Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2014, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2014, Blaðsíða 20
Vikublað 16.–18. desember 201420 Sport gegn því að vera sóttur Fæst geFins H ávær orðrómur er um það á Englandi að forráðamenn Chelsea láti nú þau skila- boð berast til kollega sinna hjá öðrum úrvalsdeildar- liðum og víðar að dýrasti leikmað- ur í sögu félagsins, Fernando Torres, fáist frítt strax í janúar gegn því að félögin greiði launin hans. Fyrir að- eins fjórum árum, í janúar 2011, keypti Chelsea spænska framherj- ann á 50 milljónir punda sem þá var breskt félagsskiptamet. Torres er nú á láni hjá AC Milan á Ítalíu en þar hefur hann haldið áfram að valda vonbrigðum. Þó að lánssamn- ingurinn við Milan sé til tveggja ára og bundnar hafi verið vonir við að Torres myndi finna aftur sitt besta form, hefur raunin orðið önnur og Milan vill losna við framherjann sem eitt sinn var sá hættulegasti í Evrópu. Margir hafa velt því fyrir sér hvað í ósköpunum hafi komið fyrir Torres síðan hann skipti yfir í Chelsea. Ein kenning, sem þótt hefur sennileg, hefur nú aftur skotið upp kollin- um. Hún gengur út á að hnéaðgerð- ir sem Torres gekkst undir í janúar 2010, ári áður en hann gekk til liðs við Chelsea, og svo aftur í apríl sama ár, hafi verið upphafið að endalok- um ferils hans. Eins og stormsveipur Torres kom eins og stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina eftir að Liverpool greiddi uppeldisfélagi hans Atletico Madrid 26,5 milljónir punda fyrir undirskrift hans sumar- ið 2007. Hinn 24 ára framherji, sem þrátt fyrir ungan aldur hafði verið fyrirliði Madrídarliðsins í fimm ár, skoraði 24 mörk í 33 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á sínu fyrsta tímabili. Hann skoraði 33 mörk í 46 leikjum í öllum keppnum. Um sum- arið skoraði hann sigurmark Spán- ar í úrslitaleik EM 2008. Torres var á toppi tilverunnar. Hann átti þó aldrei eftir að ná að leika jafnmarga leiki í deild með Liverpool og á þessu fyrsta tímabili og aðeins einu sinni eftir það með Chelsea. Meiðsli áttu nefnilega eftir að setja strik í reikninginn eins og svo oft vill verða hjá leikmönnum sem búa yfir leiftr- andi hraða og sprengikrafti eins og Torres. Á fyrsta tímabilinu meiddist hann í tvígang, aft- an í læri í október og í nára í febrúar. Það var þó aðeins for- smekkurinn af því sem koma skyldi. Meiðslavand- ræðin byrja Meiðslavandræði léku Torres grátt tímabilið 2008–2009 þar sem hann togn- aði ítrekað aftan í læri, eða hnésbót- arsin eins og það heitir nú víst. Í ágúst, október og nóvember. Torres talaði um það í ævisögu sinni að þessi meiðsli hefði lagst þungt á hann and- lega. Í leik sínum hafði Torres alltaf treyst á hraða sinn og sprengi- kraft þar sem hann setti boltann framhjá varnarmönnum, skildi þá eftir, stakk sér inn fyrir og skoraði. Ítrekuð meiðsli sem þessi gátu gert honum erfitt um vik. Á sex árum sínum hjá Atletico hafði hann þó aðeins einu sinni orðið fyrir vöðvameiðsl- um sem þessum. Þrátt fyrir meiðslin var tímabilið 2008–2009 það besta hjá Liverpool frá stofnun úrvals- deildarinnar. Liðið endaði í öðru sæti, aðeins fjórum stigum á eftir Manchester United. Torres og Steven Gerrard voru ógnarsterkir saman en tölfræðilega séð var þetta lakasta heila tímabil Spánverjans hjá Liver- pool þrátt fyrir 14 mörk í 24 leikj- um þegar litið er til þess að skota- nýting hans hríðféll og hann þurfti fleiri skot en nokkru sinni áður til að skora. Sú nýting fór undir 20%. Vandræði með hægra hnéð Tímabilið 2009–2010 byrjaði vel þó að Torres missti úr leiki í nóvem- ber og desember vegna tognunar í magavöðva. Engar tognanir aftan í læri. En það kann að hafa kostað sitt. Brjósk í hægra hné framherjans fór að valda honum vandræðum og urðu þau til þess að hann þurfti að gangast undir tvær áðurnefnd- ar hnéaðgerðir. Í janúar og apríl 2010. Sparkspekingar velta því fyr- ir sér hvort þessar skemmdir á hné megi rekja til þess að hann væri að beita sér öðruvísi til að passa upp á að togna ekki aftan í læri. Aðgerðin í apríl batt enda á tímabil hans. Þegar litið er til baka þá lítur þetta tímabil hjá honum ekki illa út á pappír. Hann skoraði 18 deildar- mörk í aðeins 22 leikjum en það segir þó ekki alla söguna. Meirihluti þessara marka kom