Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 2014næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2014, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2014, Blaðsíða 28
28 Fólk Vikublað 16.–18. desember 2014 Hollywood-stjörnur og „venjulegir“ makar n Þessar stjörnur fundu sér maka utan Hollywood Þ egar tvær frægar stjörn- ur rugla saman reyt- um eru vandræðin oft- ast ekki langt undan. Slík sambönd eru oft stutt en átakanleg og allt í beinni út- sendingu fjölmiðlanna. Þessar stjörnur fóru þá leið að velja sér óþekktan maka og virðast ekki sjá eftir þeirri ákvörðun. n  Féll fyrir barþjóni Það þekkja allir Matt Damon en hver veit hvað konan hans heitir? Sú heppna heitir nefnilega Luciana Barroso og starfaði sem barþjónn þegar hún hitti Damon fyrst árið 2003. Þá var leikarinn staddur í Miami við tökur á myndinni Stuck on You. Damon, sem hafði áður átt heimsfrægar kærustur á borð við Minnie Driver og Winonu Ryder, kolféll fyrir Barroso. Parið gekk í það heilaga árið 2005 og á saman þrjár dætur.  Saman frá 1974 Jeff Bridges kynntist Susan Geston árið 1974 þegar hann var við tökur á Rancho Deluxe. Geston starfaði sem þjónustustúlka á setti og leist ekkert á þennan fræga leikara. Jeff gafst hins vegar ekki upp og hélt áfram að bjóða henni á stefnumót þar til hún gaf eftir. Hjónin giftu sig árið 1977 og hafa verið saman síðan.  Gift skáldi Leikkonan Tina Fey kynntist eiginmanni sínum Jeff Richmond þegar þau voru bæði að ströggla sem óþekktir leikarar. Richmond breytti um stefnu og hefur starfað sem skáld en hefur þó lítillega leikið af og til. Það er þó á hreinu að Fey er frægi einstaklingurinn í sambandinu. Parið hefur verið gift í 13 ár.  Giftist klipparanum sínumÞótt Patrick Dempsey sé þekktur sem McDreamy eftir hlutverk sitt í Grey's Anatomy er hann langt frá því að vera einhver kvennabósi. Leikarinn giftist nefnilega hárgreiðslukonunni sinni, Jillian Fink, árið 1999. Og það sætasta er að hún sér enn um hárið hans.  Flott hjón Stórleikkonan Meryl Streep hefur verið gift listamanninum Don Gummer frá árinu 1978. Hjónakornin kynntust í gegnum bróður hennar, Harry. Meryl þakkaði eiginmanninum sérstaklega fyrir stuðninginn í þakkarræðu sinni þegar hún vann óskarinn fyrir hlutverkið sem Iron Lady.  Kvæntist fast- eignasala Margir makar á þessum lista eru á einhvern hátt tengdir inn í skemmtanabransann en ekki eiginkona Vince Vaughn. Kyla Weber hefur verið gift leikaranum í fjögur ár en hún starfar sem fasteignasali.  Heppinn Moder Julia Roberts á að baki fjöldamörg sambönd við þekkta einstaklinga en árið 2000 kynntist hún tökumanninum Danny Moder. Þau giftu sig tveimur árum síðar og eiga nú þrjú börn saman.  Gift í 12 ár Sjónvarpsstjarnan Conan O'Brien kynntist eiginkonu sinni, Lisu Powell, árið 2000 þegar hún vann við auglýsingu fyrir þáttinn hans. Parið gifti sig árið 2002.  Valdi Meyer Tobey Maguire var kannski skotinn í Kirsten Dunst við tökur á fyrstu Spider Man-myndinni en þegar kom að því að finna sér eiginkonu valdi hann hina óþekktu Jennifer Meyer. Eiginkona leikarans er skartgripahönnuður og hannaði meðal annars giftingahring Courteney Cox.  Aðstoðarkona Ryder Sibi Blazic hefur gert ýmislegt um ævina. Hún starfaði sem fyrirsæta, förðunar- fræðingur og var aðstoðarkona Winonu Ryder. Flestir þekkja hana hins vegar sem eiginkonu Christians Bale en hjónin hafa verið gift í 14 ár.  Franskur auglýsingajöfur Lisa Kudrow valdi sér eiginmann sem gæti ekki verið fjarri þeim týpum sem Phoebe í Friends myndi laðast að. Lisa og franski auglýsingajöfurinn Michael Stern hafa verið gift í næstum 20 ár.  Kynntust í skóla Leik konan Elizabeth Banks kynntist eiginmanni sínum fyrsta skóladaginn í framhaldsskóla. Hann er kannski ekki alveg óþekktur en Max Handelman er kvikmynda- gerðarmaður. Banks er þó klárlega frægari. Hjónin hafa verið saman frá árinu 1992.  Gafst ekki upp Anne Hathaway hefur ekki verið heppin í karlamálum en leikkonan var rannsökuð af FBI í tengslum við brot fyrrverandi kærasta síns. Sem betur fer gafst Anne ekki upp á ástinni og fann hamingjuna í Adam Shulman árið 2012.  Besta vinkona Barrymore Nancy Juvonen þekkir vel Hollywood enda kvikmyndaframleiðandi og besta vinkona Drew Barrymore. Hún er hins vegar ekki jafn fræg og eiginmaður hennar sem er enginn annar er Jimmy Fallon. Parið, sem kynntist árið 2007, trúlofaði sig eftir 4 ára samband og gifti sig svo 4 mánuðum seinna.  Fór ekki aftur Leikarinn Paul Rudd kynntist eiginkonunni, fyrruverandi útgefandanum Julie Yager, árið 1995 þegar hann var að auglýsa myndina Clueless í New York. Leikarinn dvaldi í íbúð Yeager á meðan hann var í borginni og fór bara ekki aftur. Þau hafa verið gift frá árinu 2003.  Kynntust 1987 Þótt Grace Hightower hafi leikið smá hlutverk hér og þar er hún engin stjarna við hlið eiginmannsins, Roberts De Niro. Parið hittist árið 1987 en gekk í það heilaga 1997. Hjónabandið hefur ekki verið neinn dans á rósum en De Niro sótti um skilna árið 1999. Hjónakornunum tókst að komast yfir ágreining sinn og hafa verið saman síðan.  25 ára aldursmunur Það kom fáum á óvart þegar fréttir af sambandi leikarans Alecs Baldwin við 25 árum yngri jógakennara bárust. Baldwin og Hilaria Thomas hafa verið gift frá árinu 2012 en þeirra saga sannar að þú þarft ekki að vera fræg leikkona til að næla í eitt stykki kvikmyndastjörnu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 98. tölublað (16.12.2014)
https://timarit.is/issue/388762

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

98. tölublað (16.12.2014)

Aðgerðir: