Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2014, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2014, Blaðsíða 14
Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 14 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Hallgrímur Thorsteinsson Fréttastjóri: Jóhann Hauksson • Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Vikublað 16.–18. desember 2014 Bætti mig í öllu Ég var á mjög slæmri leið Spörkuðu í mig þar sem ég lá á jörðinni Villta Norðvestrið Fjölmiðlakonan Eva María Jónsdóttir æfir kraftlyftingar og hefur náð góðum árangri. – DV Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur varð fyrir einelti í æsku sem hafði töluverð áhrif á hana. – DV A llt sem komið hefur fram um nýja skýrslu og tillögur norð- vesturnefndar ríkisstjórnar- innar um eflingu byggðar á Norðvesturlandi vekur alvarlegar spurningar um íslenskt stjórnkerfi og meðferð pólitísks valds í landinu. Aðalspurningin er hvort hér á landi séu í raun engin takmörk fyrir póli- tískri hagsmunagæslu af þeirri gerð og stærðargráðu sem framsóknar- menn bera hér á borð. Málið fer á alla kanta yfir svo mörg strik að ekki er hægt að álykta öðru- vísi en að annað hvort séu algjörir amatörar við völd í landinu eða þá að framsóknarmönnum sé yfirleitt orðið skítsama um það þótt þeir verði ber- ir að grímulausu pólitísku sérhags- munapoti. Í fréttum RÚV um helgina af tillög- um nefndarinnar var þeim ekki lýst í neinum smáatriðum, því leynd hvílir enn yfir þeim. Það sem þó virðist ljóst, er að hér er ýmislegt á skjön við fyr- irliggjandi vinnu í þessum efnum svo og almennt gangverk í stefnumótun, tillögugerð og regluverki. Eftirfarandi hefur gerst, sam- kvæmt fréttum RÚV: Ríkisstjórnin var boðuð til sérstaks fundar með mjög skömmum fyrirvara og á óvenju- legum tíma, seinni partinn á föstu- daginn, þar sem tillögur nefndarinn- ar voru lagðar fram. Þær munu hafa fallið í grýttan jarðveg hjá ráðherrum Sjálfstæðisflokksins og þótt róttækar. Þær fela meðal annars í sér flutning skipareksturs Landhelgisgæslunnar í Skagafjörð, flutning RARIK á Sauð- árkrók, eflingu Vinnumálastofnunar á Skagaströnd, eflingu menntastofn- ana á svæðinu og byggingu gagnavers á Blönduósi. Rætt var um að kostnað- ur við að hrinda tillögunum í fram- kvæmd myndi nema mörg hundruð milljónum króna. Enginn mælir í mót nauðsyn þess að huga að jafnvægi í byggðum lands- ins og eflaust má færa rök fyrir því að til þess sé kostandi talsverðu fé. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að ljóst sé að ákveðnar byggð- ir eigi við meiri erfiðleika að etja en aðrar og að gera þurfi úttekt á þeim svæðum og móta tillögur um hvern- ig mæta má aðsteðjandi vanda. Þarna segir líka að unnið verði að sam- þættingu opinberra áætlana og gerð sérstakra landshlutaáætlana í sam- vinnu við sveitarfélögin. Í skipuriti forsætisráðuneytisins er að finna sérstaka skrifstofu stjórnsýsluþróunar, sem á að sinna stefnumótun, verkefnastjórnun og eftirfylgni stefnumarkandi verk- efna á sviði stjórnsýslu og samfé- lagsþróunar. Forsætisráðuneytið fóstraði einnig til skamms tíma að minnsta kosti sóknaráætlun lands- hlutanna sem var hluti af Ísland 2020 sem var stefnuyfirlýsing síð- ustu ríkisstjórnar um öflugra at- vinnulíf og samfélag. Samt sem áður falla byggðamál enn undir at- vinnuvega- og nýsköpunarráðu- neyti, sem nýlega tók sér það vald að ákveða upp úr þurru flutning Fiskistofu til Akureyrar. Viðleitnin er því til staðar þó brotakennd sé. Það verður hins vegar að gera þá kröfu að þessi málaflokkur, byggðamálin, lúti rétt eins og önnur verkefni lágmarks vit- rænum aga, en verði ekki eilíflega veiðilendur stjórnmálamanna í at- kvæðaleit. Í samhengi norðvesturnefndar ríkisstjórnarinnar þýðir það nefni- lega ekkert annað en klára fall- einkunn fyrir tillögurnar sem for- sætisráðherra trommaði með á ríkisstjórnarfund á föstudaginn, að forvígismenn nefndarinnar sem vann þær skuli báðir vera þingmenn úr viðkomandi kjördæmi og í flokki forsætisráðherra. Í huga stórs hóps kjósenda hafa þessar tillögur