Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2014, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2014, Blaðsíða 34
Vikublað 16.–18. desember 20142 Bækur E ftir að hafa fengið tvo þá undarlegustu og undarleg­ ast neikvæðu ritdóma sem ljóðabók hefur fengið í tæp­ an áratug hefur Kok eftir Kristínu Eiríksdóttur verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaun­ anna. Hún stefnir í að verða með umdeildari og umtalaðri skáldverk­ um nú á tímum þegar ljóðabækur seljast illa og fá annars litla eða enga umfjöllun. Kok er samhverfa, að vísu ekki sjónræn samhverfa en hljóðgildis­ leg samhverfa. Kristín hefur lýst því í viðtali að titillinn skýrist meðal annars af pælingum hennar á stað­ setningum tilfinninga. „Það er sorg í kokinu, á meðan kvíði er frekar í þindinni, mjóbakinu eða jafnvel mjöðmunum, þunglyndi er svo doði í höfðinu.“ Þessar hugmyndir koma víða fram í bókinni. Kok lýsir sambandi manns og konu frá því þau kynnast og þar til konan brýst undan valdi hans. Í lok­ in hillir þó undir mögulegt aftur­ hvarf til hins liðna með einhvers konar sjálfsréttlætingu, og þannig er bókin Kok kannski að nokkru leyti samhverf eins og titillinn. Ég nefndi í upphafi að Kok væri ljóðabók en í ströngum skilningi er það ónákvæmt. Kok er það sem stundum er kallað bókverk, það er að segja listaverk í bókarformi. Krist­ ín Eiríksdóttir er menntuð myndlist­ arkona og bókin er samanvafningur texta og svarthvítra vatnslitamynda. Myndirnar eru ekki myndskreyting og textinn er ekki ljóðskreyting: formin tvö mynda eina heild. Þannig hefst bókin á mynd af manneskju sem snýr baki í lesand­ ann. Á næstu síðu hefur hún snúið sér ögn og mætir augum lesand­ ans. Eða hvað, er þetta önnur mann­ eskja? Þessi síðari virðist vera með tagl en það kann að vera tálsýn. Ef til vill er þessi óræðni til að ýta undir þá túlkun að hinar tvær ólíku mann­ eskjur textans þrátt fyrir allt sam­ sami sig hvor annarri. Á næstu síðu gýs upp úr opinni flösku, spýta er tálguð, og þarna virðist vera eitthvert egó sem æpir „ég“. svörtum jakka fyrir jakka klæddi þig úr Þú breytir ekki annarri mann­ eskju, það er alltaf nýtt lag af sömu fötum undir því efra. Það er ákveðinn kostur við Kok að myndmálið er auð­ túlkað á köflum, einkum í fyrri helm­ ingi bókarinnar en þar á eftir fer sjálf formgerð tungumálsins að leysast upp og textinn verður torræðari. Við sjáum pottaplöntur með ræt­ ur sem hafa vaxið neðan úr botni pottanna, laufplanta og kaktus. Ef til vill eru plönturnar tvær sem les­ andanum eru sýndar táknrænar fyr­ ir tvær ólíkar persónur. Kona stend­ ur ein á næstu opnu, sviplaus, hún blæðir yfir síðuna. Hún er ekki heil. Seinna sjáum við laufplöntuna í moldarbing á gólfi, ónýta og dauða, og enn síðar í bókinni segir: Í EYÐIMÖRK VEX EITT BLÓM EITT BLÓM SEM VEX OG ÞAÐ DAFNAR OG ÞAÐ VEX BLÖÐ ÞESS ÞYKK OG BÚSTIN OG BLEIK OG ÞAÐ DAFNAR OG ÞAÐ VEX Hér virðist við fyrstu sýn vera andstæða við pottaplönturnar sem endað hafa í bing á gólfinu, en þegar nánar er að gætt er aðeins eitt blóm sem vex í eyðimörkum og það er kaktus. Samband