Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2014, Blaðsíða 18
Jólablað 23. desember 201418 Umræða
Þjóðarheimili fyrir alla
V
ið lok árs hvarflar hugurinn
yfir farinn veg og við leggj
um mat á árangur og verk
efnin framundan. Efna
hagsástandið hefur batnað
síðustu ár og við búum nú við ár
angurinn af erfiðum ákvörðunum
í efnahagsstjórn áranna eftir hrun.
Minnkandi atvinnuleysi, metútskrift
úr Háskóla Íslands og vaxandi kaup
máttur eru til vitnis þar um.
En þá skiptir mestu hvert skuli
farið. Mér hefur oft orðið tíðrætt
um hugmyndina um þjóðarheim
ilið, sem samfélagssýn norrænna
jafnaðarmanna byggir á. Á heimil
inu eru allir metnir að verðleikum
á eigin forsendum og þótt við séum
ósammála um aðferðir og leið
ir ræðum við okkur að niðurstöðu.
Haraldur Guðmundsson, forystu
maður Alþýðuflokksins, lagði út af
þessari hugmynd í ræðu fyrir réttum
70 árum við lýðveldisstofnunina og
sagði: „Nú er það okkar að sýna, að
við kunnum að halda svo á málum
okkar, að þjóðin verði raunverulega
frjáls, að við látum okkur ekki nægja
að reisa lýðveldisbygginguna, heldur
viljum og getum komið öllu svo vel
fyrir innan stokks, að hún verði öll
um Íslendingum hjartfólgið heim
ili. Við verðum að létta af öllum oki
og ófrelsi örbirgðar, skorts, fáfræði
og volæðis. Við verðum að útrýma
bölvun öryggisleysisins og kvíðan
um fyrir komandi degi.“
Fólkið flýr
En myndin sem blasir við á Íslandi
í dag er ekki af hjartfólgnu heimili.
Fyrsta læknaverkfall Íslandssögunn
ar setur velferð sjúkra í uppnám og
vekur almennar efasemdir um það
öryggi sem við höfum búið við og
gengið að sem vísu á Íslandi. Læknar
sem vilja vinna hér sjá ekki framtíð í
stefnulausu landi, þar sem hvorki
liggur fyrir hvert skuli stefnt um efna
hagsþróun eða almenna velferðar
þjónustu. Uppgjafartilfinningin yfir
sjálfstæðu Íslandi breiðist út.
Hvað hefur skilið Ísland frá öðr
um litlum ríkjum og öðru fremur
varðað leið okkar frá örbirgð til auð
sældar frá seinna stríði? Sú stað
reynd að fólkið okkar hefur kosið að
koma heim að námi loknu og leggja
sitt af mörkum við að auka hagsæld,
byggja brýr, leggja vegi, stofna fyrir
tæki eða lækna sjúka. Hin ósagða
forsenda þessa hefur verið sú að
á Íslandi væri mögulegt að lifa lífi
sem stæðist samjöfnuð við það sem
byðist í nágrannalöndunum. Þetta
óskrifaða samkomulag hefur nú
verið rofið. Hefðbundnir hagtölu
mælikvarðar segja almennu launa
fólki, starfsfólki í heilbrigðisþjónustu
eða framsæknum fyrirtækjum enga
raunverulega sögu. Fólkið flýr, fyrir
tækin vaxa í öðrum löndum.
Skýr stefna
Stjórnarstefnan er skýr: Sótt er að al
mannaþjónustu sem aldrei fyrr. Góð
heilbrigðisþjónusta og menntun fyr
ir alla, án tillits til efnahags eru ekki
sjálfsögð gæði. Sköttum er létt af best
stæðu fyrirtækjunum og einstak
lingunum en almenn gjaldtaka fyr
ir alla sjálfsagða hluti innleidd: Við
munum borga sífellt meira fyrir heil
brigðisþjónustu, menntun og jafnvel
fyrir að njóta náttúruauðæfa í sam
eiginlegri eigu okkar. Venjulegt fólk
mun alltaf þurfa að vera með vesk
ið á lofti og búa við lakari lífskjör
og minni tækifæri en í nágranna
löndunum.
