á raf- magni. Megináhersla fyrirtækisins í dag er á raforkudreifingu og hef- ur verið unnið jafnt og þétt að upp- byggingu dreifikerfa í sveitum, en um 90% þeirra eru í umsjá RARIK. Orkufrekur iðnaður þarf að koma til Sveinn Þórarinsson, stjórnarfor- maður Héraðsvatna ehf. fyrir hönd RARIK, sagði aðspurður í samtali við DV fyrr á árinu að lítil starfsemi hefði verið í félaginu frá árinu 2007 þegar fallið var frá virkjanafram- kvæmdum í Skagafirði. Hann sagði að það væri skilyrði fyrir byggingu virkjananna að til kæmi orkufrek- ur iðnaður. „Þetta er stór virkjana- kostur og hann verður ekki virkjaður nema orkufrekur notandi komi til. Heimilismarkaðurinn er ekki nægur fyrir þessa virkjun.“ DV greindi líka frá því fyrr á árinu að Kaupfélag Skagfirðinga hefði í gegnum dótturfélag keypt tvær jarð- ir á væntanlegu virkjanasvæði Vill- inganesvirkjunar á síðustu árum. Í ljósi viðskipta Kaupfélagsins við RARIK og þeirrar staðreyndar að fé- lagið hefur keypt upp jarðir á vænt- anlegu virkjanasvæði er ljóst að fyrirtækinu er alvara með að þróa virkjanakostina og jafnvel að byggja virkjanirnar sem um ræðir. Þær eru hins vegar ekki komnar í nýtingar- flokk enn. Fari svo að virkjanirnar verði byggðar mun fyrst þurfa að tryggja að orkufrekur notandi kaupi raf- magnið. Þá gæti meðal annars koma til kasta RARIK sem sæi þá um að koma rafmagninu til væntanlegra kaupenda, hverjir svo sem þeir væru. n „Þetta er stór virkjanakostur og hann verður ekki virkjaður nema orkufrekur notandi komi til. Keypti af RaRiK sem er stefnt í Skagafjörðinn n Stjórnarformaður RaRiK sagði orkufrekan iðnað þurfa að koma til Samráð við formennina Samráð var haft við Bjarna og Sigmund Davíð vegna hugmynda nefndarinnar. Mynd dV eHf / Sigtryggur Ari Keypti af rAriK Stórfyrirtækið Kaupfélag Skagfirðinga, sem stýrt er af Þórólfi Gíslasyni, keypti helmingshlut RARIK í félagi sem heldur utan um þróun virkjanakosta í Skagafirði. ingi freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.