Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2014, Blaðsíða 38
Vikublað 16.–18. desember 20146 Bækur
Falleg og
til fyrir-
myndar
Það er gaman að fletta handa-
vinnubókum þar sem það er
erfitt að velja á milli verkefna
og nánast á hverri síðu stekkur
fram uppskrift sem væri gam-
an að hafa á heklunálinni. Bók-
in Heklfélagið, er samvinnu-
bók fjórtán höfunda og ritstjóra
bókarinnar, Tinnu Þórudóttur
Þorvaldar. Í bókinni er að finna
fallegar og spennandi uppskriftir
að hekli, allt frá smálegum hlut-
um, til tækifærisgjafa og að stærri
verkefnum fyrir metnaðarfullt
handavinnufólk. Bókin er falleg,
uppskriftirnar eru vel upp settar.
Myndirnar sem hana prýða eru
fallegar en einfaldar svo verkefn-
in fá að njóta sín. Sérstaða bók-
arinnar er afskaplega aðgengi-
legar heklleiðbeiningar, bæði í
uppskriftunum sjálfum og framar
í bókinni. Tæknikaflarnir eru sér-
staklega vel unnir og eiga eftir að
koma sér vel. Samvinna höfund-
anna hefur skilað sér vel, útkom-
an er fjölbreytt og spennandi.
Ég saknaði þess helst að afar
fáar uppskriftir eru sérstaklega
fyrir byrjendur, en fyrri bækur
Tinnu Þórudóttur Þorvaldar, Þóra
og María, eru mjög byrjenda-
vænar og hafa verið mér góðar.
Bækur Tinnu eru sérstaklega fal-
legar, hlýlegar og aðgengilegar
og er Heklfélagið enn ein rósin í
hnappagatið. Ég hlakka sérstak-
lega til að leggja til atlögu og fitja
upp á teppinu Páskahreti, húf-
unni Þoku eða peysunni Odd-
nýju. Nú er bara spurningin á
hvaða verkefni á ég að byrja?
Heklfélagið
Ritstjóri: Tinna
Þórudóttir Þorvaldar
Útgefandi: Vaka
Helgafell
191 bls.
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
Dómur
Móðir Katrínar drakk
fyrsta ilmvatnsglasið
B
ók Helgu Guðrúnar John-
son, Saga þeirra, sagan mín:
Katrín Stella Briem, er á
köflum þannig að erfitt er
að slíta sig frá henni. Hún
er á stundum það sem á ensku kall-
ast „page turner“. Í bókinni er sagt
frá ævi þriggja kvenna í sömu ætt,
Katrínu Thorsteinsson Briem, Ingi-
björgu „Stellu“ Briem og Katrínu
Stellu Briem. Sú síðastnefnda er
fædd árið 1935 stendur á áttræðu;
bókin er byggð upp í kringum hana
og vísar titillinn til hennar. Í bókinni
er sögð saga ömmu hennar, móður
og loks hennar eigin.
Í upphafi bókarinnar er vísað í
orð Katrínar Stellu sem ræðir um
hvatann að vinnu hennar: „Mamma
talaði nánast aldrei um fortíðina.
Þessa miklu örlagasögu þriggja kyn-
slóða þurfti ég sjálf að grafa upp.
Mig langaði að vita hvaðan ég væri
sprottin hverjar rætur mínar væru
en það tók tíma að finna svörin.“
Ólíku saman að jafna
Bókin er byggð upp krónlógískt og
er vitnað til orða og túlkana Katrínar
Stellu á fjölskyldusögu sinni í gegn-
um hana. Byrjað er á sögu ömmu
hennar Katrínar sem giftist Eggert
Briem og bjó um tíma stórbýli í Við-
ey. Hún eignaðist sjö börn – þar af
eitt með Hannesi Hafstein – áður
en hún svipti sig lífi einungis 37 ára
gömul. Kaflinn um Katrínu er ekki
langur en harmrænn er hann og
dramatískur. Rótið sem kemst á líf
barna Katrínar eftir andlát henn-
ar er lykilatriði í bókinni og skýrir
kannski að hluta til brokkgengt lífs-
hlaup dóttur hennar, Stellu.
Öfugt við líf ömmu sinnar og
móður er lífshlaup Katrínar Stellu
eftir að hún er komin á fullorðins-
ár langt í frá harmrænt heldur þvert
á móti hamingju- og gæfuríkt, að
því er virðist. Hún og Guðmundur
Júlíusson, eiginmaður hennar,
stofna heimili og eignast þrjá stráka
og eignast svo og reka Melabúðina,
hverfisverslunina góðkunnu og
vinsælu á horni Hagamels og Hofs-
vallagötu, sem þau eiga enn í dag
með sonum sínum.
Ótrúleg uppvaxtarár
Besti og áhugaverðasti kafli bókar-
innar – sá kafli þar sem mesta kjöt-
ið er á beinunum – er frásögnin af
lífi Stellu, móður Katrínar Stellu
Briem, og uppvexti hennar sjálfrar.
Þessi kafli myndar stofninn í bók-
inni og spannar tæpar 200 blað-
síður af 370. Á köflum, þegar ég las
þennan hluta bókarinnar, hugsaði
ég: Þetta er frábær bók. Svo fróðlegt
og áhugavert er að lesa hvernig lífs-
hlaup þeirra tvinnaðist saman við
heimssögulega atburði í Evrópu.
