Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2014, Blaðsíða 38
38 Fólk Jólablað 23. desember 2014
Gott að muna eftir
ástvinum yfir jólin
Jólahefðir eru mun fjölbreyttari en fólk gerir sér
mögulega grein fyrir. Þó að margir borði ham-
borgarhrygg á aðfangadag er samt sem áður fjöldi
fólks sem borðar rjúpur, endur, gæsir eða annað
kjöt. Helga Dís Björgúlfsdóttir, blaðamaður DV,
fékk nokkra vel valda til þess að segja frá skemmti-
legum jólaminningum og jólahefðum þeirra.
H
erbert Viðarsson „Hjá mér eru svo sem engar sér-
stakar jólahefðir nema sú að það er alltaf jólaboð
annan í jólum. Annars er þetta nú bara slökun og
vídeó.
Þegar ég var skiptinemi í Montreal 1992 þá upplifði
ég það í fyrsta skipti að fólk hittist í mat og svo var bara
standandi fyllerí um nóttina. Ég man að ég hafði ekki
rænu í jólaboð daginn eftir og eldaði mér því Ora fiskbúð-
ing á jóladag. Það var ágætis þynnkumatur þá, veit ekki
hvort hann virki í dag.“
É
g hef alltaf verið mikið jólabarn og nýt jólanna í
botn sama hvar ég er í heiminum, einn eða með
öðrum. Finnst þó mjög gaman að upplifa eitt-
hvað nýtt, í desember í fyrra var ég til dæmis í
New York alveg fram að jólum en verð í London núna.
Tónlist skiptir mig miklu máli, jólabíó/sjónvarps-
myndir, malt og appelsín, og ýmis matur, drykkur og
nammi sem maður nýtur til þess að kalla enn frekar
fram jólastemminguna. En auðvitað er skemmtilegast
að njóta jólanna með öðrum. Kertaljós og önnur ljós
finnst mér líka hafa mikil jákvæð áhrif.
Á aðfangadag er vanalega hamborgarhryggur með
vel af brúnuðum kartöflum, (helst) Toto-sósu, rauð-
káli frá pabba og einhverju grænmeti svo maður geti
sagst hafa borðað það. Ef allt er fullkomið, er frómas
frá mömmu í eftirrétt – svo aftur borðað eftir um tvær
klukkustundir og þá borðaður bæði frómas og ís með
heitri Eddu-sósu í eftirrétt. Að leggjast út af með góða
bók eða horfa á eitthvað skemmtilegt, borða Mackin-
tosh og drekka lífræna mjólk eða malt og appelsín. Það
er eitthvað svo ótrúlega næs að vera afvelta af áti, enn
betra ef maður hefur dröslast eitthvað í ræktina og veit
að maður hefur efni á því.
Man vel eftir því þegar ég áttaði mig á að ég varð
að velja hvort ég tryði á „anda“ jólanna. Mörgum eru
jólin mjög erfið og ég reyni sjálfur og hvet alla til þess
að muna að heyra í ástvinum yfir hátíðirnar. Við óskum
þess líklega flestöll að munað sé eftir okkur og getur
verið gaman ef einhver gerir það. Auðvitað eru sumir
bara einhvern veginn stilltir inn á að vera grömpí en
það ætti bara að styrkja ást jólanna hjá þeim sem bera
hana í brjósti.