nefnilega áður en hann gekkst undir hnéað- gerðina í janúar. Eftir þá að- gerð skoraði hann bara sex mörk það sem eftir lifði tímabils. Honum var tjasl- að saman fyrir HM 2010 en menn höfðu áhyggjur af því að verið væri að fara of geyst. Hann skoraði ekki mark í 7 leikjum og meiddist á nára í úrslitaleiknum gegn Hollandi. Þó að Spánn hafi hamp- að heimsmeistaratitlinum þá hafði Liverpool gengið illa á tímabil- inu, endað í sjöunda sæti, dottið snemma út úr Meistaradeildinni og svo fór að Rafa Benitez var rekinn. Úthrópaður svikari Torres byrjaði tímabilið 2010–2011 heill heilsu og náði að spila 23 leiki fyrir Liverpool, þar af byrja 22 leiki. Hann skoraði hins vegar aðeins níu mörk og virtist skugginn af sjálfum sér. Eftir áramót, í janúar 2011, gerði hann svo allt vitlaust þegar hann óskaði óvænt eftir sölu frá Liver- pool þvert á yfirlýsingar um ást hans á félaginu. Chelsea kom til sögunn- ar og greiddi 50 milljónir punda fyr- ir Torres. Stuðningsmenn Liverpool úthrópuðu hann sem svikara og þung orð voru látin falla. Ekki þyk- ir ósennilegt að lætin í kringum fé- lagsskiptin hafi lagst þungt á Torres sem er víst ekki með þykkan skráp, segja þeir sem til þekkja. Ekki skal vanmeta að þetta um- rót, í bland við pressuna sem hin- um gríðarháa verðmiða fylgdi, kann að hafa haft áhrif á Torres og rýrt sjálfstraust hans. Hann skoraði að- eins eitt mark fyrir Chelsea restina af tímabilinu 2010–2011. Þrátt fyr- ir að hafa náð að leika alls 37 leiki með Liverpool og Chelsea skoraði hann aðeins 10 mörk í deild sam- tals. Söguna síðan þekkja flestir. Aldrei samur Á þremur og hálfu tímabili hjá Chelsea kom Torres við sögu í 110 deildarleikjum og skoraði aðeins 20 mörk. Til samanburðar skoraði hann 65 mörk í 102 deildarleikjum með Liverpool á jafnmörgum árum. Hans besti árangur með Chelsea var að skora 8 mörk í 36 leikjum tímabil- ið 2012–2013. Það tímabili skor- aði hann reyndar 22 mörk í öllum keppnum en munaði þar mest um 9 mörk í Evrópukeppni. Alveg síðan Torres skipti yfir í Chelsea hefur hann virst heillum horfinn. Svo mjög að mörgum hef- ur þótt óhætt að tala um að bölvun í þeim efnum. En hvað með hnéað- gerðinar? Er eitthvað til í því? Sjáum til; Hnén eru eins og annað hjarta knattspyrnumanna og ef þau fara þá er þetta búið spil. Fyrir fyrri hnéað- gerðina hafði Torres verið ótrúlegur og skorað 50 deildarmörk í 72 leikj- um. Síðan þá skoraði hann aðeins 32 í 125 leikjum. Hjá AC Milan leit út fyrir að hann ætlaði að sýna öllum efasemda- mönnum í tvo heimana. Hann skor- aði í sínum fyrsta deildarleik og virt- ist sprækur. En í tíu leikjum hingað til hafa mörkin ekki orðið fleiri. Torres í tómarúmi Nú er talið að Milan vilji losna við hann strax í janúar þrátt fyrir að hafa gert tveggja ára lánssamning við Chelsea. Þeir telja sig ekki vera að fá nokkuð fyrir sinn snúð enda eru þeir að greiða hluta svimandi hárra launa hans. Chelsea hefur síð- an enga þörf fyrir hann eftir að hafa fengið framherjana Diego Costa, Loic Remy og Didier Drogba til fé- lagsins í sumar. Sagan segir að upp- eldisfélagið Atletico Madrid, þar sem Torres var í guðatölu, hafi meira að segja hafnað því að fá hann aftur og er þá fokið í flest skjól. Á meðan leitar Chelsea víst að félögum til að bíta á agnið og losa liðið við dýrasta leikmann þess og einn þann launa- hæsta. Torres stendur nú á þrítugu og þó enn eigi eftir að koma í ljós hvað um hann verður þá virðist hann nú ráfa um í tómarúmi líkt og land- laus maður í leit að neistanum sem mögulega gæti kveikt aftur glæður í úrkula ferli. n n sögulegt stjörnuhrap Fernandos torres Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Fyrir og eftir aðgerð 2007–2008 2008–2009 2009–2010 2009–2010 2010–2011 2011–2012 2012–2013 2013–2014 33 le ik ir 7 le ik ir 32 le ik ir 23 le ik ir 14 le ik ir 36 le ik ir 28 le ik ir 24 le ik ir 15 le ik ir 24 mörk 14 mörk 12 mörk 6 mörk 9 mörk 1 mark 6 mörk 8 mörk 5 mörk A ð g er ð Óstöðvandi Þegar Torres var upp á sitt besta hjá Liverpool var hann einn besti framherji veraldar. Fimmtíu milljóna punda flopp Fernando Torres virðist aldrei hafa náð sér almennilega á strik síðan hann gekkst undir aðgerðir á hné í janúar og apríl 2010. Chelsea keypti köttinn í sekknum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.