Sitjandi ríkisstjórn hefur áunnið
sér nafngiftina Ríkisstjórn ríka fólks
ins. Samfélagssýn hennar felst í að
loka landinu, vernda auð áhrifa
valda innan flokka sinna en útrýma
leikreglum og samkeppni. Þetta er
hinn raunverulegi forsendubrestur.
Þessi ríkisstjórn er algerlega ófær
um að beina kröftum í góðan farveg
og bjóða fram valkost um heilbrigt
efnahagslíf, stöðugleika og velsæld
fyrir alla.
Mikilvægasta verkefnið and
spænis vonleysi og vantrú er að
gera lýðveldisbygginguna að hjart
fólgnu heimili okkar allra, svo vís
að sé til ræðu Haraldar frá lýðveld
isstofnuninni. Til þess þurfum við
sóknarstefnu fyrir Ísland. Til að móta
hana þarf afl þeirra tugþúsunda Ís
lendinga sem þrá að fá að leggja gott
af mörkum og byggja framtíð í þessu
landi að fá að njóta sín.
Við getum ekki gefist upp á Ís
landi. Læknarnir í verkfalli gætu ver
ið að sinna sjúkum okkur öllum til
heilla. Fólkið sem flutt hefur til Nor
egs gæti verið að vinna okkur öllum
gagn og nýta þekkingu sína í þjóð
ar þágu, en það er ekki að gera það.
Þekkingarfyrirtækin okkar gætu ver
ið að vaxa hér á landi, en þau eru
ekki að gera það.
Verkefni næsta árs er að þróa sýn
um öflugt Ísland, byggt á heilbrigð
um, almennum leikreglum og fé
lagslegu réttlæti, þar sem tryggð eru
tækifæri fyrir alla. Það er sannkallað
þjóðarheimili. n
Árni Páll Árnason
formaður Samfylkingar
Kjallari „Fólkið flýr, fyrir
tækin vaxa í
öðrum löndum.
Á tæpasta vaði Umsjón: Henry Þór Baldursson
Á
rið sem er að líða hefur ver
ið þjóðinni farsælt. Segja má
að árgæska hafi verið bæði
til lands og sjávar. Tíðarfar og
aflabrögð hafa yfirleitt verið
hagstæð og nýjustu fréttir af viðgangi
okkar mikilvægu fiskistofna gefa vonir
um batnandi hag.
Stjórn landsins hefur tekist með
þeim hætti, að við sem berum ábyrgð
á landstjórninni getum litið stolt um
öxl. Mikilvægustu hagtölur eru mun
betri en í löndunum í kringum okk
ur. Einn versti skaðvaldur íslenskra
heimila hefur verið verðbólga. Nú hef
ur tekist að kveða hana niður og hef
ur hún ekki verið lægri í áratugi eða
innan við 1%. Annar ógnvaldur – at
vinnuleysi fer minnkandi og er komið
niður í um 3%. Kaupmáttur fer veru
lega vaxandi og hefur aukist um 5% á
árinu og svona mætti lengi telja. Það
er sannarlega ástæða til að gleðjast
yfir þessum hagtölum.
Leiðréttingin í höfn
Fyrirheit stjórnarflokkanna um að
koma skuldugum heimilum til hjálp
ar hafa verið efnd með myndarlegum
hætti. Lækkun verðtryggðra fasteigna
veðlána, sem við framsóknarmenn
settum á oddinn er að koma til fram
kvæmda á næstu vikum og til þess
verður varið 80 milljörðum. Þessi að
gerð mun létta greiðslubyrði heimil
anna mjög verulega og ekki bara í eitt
skipti, heldur til frambúðar. Sá sem
fékk lækkun um tvær og hálfa milljón,
losnar við vaxtabyrði af þeirri upphæð
út allan lánstímann, það er að segja
ár eftir ár verður vaxtagreiðslan þeim
mun lægri. Skattleysi skyldusparnað
ar sem varið er til skuldalækkunar
samkvæmt hugmyndum stjórnar
flokkana á enn fremur að geta lækkað
skuldir um sjötíu milljarða.
Raunhæf fjárlög
Fjárlög ársins 2014 voru afgreidd
hallalaus og útkoman verður jákvæð.