Kertaljós hafa
mikil jákvæð áhrif
Sölvi Fannar Hann er einkaþjálfari með meiru. Hann hefur
verið að þjálfa í mörg ár en er þess fyrir utan ljóðskáld, fram-
kvæmdastjóri, leikari, fyrirlesari og dansari. MynD Sigtryggur Ari
É
g hef aldrei verið mikið fyr-
ir jólahefðir og var ekki með
neitt sérstaklega mikið af þeim
og ekkert óvenjulegt – og ekk-
ert „jólin koma ekki nema …“ Hef
verið að smáfækka hefðunum og
minnka jólaumgjörðina á seinni
árum, sleppti aðventukransi og að-
ventuljósum fyrir nokkrum árum,
jólatrénu í hitteðfyrra og jólaskreytti
eiginlega ekki neitt í fyrra. Eina hefð-
in sem ég hef haldið fast í er að hafa
hangikjöt og laufabrauð í hádeginu á
jóladag en þetta árið verða nákvæm-
lega engar jólahefðir því ég ætla ekki
að halda jól – eða allavega ekki hér á
landi, verð erlendis um jólin. Ég hef
smám saman verið að komast að því
að ytri umgjörð jólanna skiptir mig
eiginlega engu máli og jólahefðir eru
dálítið gjarnar á að breytast í jóla-
kvaðir. En ég er hins vegar með fá-
einar aðventuhefðir sem mér þykir
vænt um, þær eru þó engan veginn
ómissandi.
Mér eru fyrstu jólin hans son-
ar míns alltaf dálítið minnisstæð.
Hann var tæplega ársgamall og fékk
stóra hrúgu af stórum pökkum sem
hann var voðalega kátur yfir, gjafir
sem margir höfðu vandað sig mikið
við að velja. En þegar leið á kvöldið
missti hann allan áhuga á dótinu og
var lengi að leika sér með umbúðir
utan af sokkabuxum; sofnaði loksins
með þær í höndunum, uppfullur af
sannri jólagleði.
Þannig eru jólin fyrir mér.“
Er að losa sig við jólahefðir
É
g hef svo sem aldrei verið fastheldin á hefðir í tengsl-
um við jólin en eitt hef ég tekið með mér frá æsku-
heimilinu og það er að hlusta á kirkjuklukkurnar
hringja inn jólin í útvarpinu kl. 18. Þar var hangi-
kjötið líka soðið á Þorláksmessu og borðað á jóladag og
yngsta læsa barnið las alltaf á pakkana. Svo hittumst við
stórfjölskyldan á annan í jólum. Eftir að ég eignaðist sjálf
börn höfum við aftur á móti bakað helling af smákökum
sem við borðum og skolum niður með súkkulaði á að-
ventunni. Ætli það sé ekki orðið að einhvers konar hefð.
Ég á mikið af ljúfum minningum í kringum jólin. Ein
jólin hjá okkur voru kettlingajól og heimilið var fullt af
sprækum kettlingum. Þeir tíndu allt af trénu og nög-
uðu það þannig að ekkert var eftir af því og á því, nema
stjarnan sem var víruð efst á toppnum. Ég hef ekki bara
átt kettlingajól heldur líka gæsajól. Þá keyptum við gæs-
ir á Blönduósi og hengdum þær á snúrurnar hjá afa sem
var að vinna. Þegar hann kom heim og sá þær hélt hann
að þær hefðu flogið á snúruna. Ætli hann hafi ekki verið
kampakátur yfir því að jólasteikin væri í höfn.
Eitt sinn fengum við líka til okkar fjölskylduna sem
komst síðan ekki heim til sín því það snjóaði svo mikið.
Á þessum tíma var sjaldan ruddur snjór í litla Skerjó þar
sem ég bjó þannig að síðustu gestirnir fóru undir morgun.
Ljúfustu jólaminningarnar á ég þó eftir að öll börnin
mín fæddust. Bestu stundirnar eru þær sem ég ver með
þeim og fjölskyldunni minni.“
Hlustar alltaf á
kirkjuklukkurnar
á aðfangadag
Slökun og
vídeó á jólunum
Sölvi Fannar einkaþjálfari
Líf Magneudóttir formaður mannréttindaráðs
Nanna Rögnvaldardóttir rithöfundur
Herbert Viðarsson tónlistarmaður
hennar
fæst hjá
okkur
Jólagjöfin
L augavegi 82 / Sími: 551-4473