Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2014, Blaðsíða 35
Bækur 3Vikublað 16.–18. desember 2014
W
inston S. Churchill hef-
ur aldrei beint dottið
úr tísku, en áhugi um
hann er sérstaklega
mikill þessa dagana.
Liðin eru 100 ár síðan fyrri heims-
styrjöld hófst og 75 ár frá upphafi
þeirrar seinni, en Churchill var eini
þjóðarleiðtoginn sem lék veigamik-
ið hlutverk í þeim báðum.
Því er fengur að fá nýja bók um
hann á íslensku skrifaða af íslensk-
um höfundi. Jón Þ. Þór sagnfræðing-
ur fjallar um það í fyrsta kafla þegar
hann var sjóari í Bretlandi árið 1965
og fylgdist með útför Churchills
í sjónvarpinu, sem gerir bókina
persónulegri, þó að stundum finn-
ist manni sem höfundur mætti vera
gagnrýnni á viðfangsefni sitt.
Churchill á Alþingissvölunum
Churchill kom hingað einu sinni,
árið 1941 á leið sinni frá merk-
um fundi með Roosevelt Banda-
ríkjaforseta og vakti mikla athygli.
Amma mín heitin sagði gjarnan frá
því þegar hún var að vinna hjá Sím-
anum og sá hann út um gluggann
á svölum Alþingishússins. Mynd af
þeim viðburði prýðir baksíðu bókar-
innar og fær förin heilar þrjár blað-
síður. Ekki er síður gaman að sjá
hvað íslenskir fjölmiðlar hafa sagt
um Churchill í gegnum árin, en fyrst
er á hann minnst í Ísafold árið 1900
og segir frá flótta hans úr fangabúð-
um í Búastríðinu.
Lífshlaup Churchills var allt hið
ævintýralegasta. Hann vakti jafn-
vel umtal áður en hann fæddist, en
faðir hans var breskur lávarður og
móðir hans af bandarísku efnafólki.
Hann tók þátt í nýlendustríðum
Breta á 19. öld í Afganistan og Súd-
an, var flotamálaráðherra og síðar
herforingi í fyrri heimsstyrjöld og
loks forsætisráðherra í seinna stríði.
Jafnvel má segja að hann hafi átt
upptök að kalda stríðinu (eða var-
aði við því, eftir því hver er spurð-
ur) með ræðu sinni þar sem hann
lýsti því að járntjald hefði nú deilt
Evrópu í tvennt.
Skapaði heiminn sem við búum í
Bókin er læsileg og oft og tíðum
spennandi, þó að sagan sé vel
þekkt. Churchills er vitaskuld helst
minnst fyrir framgönguna í seinni
heimsstyrjöld, en áhugavert er að
velta fyrir sér öðrum þáttum ævi-
starfs hans. Alla tíð hafði hann helst
lifibrauð sitt af því að vera rithöf-
undur, en þingseta á hans tímum
var illa launuð og taldist frekar sem
áhugamál. Erfitt er að ímynda sér
einhvern leika það eftir í dag.
Þó að sagan hafi sveipað hann
dýrðarljóma (enda átti hann sinn
þátt í að skrifa hana), þá voru ekki
allar ákvarðanir happadrjúgar.
Hann skipulagði misheppnaða her-
för til Gallipoli árið 1915 og varð í
kjölfarið að segja af sér. Hann sendi
vígasveitir til Írlands sem enn eru
hataðar þar í landi. Sem fjármála-
ráðherra á árunum 1924–1929 átti
hann þátt í, eða að minnsta kosti
mistókst að koma í veg fyrir, krepp-
una miklu. Afdrifaríkastur var þó
ellefu daga fundur hans í Kaíró
þar sem hann stofnaði tvö ný ríki,
Palestínu og Írak, og átti eftir að
draga dilk á eftir sér. Þegar við bæt-
ist sena þar sem hann fylgist með
byggingu Reykjavíkurflugvallar
finnst manni stundum sem öll
helstu deilumál samtímans séu frá
honum kominn.
En hvort sem okkur líkar betur
eða verr búum við enn í þeim heimi
sem Churchill skapaði og því er vel
til fundið hjá Jóni Þór að rifja upp
eitt merkilegasta lífshlaup 20. ald-
ar. n
Reykjavíkurflug-
völlur og stríðið í Írak
n Ævintýralegt lífshlaup Winstons S. Churchill n Læsileg og spennandi bók
Winston S. Churchill:
Ævisaga
Höfundur: Jón Þ. Þór
Útgefandi: Sögufélag
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
Dómur „Þó að sagan hafi
sveipað hann
dýrðarljóma (enda átti
hann sinn þátt í að skrifa
hana), þá voru ekki allar
ákvarðanir happadrjúgar.
Íslandsvinur Winston Churchill, einn áhrifamesti þjóðarleiðtogi 20. aldarinnar, heim-
sótti Ísland árið 1941 á leið heim af merkum fundi með Roosevelt Bandaríkjaforseta.
