Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2014, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2014, Blaðsíða 22
22 Lífsstíll Vikublað 16.–18. desember 2014 KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR FYRIR HANN OG HANA Spornaðu gegn andvökunóttum Hver kannast ekki við að vakna um miðja nótt, fara kannski á klósettið og geta ómögulega sofnað aftur? Það er alveg öm- urlegt að liggja andvaka og gera sér á sama tíma grein fyrir því að morgundagurinn verður erfiður vegna svefnleysis. Hér eru nokkur ráð sem gætu mögulega hjálpað í þessum hvimleiðu aðstæðum. 1 Takmarkaðu ljós Ef þú ferð fram úr rúminu og á klósettið reyndu þá að kveikja eins fá ljós og þú mögulega getur. Best er ef þú getur þreifað þig áfram í myrkrinu án þess að kveikja eitt einasta ljós. Það getur þó verið varasamt ef þú þarft að fara upp og niður stiga. Mundu bara að því meiri sem lýsingin er og því lengur sem þú ert í ljósinu, því erfiðara verður að sofna á ný. 2 Lestu til að þreyta þig Flestir sem einhvern tíma hafa lesið fyrir próf þekkja að það getur verið erfitt að halda sér vakandi við þær aðstæður. Ef þú ert andvaka gæti verið góð hugmynd að lesa. Samt alls ekki spennusögur. Best er að lesa eitt- hvað sem róar hugann og heldur athyglinni ekki allt of vel. Mundu bara að takmarka ljósið. 3 Notaðu heilann Í stað þess að bylta sér stanslaust er góð hugmynd nota heilann aðeins. Ekki þó grípa í farsímann eða spjaldtölvuna, því það gerir bara illt verra. Reyndu frekar að fara í smá hugarleikfimi, ímynd- aðu þér til dæmis að þú sért á leið í langa hjólaferð. 4 Reyndu að setjast ekki upp Best er að koma sér fyrir í einni þægilegri stöðu þegar maður er andvaka í stað þess að vera endalaust að skipta um stellingu. Þá gerir illt verra að setjast eða standa upp því þá telur líkaminn að tími sé kominn til að fara á fætur. Svo lengi sem þú þarft ekki nauðsynlega að fara á klósettið, liggðu þá kyrr. 5 Ekki borða neitt Það eru margir sem freistast til að fá sér eitthvað að borða þegar þeir geta ekki sofnað. En það er alltaf slæm hugmynd. Með því að borða á nóttunni getur þú komið af stað vítahring þar sem líkaminn fer að reikna með því að fá mat á þessum tíma. Þetta gerir það að verkum að þú vaknar frekar á nóttunni. 6 Ekki bæta upp svefn-leysið Þótt þú finnir fyrir mikilli þreytu eftir andvökunótt er best að reyna að komast hjá því að fá sér síðdegislúr. Það eykur lík- urnar á því að þú þurfir að ganga í gegnum aðra andvökunótt. Y fir jólin nenna margir ekki að fara í ræktina og sjálfa langar mig helst að taka bara hlaupaæfingar. Á þessum tíma finnst mér ég græða meira á „interval“-hlaup- um en lyftingum og þreki. En það er bara misjafnt hvað fólk fílar. Stund- um er gott að reima bara á sig skóna og hlaupa út,“ segir íþróttaþjálfar- inn Silja Úlfarsdóttir sem æfingaplan handa þeim sem langar að hreyfa sig yfir jólin án þess að fara í ræktina. Ömmukökur bestar Silja, sem er fyrrverandi afreks- íþróttamanneskja í frjálsum íþrótt- um, er hætt að keppa en passar sig samt að hreyfa sig reglulega. „Ég hef prófað þetta allt saman en finnst ég alltaf líta best út þegar ég stunda hlaup. Svo er ég líka að leika mér í handbolta með utandeildarliði FH,“ segir Silja sem ætlar ekki að hætta að hreyfa sig yfir hátíðarnar. „Ég leyfi mér að borða það sem mig langar í yfir jólin en ég eyk hreyfinguna með því svo ég eigi inni fyrir því. Annars er ég svo lítil matmanneskja og létt- ist alltaf um svona tvö kíló á hverjum jólum. Það er að segja svo lengi sem amma bakar ekki smákökurnar sín- ar. Amerískur smákökurnar hennar eru fíkniefnið mitt. Þær gera mig al- veg vitlausa.“ Alltaf hægt að æfa Silja er með hugmyndir að æfingum fyrir unga íþróttamenn sem og fjöl- skyldur til að taka yfir jólin. „Þetta eru æfingar sem fjölskyldan getur gert saman. Það á ekkert að hætta að hreyfa sig þótt það sé frí frá skipu- lögðum æfingum. Það er alltaf hægt að fara út og bjarga sér.“ n Jólaæfingar fyrir alla fjölskylduna Silja Úlfarsdóttir mælir með hlaupum og æfingum yfir hátíðarnar Íþróttafræðingur Silja segir óþarft að sitja á rassinum um jólin þótt frí sé frá hefðbundnum æfingum. Mynd dV ehf / Sigtryggur Ar Æfing fyrir alla fjölskylduna 9 hnébeygjur 8 uppsetur 7 armbeygjur 6 framstig á hvorn fót 5 burpees 4 kassahopp 3 planki fótlyfta 2 annarra fóta kassahopp 1 sippa x 500 Þessi æfingin er kjörin fyrir foreldra líka. Þið gerið æfingarnar í þessari röð. Æfingu 1, svo 2 og svo 3 þar til þú ert kominn alla leið. Fyrst 9 hnébeygjur. Svo 9 hné- beygjur og 8 uppsetur. Svo 9 hnébeygjur, 8 uppsetur og 7 armbeygjur. Og svo framvegis. Takið tímann á hringnum og reynið að bæta ykkur. Hlaupaleikur 1.000 m hlaup 250 sipp 800 m hlaup 30 burpees 600 m hlaup 100 bekkjahopp til hliðar með hendur á bekk 400 m hlaup 100 mountains climber 200 m hlaup 75 kassahopp Einnig er hægt að taka helminginn af öllu og taka þetta hraðar í gegn. Brekkusprettir 4 sett 30m 30m 60m 60m ganga til baka eftir 30 m sprettina. Skokka 30 m og labba 30 m eftir 60 m sprettina. Fókusa á að taka vel af stað í sprettun- um. Íþróttafólk skal velja brattari brekku. Það eru einmitt 30 m á milli ljósastaura svo nú skaltu fara og finna miðlungs- bratta brekku. Brekkusprettir eru frábær aukaæfing fyrir íþróttamenn á öllum aldri þar sem þú ósjálfratt hleypur „réttar“ og brekkur eru frábærar fóta- og rassæfingar! Og munið að hita alltaf vel upp og gefa tíma til að teygja eftir á! „Ég leyfi mér að borða það sem mig langar í yfir jólin en ég eyk hreyfinguna með því svo ég eigi inni fyrir því.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.