Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2014, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2014, Blaðsíða 30
30 Fólk Vikublað 16.–18. desember 2014 Grímur Grallari, Hafnargötu 90, 205 Keflavík, Sími: 422 7722 Verið velkominn! Vorum að opna nýtt kaffi og veitingahús Grallarinn Opið 11:00-21:00 Mánudaga til Fimmtudaga 11:00-01:00 Föstudag 16:00-01:00 Laugardag 16:00-21:00 Sunnudag Pizza hlaðborð í hádeginu alla virka daga frá 11:30-13:30 Steinunn lenti í mótmælagöngu n Heldur ekki í hefðirnar n Steinunn Ólína og Stefán Karl halda hóteljól S teinunn Ólína, ritstjóri Kvennablaðsins, fór fyrir stuttu með börnin fjögur til Bandaríkjanna, til að fylgja Stefáni, eiginmanni sínum eftir í leikferðalagi hans þar. Þar er hann að leika Trölla sem stal jólun­ um en Stefán hefur verið við æfingar og sýningar síðan í byrjun október. Síðustu árin hafa þau haldið upp á jólin víðsvegar um Bandaríkin vegna vinnu hans þar. Nýverið voru þau í Seattle og eitt kvöldið var Steinunn á leiðinni í bíó með börnin sín þegar þau lentu inni í miðri mót­ mælagöngu, sem var áhrifamikil lífs­ reynsla. Eiga undir högg að sækja Um gjörvöll Bandaríkin hefur fólk verið að mótmæla harðræði lög­ reglunnar gagnvart svörtum karl­ mönnum og voru Steinunn og börnin allt í einu komin í miðja mót­ mælagöngu. „Það var mjög áhrifa­ mikið að verða vitni að henni,“ segir Steinunn. „Skemmst er að minnast dómsniðurstöðu þar sem lögreglan var sýknuð af því að kyrkja sígarettu­ sala til bana og þess að unglingspiltur var skotinn mörgum skotum eins og rakki af lögreglu vegna þess að hann var með leikfangabyssu í höndunum. Fangelsi í Bandaríkjunum eru yfirfull af svörtum ungum mönnum og það er engum blöðum um það að fletta að ungir svartir menn eiga mjög svo undir högg að sækja í bandarísku samfélagi í víðum samfélagslegum skilningi.“ Lögreglan með vélbyssur Að sögn Steinunnar var andrúms­ loftið þrungið áþreifanlegri spennu og lögreglan í fullum skrúða, vopn­ uð vélbyssum og löngum trékylfum. „Sjö ára dóttir mín var grunlaus um kringumstæðurnar, skynjaði and­ rúmsloftið og brast í grát. Fólk í kring­ um okkur öskraði hástöfum: „I can‘t breathe, I can‘t breathe“. Það slagorð hljómar víða um Bandaríkin vegna sýknudómsins sem ég nefndi áðan og mæltist til þess að lögreglan væri ekki vígbúin enda mótmælin hugs­ uð gegn harðræði lögreglunnar. Það var mótsagnakennt að sjá stóran hóp mótmælenda, kannski nokk­ ur hundruð manns árétta óskir sínar um friðsamlegra samfélag og mildari vinnubrögð lögreglunnar og sjá svo lögregluna vígbúna eins og hún væri að mæta hópi hryðjuverkamanna. Algjörlega fáránlegt.“ Mótmæli eru mikilvæg Nokkur hundruð manns voru að mótmæla og var fólki mikið niðri fyrir, fólk var reitt og örvænting fyllti andrúmsloftið. „Mótmæli skila ár­ angri. Þau eru tæki almennings til að láta í sér heyra og setja fram skoðanir sínar. Mótmæli eru öflugt tæki og það þýðir ekkert að láta aðra um að gera það ef fólk er ósátt við framkomu stjórnvalda og yfirvaldsins. Það er undir hverjum og einum komið að leggja sitt af mörkum. Það þýðir ekk­ ert að vera latur í þeim efnum. Hvert og eitt okkar hefur eitthvað til mál­ anna að leggja.“ Kaupa jólatré á 99 sent Steinunn og fjölskyldan hafa haldið jól á hótelum víða um Bandaríkin síðustu sjö árin sem hún segir alltaf vera gaman og algerlega laust við há­ tíðleika. „Við erum núna í Kaliforníu í sólinni og verðum þar í viku. Eftir það er ferðinni heitir til Denver í Colorado en þar má búast við vetrar­ veðri og vonandi jólasnjó. En það góða við að vera á hótelum er að við sleppum við smákökubakstur, jóla­ þrifin og það er ekkert tilstand. Ég kaupi stundum lítið jólatré í 99 senta búðum, helst svona tré sem koma al­ skreytt með seríu eða ég fæ að drösla einu jólatré af hótelinu þar sem við gistum inn til mín í einn dag til að sviðsetja jól til málamynda.