þeirra er eyðimörk og hann er kaktus. Á meðan visnar allt annað. Hún gefur honum ýmis­ legt en fær ekki nema holur í staðinn, og til þess eins eru holur að fylla upp í þær. Yfirborðsmennska einkenn­ ir allt. Saman eiga þau „líkan af lífi“ en hún sér allt frá hans sjónarhóli; hún ber grímu frá honum sem stýr­ ir allri hennar veraldarsýn. Það eina sem hún fær frá honum er botninn úr flösku, filter, kveikur og lagstúfur á heilann. Hann er maður sem „tálgar spýtu að spæni“, hann brennir lífinu. Hann er egóið og gjósandi flaskan. Hann er hið hverfula en jafnframt eina fasta element í hennar lífi. Og hann stýrir henni algjörlega. og doða og dofinn og deyfa og drafa og dvala og dulu og dofa og daufur og far eftir sylgju ég kenndi þér mold og suð í blóði er hljóð Moldin er tákn um brotna blóm­ ið, hún hefur verið barin með belti, doðinn og daufleikinn fylgir í kjöl­ farið. Streita fylgir með, neglurn­ ar klofna og þær eru sýndar blæð­ andi niður blaðsíðuna. Samt eru þau helguð hvort öðru, „húðflúr af eilífð“ eins og segir, nafn hvort annars á lík­ ama hins – ekki síður varanlegt mark en hið andlega. Þau eru ósamrýmanleg: og þú ert án ár ég er með fleka og þú ert án ára ég er með síki Myndasyrpa fylgir sem varpar frekara ljósi með andstæðum form­ um: hann án ára (sýnt með fimm deplum), hún með brú (hún held­ ur um andlit sitt), hann með fleka (mynd af fleka), hún án ára (mynd af ár), hann án brunns (mynd af stein­ hlöðnum brunni). Það er eins og ástin aukist því nær sem dregur endalokunum: reiðin brýst fram og heimsmyndinni er kollvarpað en treginn tekur við. Við fáum mynd eins og af hjarta í faðm­ lögum við sjálft sig, ef ég á að fá henni lýst á einhvern hátt. Og falleg, tregablandin en fölskvalaus ást kem­ ur upp úr djúpinu: þar sem allt getur verið augnlok sígarettuglóð lófi höfum við feld og brennum bál í snjósköflum Jafnframt erum við minnt á hinn veruleikann: manneskja ligg­ ur í hnipri úti í horni, hugur henn­ ar beinlínis lekur upp úr höfðinu og út í loftið, samblandast því, hún er á barmi örvæntingar. Hugurinn lek­ ur í lófana hennar. Allt er að leys­ ast upp: manneskjan inn í sjálfa sig, hugurinn vellur út og ekkert skilst lengur. Heimur þeirra er gerð­ ur úr gleri, hann er eftirmynd af veruleika: hendurnar úr gleri kynfærin úr gleri áform okkar úr gleri loforðin draumarnir gæludýrin úr gleri ásjóna hvors annars úr speglagleri og við blásum litlar lygar út í gleri litlar tilgangslausar lygar út í gleri Svo lengi sem þau stara í myrkr­ ið eru þau ekki gleypt af því. Hér birtist andstæða við skrímslateóríu Nietzsches, að menn skuli gæta sín að horfast ekki í augu við það því annars verði þeir sjálfir skrímsli. Ef til vill endurspeglar þessi uppsnúna teóría veruleika ljóðmælanda: hún er sjálf orðin samdauna og áttar sig ekki á því, „og við lítum undan / við lítum undan.