engan trúverðugleika. Aðferðafræðin við smíði þeirra skapar bara tortryggni og erfiðleika við að koma þeim hluta þeirra í framkvæmd sem þó gæti ver- ið eitthvert vit í. En þetta er hin sér- íslenska leið. Að böðlast áfram með hlutina út frá þröngum sérhagsmun- um án þess að yfirsýn ráði för eða gagnsæi sé viðhaft. Það liggur til dæmis fyrir sam- kvæmt tölum frá Byggðastofnun að Norðvesturland er ekki það land- svæði sem hefur mestan undirball- ans starfa hjá ríkinu. Þvert á móti eru Norðvesturland og höfuðborgar- svæðið þau svæði á landinu sem hafa hlutfallslega flest ríkisstörf per haus. Önnur skýrsla um leiðir til að styrkja atvinnulíf og samfélag á Norðurlandi vestra datt inn á borð forsætisráðherra Íslands í maí 2008. Nefndin sem skilaði þeirri 34 síðna skýrslu til Geirs Haarde hét líka norð- vesturnefnd. Það man enginn leng- ur hvað sú nefnd lagði til fyrir utan fjölgun textílstarfa við Þekkingar- setrið á Blönduósi. Það væri líklega best að nýja skýrslan færi sömu leið, beint ofan í skúffu. n Sinna ekki frúnni Uppi varð fótur og fit þegar spurðist á dögunum að Sigmund- ur Davíð Gunnlaugsson forsætis- ráðherra væri enn einu sinni horfinn á braut og nú í lystiferði með frú sinni fertugri til útlanda. Körlunum í heitu pottunum er ekkert óviðkomandi og fara í rauðabítið yfir þjóðmálin. Þeir eru hagyrtir í meira lagi og einn þeirra batt atvikin saman á eftir- farandi hátt: Hefur ólík hlutverk tvö hlaupa þurfti úr brúnni. Þótt aðstoðar- mennirnir séu sjö sinna þeir ekki frúnni. Harkan í læknadeilunni Grafalvarleg staða læknadeilunn- ar fer ekki framhjá neinum og ekki er að sjá að harkan fari minnkandi milli deiluaðila nema síður sé. Það fór til dæmis greini- lega illa í lækna að heyra Birgi Jak- obsson, verðandi landlækni, í út- varpsviðtali fyrir helgi tala um að krafa um 50% launahækkun í ein- um rykk væri ekki raunhæf. Birgir tekur við sem landlæknir um ára- mót. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, mun hafa svarað þessum ummælum verð- andi landlæknis af hörku í pistli á lokuðu vefsvæði lækna um helgina þar sem hann frábað sér afskipti Birgis. Þorbjörn sagði það nógu slæmt að heyra rangfærslur um kröfur lækna frá viðsemjanda lækna í stóli fjármálaráðherra en verra að heyra það endur- óma í orðum verðandi landlækn- is, sem hefði þar fyrir utan ekkert með það að gera að skipta sér af kjaradeilum stéttarinnar. Birgir hafði sagt í útvarpsviðtalinu að launahækkanir af þessu tagi væru ekki eðlilegar miðað við sænsk- an standard. Þorbjörn svarar og segir heilbrigðiskerfi á heljar- þröm eins og það íslenska ekki samræmast sænskum stöðlum heldur. Herförin gegn RÚV Ekki virðast síðustu björgunar- tilraunir og áköll hafa komið að gagni við að hindra að fjár- hagslegar lömunaraðgerðir RÚV-andstæðinga innan ríkis- stjórnarmeirihlutans komi til framkvæmda. Oft stefndi í við- líka lemstranir fjárveitingavalds- ins gagnvart stofnuninni á árum áður, en hófsamari öflum tókst samt alltaf að bjarga málum. Ekki núna. Á það er hins vegar bent að afleiðingar niðurskurðarins eigi eftir að koma í ljós. Miðað við yfirlýsingar stjórnar og forráða- manna RÚV má búast við því að þær gangi síður en svo hljóð- alaust fyrir sig. Þeir sem muna tímana tvenna í pólitíkinni segja að þá sannist það, sem vitað var áður, að pólitískar herferðir gegn RÚV svara aldrei pólitískum kostnaði. Leiðari Hallgrímur Thorsteinsson hallgrimur@dv.is Pétur Örn Guðmundsson hætti að drekka og hefur aldrei liðið betur. – DV Núbó úr sögunni – hvað svo? K ínverska auðkýfingnum Huang Núbó tókst á að koma sér á blöð Íslands- sögunnar þótt áform hans yrðu aldrei að veruleika. En svo ævintýraleg voru þessi áform að þau hlutu að vekja athygli. Hann vildi eignast – og ef hann fengi ekki að eignast – þá fá yfir- ráð yfir hinni risastóru jörð Gríms- stöðum á Fjöllum. Þar kvaðst hann ætla að reisa stórt hótel og auk þess eitt hundrað smáhýsi, leggja flugbraut að ógleymdum golf- velli sem hann vildi hafa þarna í túndrunni. Offjárfesting og stórveldapólitík Gagnrýni kom fram