“ Eru umkringd skemmtilegu fólki Steinunn segist ekki vera mikið fyrir jólahefðir og hafa jól fjölskyldunnar oft verið haldin á hótelum. „Ég ræki engar skyldur í jólahefðum. Allt sem hefur fnyk af endurtekningu og vana hræðir mig óstjórnlega. Mér fundust jól ekki skemmtileg þegar ég var barn og Stefán er ekki mikill jólamaður. En við gerum okkar besta til að skemmta börnunum okkar og tekst það bæri­ lega. Fyrir þeim eru jólin hóteljól og þau eru umkringd skemmtilegu fólki, það eru mörg börn í sýningunni og það eru oft lítil partí á herbergjunum, föndur, smákökuskreytingar og bíó­ myndagláp.“ Þakkargjörðin mikilvægari hátíð „Jólahald hér snýst fyrst og fremst um að gleðja aðra og hafa það gott með góðum vinum,“ segir Steinunn þegar hún er spurð hvort jólahald sé mik­ ið öðruvísi í Bandaríkjunum en á Ís­ landi. „Það er engin krafa um risa­ gjafir, parketlagnir eða nýtt eldhús fyrir jólin. Mér finnst samt þakkar­ gjörðarhátíðin vera mikilvægari há­ tíð en jólin ef eitthvað er því þá er fólk tilbúið til að ferðast fylkja á milli til að vera með fjölskyldunni sinni. Á „Christmas Eve“, sem er 24. desem­ ber, borðar fólk gjarnan saman en við borðum með öllum leikhópnum það kvöld þegar sýningum hjá Stefáni er lokið. Þá er yfirleitt kalkúnn og skinka með öllu meðlæti borið fram.“ Borða jólamatinn á veitingahúsi Þar sem fjölskyldan hefur haldið jól síðustu árin í Bandaríkjunum finnst þeim eðlilegra að opna jólapakkana að morgni 25. desember, svo hægt sé að leika sér með nýja dótið óþreyttur. „Við gefum börnunum okkar nokkrar litlar gjafir enda ekki hægt að ferðast með leikföng sem taka mikið pláss. Við borðum auðvitað góðan jóla­ mat á jóladag, finnum okkur góð­ an veitingastað, njótum þess að vera saman og þurfa ekki að vaska upp. Við sleppum auðveldlega frá jólunum án þess að missa vitið og verða algerlega auralaus,“ segir Steinunn að lokum. n Helga Dís Björgúlfsdóttir helgadis@dv.is „Sjö ára dóttir mín var grunlaus um kringumstæðurnar, skynj- aði andrúmsloftið og brast í grát. Steinunn Ólína Mikilvægt að fólk noti sinn lýðræðislega rétt til að mótmæla. MynD Sigtryggur Ari trölli Stefán Karl hefur leikið Trölla síðustu árin um gjörvöll Bandaríkin í kringum jólin. Það er því lítið um jólahefðir hjá fjöl- skyldunni. „i can't breathe“ Fólk gekk um með spjöld með slagorði sem það kallaði hástöfum: „I can't breathe“. Vel heppnaðir tónleikar Söngkonan Svala Björgvinsdóttir kom til landsins fyrir helgina til syngja á jólatónleikum föður síns, Björvins Halldórssonar, sem haldnir voru í Höllinni á laugar­ daginn. En Svala mun að sjálf­ sögðu dvelja áfram á Íslandi yfir hátíðarnar. Það var mikil tilhlökk­ un hjá henni fyrir tónleikana og sagði hún Facebook­vinum sín­ um af eftirvæntingunni. Tónleikar Björgvins eru með stærri jólatónleikum sem haldn­ ir eru fyrir jólin og eru orðnir að föstum lið hjá mörgum í að­ draganda jólanna. Þeir heppn­ uðust vel þetta árið og Facebook­ vinur Svölu kepptust við að hrósa henni fyrir frammistöðuna. Sjálf var hún dugleg að láta mynda sig með vinum og vandamönnum, bæði fyrir og eftir tónleikana, og birta á Facebook. Anita sker laufabrauð Kvikmyndastjarnan og móðirin Anita Briem hefur greinilega ekki gleymt norðlensku arfleifðinni en eins og margir vita á Anita ættir að rekja í Mývatnssveitina. Á Facebook­síðu leikkon­ unnar hefur vinur hennar birt uppskrift að laufabrauði ásamt nákvæmum upplýsingum um framkvæmd. Leikkonan þakkar kærlega fyrir sendinguna með þeim orðum að nú verði sko tekið til hendinni. Anita og eiginmaður hennar, leikstjórinn Dean Paraskevopou­ lous, búa í Los Angeles ásamt dótturinni Miu Anitu sem heldur upp á eins árs afmæli sitt í byrjun næsta árs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.