“ Dregin er fram líking við ævintýr­ ið um Rapunzel og prinsinn sem klifr­ ar upp sítt hár hennar til að komast í turninn til að bjarga henni. En hér er enginn prins. Hælaskór liggja á víða­ vangi eins og táknmynd um að Ösku­ buska hafi aldrei fundið hann. Reynt er að halda í það sem áður var en ekk­ ert er lengur og hvorugt þeirra er með kok: hvorugt þeirra er fært um raun­ verulega sorg. Allt leysist upp, orðin merkja ekki það sem þau eiga að gera. ekki hella í glös hita vatn spyrja segja ekki ekki horfa undan ekki horfa beint ekki skilja hlusta vita ekki Það er ekki fyrr en ljóðmælandi tekur sér hlutverk karlsins sem and­ ófið tekst, og til þess beitir Kristín nánast hellisbúalíkingu: „ég var að leika mann / þess vegna brá þér / vegna þess að ég stóð upp / alltíeinu / kveikti eld / þess vegna brá þér.“ Og þegar veröldin hefur verið afhjúpuð sem fals kemur sannleikurinn fram: veggirnir sjást ekki fyrir míniatúr- um úr gleri gólfin sjást ekki fyrir míniatúrum úr gleri loftin sjást ekki fyrir míniatúrum úr gleri og andóf hennar gagnvart honum nær ofbeldisfullu hámarki: andardráttur er hreyfing varaðu þig augnaráð er hreyfing varaðu þig hugsanir eru hreyfing varaðu þig Þá brotnar merkingarheimur verksins í sundur, leysist upp, og ný merking brýst fram. Hún endur­ heimtir sjálfa sig en hefur glatað einhverju í leiðinni. Turninn hryn­ ur og ævintýrið er á enda en þegar öllu er á botninn hvolft hefur ljóð­ mælandi ekki breyst, ekki frekar en svartklæddi félagi hennar sem hún fékk ekki breytt. Samhverfa verksins verður ljós þegar þau klæða sig hvort í annað og í aðra sem standa utan við og þau hvert í annað koll af kolli eins og babúska – þau eru öll samdauna í þessu samfélagi og öll jafnábyrg fyrir því sem hefur gerst. Kristín Eiríksdóttir hefur frá upp­ hafi síns ferils haft sína eigin rödd og farið sína eigin leið í listsköpun og á því er Kok engin undantekning. Kok er mjög rytmísk bók og því kjörin til að lesa upphátt. Hún er falleg á af­ skaplega berskjaldaðan hátt en að sama skapi, í andstöðu við yfirveg­ aðan textann, er efniviður hennar ofsafenginn og erfiður. Ég bið lesendur að hunsa stjörnu­ gjöfina. Stjörnur eru á engan hátt merkingarbærar á sama hátt og lista­ verkin sem þær eiga á nánast yfir­ skilvitlegan hátt að ná að kjarna einhvern veginn orðlaust. Ekkert listaverk á skilið stjörnur. En Kok á betra skilið en þau óskiljanlegu við­ brögð sem hún hefur vakið sums staðar. Fyrst og fremst á hún skilið umtal og ítarlegri greiningu en rýni var fært að veita á þessum síðum. Kristín Eiríksdóttir hefur gefið okkur ögrandi bók, fallega en sorglega, sem vonandi mun verða okkur umhugs­ unarefni í mörg ár enn. n Arngrímur Vídalín Að sjást ekki fyrir míniatúrum úr gleri Kok eftir Kristínu Eiríksdóttir er ein umtalaðasta ljóðabók síðari ára Kok Höfundur: Kristín Eiríksdóttir Útgefandi: Forlagið „Hún er falleg á afskaplega ber- skjaldaðan hátt Samanvafningur texta og svarthvítra vatnslitamynda Kristín Eiríksdóttir hefur bæði fengist við skrif og myndlist og nú blandar hún formun- um saman í bókverkinu Kok. Mynd Sigtryggur Ari Hægt að panta á www.rit.is Bækurnar fást í bókaverslunum og garðvöruverslunum. Fossheiði 1 – 800 Selfoss Sími 578-4800 Tvær grænar í jólapakkann

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.