úr ýmsum átt- um. Aðilum í hótelrekstri á svæð- inu, sem sjálfir standa í upp- byggingu leist illa á, töldu að um hættulega offjárfestingu gæti orðið að ræða, sumir töldu Núbó vera að sækjast eftir landi til að veðsetja heima fyrir svo hann fengi aðgang að lánsfé í kínverskum bönkum, sviðin jörð svikinna gylliboða af svipuðu tagi annars staðar bæru þessu vott; þá var á það bent að auðmaður í Kína gæti eðli máls samkvæmt aldrei þrifist án velvilja stjórnvalda og hlytu menn að spyrja um tengslin við hagsmuna- gæslu Kína og við heimspólitík- ina almennt – með öðrum orðum, menn hlytu að hugleiða hvort kín- verska ríkið væri að verða sér úti um aðgang að Íslandi. Eignarhaldið á að vera á Íslandi! Hvernig sem á málin var litið var ég andvígur því að heimila þessa fjárfestingu og taldi öll framan- greind rök eiga nokkuð við að styðjast. Þyngst vó í mínum huga að eignarhald á landi ætti að hvíla innan þess samfélags sem landið byggir. Þá er grunvallaratriði að hálendi Íslands sé varið fyrir óeðli- legum ágangi misviturra fjárfesta sem auðveldlega geta valdið stór- tjóni með framkvæmdum sem spilla heiðanna ró. Ég tel með öðrum orðum, að öll sú gagnrýni, sem að framan er vitnað til og varnaðarorðin sem af henni spruttu, eigi fyllilega rétt á sér og fagna ég því nú sérstaklega af þeim sökum að sveitarstjórnar- menn sem voru ginnkeyptir fyrir gylliboðunum frá Kína skuli nú hafa gefið drauma sína upp á bát- inn. Vildu samfélaginu vel Það breytir ekki hinu að fyrir þeim vakti að sjálfsögðu að láta gott af sér leiða til uppbyggingar sínu samfélagi. Og þá vaknar sú spurn- ing hvort ríkisvaldið sem stóð í vegi fyrir þessum áformum hafi ekki einhverjar skyldur við hlutað- eigandi aðila í þessu spili öllu. Þar horfi ég ekki síst til eigenda Gríms- staðajarðarinnar sem urðu af tals- verðum fjármunum sem kínverski auðmaðurinn hét að setja niður í þeirra vasa. Aðdáunarvert hefur þó verið æðruleysi þeirra flestra frammi fyrir hinum fyrirheitna auði. Skyldur ríkisins Reyndar tel ég að skyldur ríkisins snúi ekki síður að því að hlusta á beiðni sem fjöldi Íslendinga hefur sett fram um kaup ríkisins á Gríms- stöðum á Fjöllum, þessari miklu jörð sem ásamt öðrum jörðum, sumum í almannaeign, mynda eins konar kraga um öræfi Íslands. Fólk úr öllum stjórnmálaflokkum, nánast öllum atvinnugreinum, ungt fólk og gamalt sameinaðist fyrir alllöngu síðan í áskorun til ís- lenskra stjórnvalda um að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Björk og Ólafur Stefánsson Á meðal þeirra sem undirritað hafa þessa áskorun um að ríkið kaupi Grímsstaði á Fjöllum, má nefna Vigdísi Finnbogadóttur, Ólaf Stef- ánsson handboltamann, Guðmund Gíslason, sundkappann frækna, Pétur Gunnarsson rithöfund, Björk og Þorstein frá Hamri. Utan um þessa kröfu smíðaði Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þings ályktunartillögu sem hún flutti undir lok síðasta kjörtímabils og hef ég síðan tví- vegis lagt þá tillögu fram, ásamt Svandísi Svavarsdóttur, á þessu kjörtímabili. Því miður afgreiddi síðasta ríkisstjórn ekki málið en vonir eru bundnar við að það nái fram að ganga á þessu kjörtímabili. Þetta mál er þverpólitískt og á einu að gilda hverjir sitja í Stjórnarráð- inu. Um þetta eigum við öll að geta sameinast. Besta þingræðan Þegar ég talaði fyrir tillögunni í fyrra las ég upp nöfn þeirra um það bil hundrað og fimmtíu einstaklinga sem undirritað höfðu áskorunina og má segja að ræða mín hafi ekki samanstaðið af öðru en nöfnum þessa góða fólks. Var það mál manna að þetta hefði ver- ið eftirtektarverðasta, ef ekki lang- besta ræða sem ég hafi nokkru sinni flutt á Alþingi! Það segir allt sem segja þarf um nafnalistann á áskoruninni. n „Var það mál manna að þetta hefði verið eftirtektar- verðasta, ef ekki lang- besta ræða sem ég hafi nokkru sinni flutt á Al- þingi! Það segir allt sem segja þarf um nafnalist- ann á áskoruninni. Ögmundur Jónsson þingmaður Vinstri grænna Kjallari MynD SkJáSkOT af VEf HTTP://SHanGHaiiST.cOM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.