Fjárlög komandi árs eru líka afgreidd
hallalaus og vonandi verður sú raun
in. Heilbrigðismál hafa algeran for
gang og hefur aldrei verið búið betur
að þeim, enda þarfir miklar í þeim
málaflokki og seint nóg að gert. Þá
var litið alveg sérstaklega til með
menntun og vísindum í fjárlögunum.
Verulegar breytingar eru gerðar á
skattheimtu. Vörugjöld eru afnumin
að mestu, hærra þrep virðisaukaskatts
lækkar um 1,5% en lægra þrepið
hækkar úr 7 í 11%. Fimmtán til tutt
ugu prósenta innkaupa fjölskyldna
eru í lægra virðisaukaskattþrepi en
um eða yfir áttatíu prósent í hærra
þrepinu. Útkoman er því sú að neyt
endur hagnast um 5 eða 6 milljarða á
þessari breytingu og allir hópar neyt
enda verða betur settir en áður, enda
var það algjört skilyrði af hálfu Fram
sóknarflokksins og samkvæmt fyrir
vara flokksins við framlagningu frum
varpsins.
Mikið hefur verið gert úr því að
virðisaukaskattur á bækur hækki
um fjögur prósent, hér er þó ekki
um mikla hækkun að ræða. Bók sem
kostar 5.000 kostar 5.200 eftir hækkun.
Æskilegt væri eigi að síður að finna
leiðir til mótvægisaðgerða, lestur er
mikilvægur. Ríkisútvarpið telur sig
mjög vanhaldið í þessum fjárlögum.
Því eru þó ætlaðar þrjú þúsund sex
hundruð og áttatíu milljónir og er það
á fjórða hundrað milljóna meira en á
þessu ári. Rétt skal vera rétt. Fjárfram
lag til Ríkisútvarpsins var því hækkað
um tæpar 400 m.kr., sem samsvarar
um 10% aukningu á framlagi milli ára.
Það vekur því furðu að víða sé talað
og ritað eins og um niðurskurð sé að
ræða.
Gott samstarf
Mér er ánægja að votta það að sam
starf stjórnarflokkanna hefur verið
gott og tillitssemi og trúnaður hefur
ríkt á milli flokkanna. Engar blikur
eru á lofti um að þar verði breyting á.
Þjóðin þarf á því að halda að endur
reisn þjóðfélagsins haldi áfram.
Fyrir hönd Framsóknarflokksins
þakka ég landsmönnum árið sem er
að líða og óska öllum velfarnaðar á
nýju ári. n
Endurreisn á farsælu ári
Sigrún Magnúsdóttir
formaður þingflokks framsóknarmanna
Kjallari
Mest lesið
á DV.is
1 Jakob Valgeir kom í veg fyrir ráðningu sjómanns
vegna Facebook-færslu Loforði
til sjómanns um pláss á togara í eigu
Jakobs Valgeirs Flosasonar, útgerðar-
manns í Bolungarvík, var afturkallað
vegna Facebook-færslu frá aðila sem
Jakob Valgeir taldi að tengdist sjó-
manninum. Þetta kemur fram í nýjasta
tölublaði fréttablaðsins Vestfirðir.
Sjálfur ber sjómaðurinn ekki ábyrgð á
færslunni en Jakob mun hafa sagt að
hann kærði sig ekki um að hafa menn
í vinnu sem tengdust slíkri framkomu.
Síðar afturkallaði Jakob afturköllunina
á atvinnutilboðinu.
Lesið: 38.688
2 Eigandi húsnæðis Caruso ítrekað ratað í fjölmiðla
Jón Ragnarsson, eigandi fasteignarinnar
þar sem veitingastaðurinn Caruso er til
húsa, hefur í gegnum árin staðið í hinum
ýmsu málaferlum sem ratað hafa í
fjölmiðla. DV fór yfir málið.
Lesið: 36.748
3 10 ára fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gegn átta
ára drengjum og þroskahaml-
aðri konu Jóhannes Óli Ragnarsson
hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi
í Héraðsdómi Norðurlands eystra
fyrir frelsissviptingu, sifskaparbrot og
kynferðisbrot gegn tveimur átta ára
gömlum drengjum og fyrir kynferðisbrot
gegn þroskahamlaðri konu.
Lesið: 36.641