J
á fjallar um það þegar Myrkus-
inn kemur til borgarinnar. Ekki
í hundraðogeinn þar sem hann
hefði getað unnið sín myrkra-
verk á elítunni, heldur kem-
ur hann einmitt úr hundraðogein-
um og fer þaðan upp í Kringlu sem
laumufarþegi listamanns sem hyggst
láta lífsgleðinni rigna yfir uppvakn-
ingana sem hana stunda í formi
venslalistaverks.
Það eru að hluta til praktískar
ástæður fyrir því að Kringlan er vett-
vangur verksins/glæpsins því Lauga-
vegurinn er opinn í alla enda og
venslin krefjast þess að fólkið geti
ekki með nokkru móti komið sér
undan hinum hreina og róttæka
lífsanda sem aðgerðasinnarnir ætla
að skjóta það með. Ekki má gleyma
því að Kringlan er musteri Mamm-
ons eins og listamaðurinn róttæki
orðar það yfir bjór í upphafi bókar.
Nei eða já
Listamaðurinn – sem í byrjun virðist
vera hetja bókarinnar – er í krísu með
rödd sína því hann veit ekki hvernig
hann á að nota hana eða hvað hann
á segja með henni (hverri?). Afstöðu-
leysið hatar hann hinsvegar eins og
pestina og telur að enginn listamað-
ur geti lifað það af. Þegar hann fær
sína bestu og kannski einu hugmynd
veit hann að í henni felst persónu-
leg og listasöguleg áskorun sem
muni vekja almenning upp af kap-
ítalískum neysludoða. Hugmyndin
er áhættusöm og hann fær til liðs við
sig vini sem kalla ekki allt ömmu sína
þegar kemur að dirfsku en eru annars
frekar hugmyndafræðilega óstöðugir
eins og kemur á daginn. Listamað-
urinn ungi ætlar að færa almenn-
ingi mikilvæg andkapítalísk skilaboð
framhjá listastofnunum: NEI.
Myrkrið hefur hinsvegar tekið
sér bólfestu í einum róttæklingnum
sem vill segja JÁ þvert á skipulagið og
reynist vera hinn versti níhilisti. Þótt
listamanninum gefist ekki ráðrúm til
að bregðast hugmyndafræðilega við
þessum óvænta níhilisma leggjast
hann og allir á eitt af veikum mætti
til að reyna að stöðva hinn eiginlega
róttækling. Í staðinn fær að hann vit-
anlega ekki að upplifa frægð og frama
eins og var kannski alltaf hinn raun-
verulegi hvati verksins, og reyndar
fær hann varla að klára bókina.
Hégómi og mannfyrirlitning
Þriðji vinurinn fær sínar fimmt-
án mínútur af frægð og gerir það
með miklum elegans þótt færa megi
rök fyrir því að hégómi geti skaðað
byltinguna. Sú sena bókarinnar er
glaðlegasti kafli hennar og gefur fyr-
irheit um það sem hefði getað orðið.
Það er ekki laust við að lesandinn
sakni þess að fá ekki að sjá fegurðina
og þokkann í bland við pólitísku
skilaboðin. En þessi myrka skáld-
saga gefur lesandanum engin grið og
höfundurinn eyðileggur venslaverk-
ið svo gott sem í fæðingu. Persónur
bókarinnar eiga það allar sameig-
inlegt að vera með myrka afstöðu til
lífsins, samfélagsins og annars fólks.
Á ögurstundu gera þau flest mála-
miðlun og velja ástina og lífið en með
miklum fórnarkostnaði.
En hvað er höfundur að reyna
að segja um mannskepnuna? Vill
hann segja hverja sögu eins og hún
er, eða fyrirlítur hann bara mann-
kynið? Ég er enn að velta þessu fyr-
ir mér. Já er bók sem ekki er hægt
að leggja frá sér af því að hún er svo
spennandi. Spennandi af því að
hún er mikilvæg. Það er glannalegt
að segja það (af því að ég hef hvorki
lesið Drápu né Sæmd) en ég hika
samt ekki við það: flottasta jóla-
bókin í ár er Já eftir Bjarna Klem-
enz. Þetta er auk þess besta bók
höfundar og á sérstakt erindi við
ungt fólk. Fjórar stjörnur. Kápan
hefði mátt vera meira grípandi þótt
hún sé sniðug á sinn hátt. Blóð eða
málningarsletta hefði gert krafta-
verk. n
Myrkus hittir í mark
Já eftir Bjarna Klemenz fjallar um listrænt hryðjuverk í Kringlunni
Já
Höfundur: Bjarni
Klemenz
Útgefandi: Tófa
156 bls.
Ásmundur Ásmundsson
myndlistarmaður skrifar
Dómur Pólitískur
gjörningur
Í skáldsögunni
Já tekst Bjarni
Klemenz á
við áleitnar
spurningar um
list, aktívisima
og hryðjuverk.