Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2014, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2014, Blaðsíða 24
24 Menning Vikublað 16.–18. desember 2014 B orgirnar eru stórkostlegasta sköpunarverk mannsins. Það þarf ekki að fletta glæsi- legri bók Bjarna Reynarsson- ar, Borgir og borgarskipulag, lengi til að fá það staðfest einu sinni enn. Bókin er í stóru broti og ríkulega skreytt myndum af gömlum og nýj- um borgum og skipulagsuppdrátt- um og teikningum. Catal Huyuk, níu þúsund ára gömul borg í Tyrklandi, eins og menn sjá hana fyrir sér, borgir Grikkja og Rómverja, miðaldaborgir, endurreisnarborgir, stjörnuborgir, iðnaðarborgir, garðaborgir, nútíma- borgir, bílaborgir, vistvænar borgir. Það er ekki hægt annað en að heillast af öllum þessum strúktúrum og sam- þjappaða lífsrými. Maður mátar sjálf- an sig sem íbúa eða ferðamann í öll- um þessum rýmum. Hvernig ætli sé að búa þarna? Bókin skiptist í þrjá kafla. Sá fyrsti spannar sögu vestrænna borga frá upphafi til okkar daga. Annar kafli rekur þróunarsögu hinnar gömlu höfuðborgar okkar Íslendinga, Kaup- mannahafnar. Þriðji kaflinn fjall- ar um sögu byggðarþróunar og skipulags Reykjavíkur. Bjarni Reynarsson er einn reynd- asti skipulagsfræðingur landsins. Hann er með doktorsgráðu í borg- arlandfræði og skipulagsfræði frá Bandaríkjunum og starfaði um árabil á Borgarskipulagi Reykjavíkur og síð- an á þróunarsviði ráðhússins. Hagstætt búsetuform Bjarni rekur hvernig borgirn- ar urðu til sem hagstætt búsetu- form á flæðilendum við stóru árnar í Mesópótamíu, í Egyptalandi og Kína fyrir þrjú til fjögur þúsund árum. Það búsetuform kallaði á sérhæfingu og lagskiptingu samfélagsins, stjórn- kerfi, ritmál, stærðfræðiþekkingu og tímatal. Segja má að í frumborgunum hafi verið lögð undirstaðan að vísind- um og tækni, stjórnsýslu og listum. Lífsskilyrðin og menningin móta borgirnar hverju sinni. Forngrikkir voru brautryðjendur í borgar- skipulagi, skrifar Bjarni. Þeir skipu- lögðu stofnanir og markaðstorg í þungamiðju borganna. Frá þeim höfum við lýðræðisfyrirkomulagið og pólitíkina. Borgarskipulag Róm- verja laut aftur á móti herdeildar- fyrirkomulagi. Borgir miðalda voru fámennar og bundnar lénsfyrir- komulaginu. En svo fylgdu landa- fundir, endurreisnarstefnan, efling borgarastéttar og iðnbylting. Segja má að borgirnar hafi verið í sókn síð- an, þótt ekki séu nema nokkur ár síð- an að meira en helmingur mannkyns fór að búa í borgum. Ástæðan fyr- ir vinsældum borganna nú á dögum er áreiðanlega sú að á tímum hnatt- væðingar reynast þær vera hagkvæm efnahagsleg og pólitísk eining. Bjarni Reynarsson gerir þessari merkilegu skipulagssögu borganna góð skil og það er áhugavert hvern- ig hann tengir samfélagsþróun á 20. öldinni við strauma og stefnur í borgarskipulaginu. Í lok kaflans seg- ir Bjarni frá því hvernig áherslan í skipulagi borganna síðustu tvo ára- tugina hefur snúist æ meira um lífs- gæði og vistvænni lífshætti. Athyglin beinist nú að sjálfum borgarrýmun- um; götum, torgum, görðum og útivistarsvæðum. Auk þess er nú mun meiri áhersla lögð á samráð og íbúalýðræði en áður var gert. Borgir eru fyrir fólk, þannig gæti leiðarstef þessarar nýju borg- arstefnu hljómað. Það þarf ekki að vera flókið. Bjarni vitnar í einn helsta hugmyndafræðing borg- arstefnunnar, danska arkitekt- inn Jan Gehl. Hann var spurð- ur í blaðaviðtali hvað helst beri að hafa í huga til að gera borgir 21. aldarinnar betri til búsetu. Svarið var stutt og laggott: Borg- irnar eiga að vera „líflegar, ör- uggar, vistvænar og heilnæmar“. Bjarni bætir við að öllum þess- um markmiðum megi ná fram með markvissri stefnumörkun í skipulagsmálum. Kaupmannahöfn Kaflinn um þróun og skipulag Kaup- mannahafnar er ekki síður áhuga- verður. Bjarni notar borgina sem dæmi um þróun evrópskrar borg- ar frá upphafi til öndverðrar 21. aldarinnar. Hann lýsir því hvern- ig síldveiðibær og ferjustaður verð- ur biskupsbær á 13. og 14 öld. Kaup- mannahöfn varð ekki „kóngsins Kaupmannahöfn“ fyrr en lúters- trúarmenn höfðu rekið biskupana af valdastóli og hinn fjölmenntaði kon- ungur Kristján 4. breytti „miðaldabæ í endurreisnarborg“ á 17. öld. Vöxtur Kaupmannahafnar var gríðarmikill á fyrstu áratugum 20. aldar og mikið kapp lagt á að koma upp vatnsveitu, og rafveitu og nú- tímalegri fráveitu. Bjarni bendir á að fyrstu íslensku verkfræðingarn- ir og arkitektarnir lærðu á þessum tíma í Kaupmannahöfn: Rögnvald- ur Ólafsson, Guðjón Samúelsson, Jón Þorláksson og læknirinn og skipulagshugsuðurinn Guðmundur Hannesson. Raunar mun stór hluti íslenskra verkfræðinga og arkitekta hafa lært í Kaupmannahöfn langt fram yfir miðja 20. öld. Það segir sig sjálft að stefn- ur og straumar í Kaupmannahöfn höfðu og hafa líklega enn mik- il áhrif á skipulagsáætlanir í Reykja- vík. Áhersla á lýðheilsumál í borg- arskipulaginu snemma á öldinni er dæmi um það og hið merka Reykja- víkurskipulag Guðjóns Samúelsson- ar og Guðmundar Hannesarsonar frá 1927 dregur dám af þéttri rand- byggð í Kaupmannahöfn. Bjarni segir frá fyrsta svæðis- Borg mín Borg Hjálmar Sveinsson rýnir í tvær nýjar íslenskar bæk­ ur um borgir og borgarskipulag: Borgir og borgar­ skipulag eftir Bjarna Reynarsson og Reykjavík sem ekki varð eftir Önnu Dröfn Ágústsdóttur og Guðna Valberg Háborgin á Skólavörðuholti Á vatnslitateikningu Guðjóns Samúelssonar frá 1924 má sjá háskólabyggingar, stúdentagarða, safnahús og „listvinafjelagshús“ ramma inn stórt torg og á miðju torgi stendur kirkja þar sem Hallgrímskirkja stendur nú. Mynd Guðni ValberG oG anna dröfn bernharðstorfan horfin Hópur reykvískra borgara barðist kom í veg fyrir að módernískt stjórnarráðshús yrði byggt á Bernharðstorfunni. Mynd Guðni ValberG oG anna dröfn Veitingastaðurinn opinn frá 12-22 alla daga Happy Hour frá 16-19 alla daga stella er alltaf á barnum radisson blu 1919 Hotel, pósthússtræti 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.