Móðir Katrínar Stellu varð
snemma á lífsleiðinni vínhneigð
og háði það henni alla tíð. Vit-
neskja og meðvitund fólk um alkó-
hólisma og skaðsemi hans var hins
vegar afar takmörkuð á fyrri hluta
20. aldar eins og Helga Guðrún lýs-
ir ágætlega í bókinni. Hún hitti til-
vonandi eiginmann sinn, Arthur
Cotton, á Íslandi árið 1930. Þau
giftust og fæddist Katrín Stella árið
1935. Hjónabandið var hins vegar
erfitt, meðal annars vegna skapofsa
þeirra beggja og eins vegna drykkju
Stellu.
Þegar Katrín Stella var einungis
rúmlega eins og hálfs ár hitti Stella
mann, Þórð Albertsson, sem átti
eftir að verða stjúpi hennar næstu
árin. Stella stakk af með Katrínu
Stellu frá Englandi, þar sem hún
bjó með Arthur, og settist að á Ítal-
íu með Þórði sem vann við að selja
fisk fyrir Kveldúlf og síðar SÍF.
Við tók nánast ótrúlegt flakk
hjá fjölskyldunni sem flýði yfirvof-
andi stríðsátök í Evrópu og flutti til
New York. Nöturlegt er að lesa lýs-
ingarnar af bernskuárum Katrínar
Stellu en móðir hennar var oft ölv-
uð og Þórður var lítið heima við
þannig að litla stúlkan gekk oft
sjálfala. Fjölskyldan heldur svo aft-
ur til Evrópu eftir stríðið, nánar til-
tekið til Grikklands og Ítalíu, þar
sem Þórður fær vinnu hjá hjálp-
arsamtökum á vegum Sameinuðu
þjóðanna sem aðstoðuðu við upp-
bygginguna eftir heimsstyrjöldina.
Drykkja móður Katrínar Stellu
gerði það að verkum að hún sinnti
dóttur sinni frekar illa og er átak-
anlegt að lesa hversu afskipt hún
var á þessum flakkárum með móð-
ur sinni og Þórði þar sem rótleys-
ið var algjört. Þetta líf mæðgnanna
hélt áfram eftir flutning þeirra til Ís-
lands eftir að leiðir Stellu og Þórðar
skildi. Svo drakk mamma Katrínar
Stellu fyrsta ilmvatnsglasið hennar
og fljótlega eftir það skildi líka leið-
ir þeirra mæðgna og móðirin hélt
áfram sínum vergangi.
Minna söguefni
Þegar haft er í huga hversu rótlaus
uppvaxtarár Katrínar Stellu voru,
og hversu mjög lesandinn hlýtur að
finna til með henni við lestur þess
kafla, er gleðilegt að sjá hversu vel
rætist úr lífi hennar eftir að hún
hittir tilvonandi eiginmann sinn.
Að sama skapi þá dregur auðvitað
talsvert úr dramatíkinni í frásögn-
inni, eins og ágætlega var komið
inn á bókmenntaþættinum Silfri
Egils þegar fjallað var um bókina.
Hversdagslegt og stabílt fjölskyldu-
líf og umræða um vinnu, sumarfrí
og áhugamál er kannski ekki fróð-
legasta og mest æsandi söguefnið.
Nokkuð fjarar því undan frá-
sögninni í seinni hluta bókarinn-
ar enda er ekki verið að lýsa at-
burðum sem eru eins vænlegir til
að halda áhuga lesandans. Eðli-
lega kemst Helga Guðrún líka á
mest flug þegar hún lýsir dramat-
ískum atburðum þar sem lífshlaup
mæðgnanna blandast saman við
sögulega atburði í Evrópu. Þráður-
inn um afdrif móður Katrínar Stellu
heldur seinni hlutanum hins vegar
harmrænum að hluta og tengir síð-
asta hlutann áfram náið við stofn
bókarinnar þannig að lesandinn
gleymir ekki erfiðum bernskuárum
hennar.
Þrátt fyrir þetta er bókin mjög vel
heppnuð í flesta staði enda er Helga
Guðrún með áhugavert söguefni í
höndunum sem hún rammar vel
inn. Helst fannst mér að skáletrað-
ir millikaflar þar sem Helga Guð-
rún tekur sér skáldaleyfi út frá
staðreyndum, líkt og sumir ævi-
sagnaritarar gera, hefði mátt missa
sín – mér fannst þeir kaflar ekki
bæta neinu við.
Ég las eiginlega alla bókina á
einu kvöldi, frá um klukkan 19.30
til 00.30, og segir það nokkuð um
hvernig hún hélt mér nánast allan
tímann. Þetta er virkilega vel gert. n
„Þessa miklu
örlagasögu þriggja
kynslóða þurfti ég sjálf
að grafa upp.
Læsileg og grípandi
Bók Helgu Guðrúnar John-
son er læsileg og grípandi,
sérstaklega tæplega 200
blaðsíðna miðjuhlutinn
þar sem efniviðurinn er
ríkulegur.
Vel heppnuð, dramatísk og átakanleg saga þriggja kvenna sem fjarar nokkuð undan í seinni hlutanum
Sagan þeirra,
sagan mín:
Katrín Stella
Briem
Höfundur Helga Guðrún Johnson
Útgefandi: JPV útgáfa
404 blaðsíður
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Dómur
Nautasteik
Með frönskum og bernes
SteikhúS
Sími 565 1188
Laugavegur 73
niður
2.800 kr.