Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2014, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2014, Blaðsíða 27
Jólablað 23. desember 2014 Skrýtið Sakamál 27 Rannsóknin endaði í blindgötu. Nafn Christine bar aldrei á góma og nú liðu nokkur ár. Chris Snider endaði á bak við lás og slá í Kentucky vegna bílþjófnaðar og Christine fór í meðferð á stofnun í Kerrville í Texas. Þar kynntist Christine Justin Rott, langt leiddum heróínfíkli, og það varð ást við fyrstu kynni. Þau gengu í hjónaband og sjóður sem faðir Christine sálugi hafði stofn- að gerði þeim kleift að kaupa íbúð í fjölbýli. En Adam var ekki lengi í Paradís. Gamlar syndir skjóta upp kollinum Ekki höfðu turtildúfurnar notið hveitibrauðsdaganna lengi þegar fortíðin guðaði á gluggann hjá þeim. Kvöld eitt sat Christine og horfði á sjónvarpsþátt sem fjallaði um morðin á vinkonum hennar. Christine kallaði á Justin og þau horfðu saman á þáttinn þar sem meðal annars birtust teikningar sem lögreglan hafði látið gera af mögulegum gerendum. Skyndilega varð Christine afar æst, rauk upp og stikaði fram og til baka í stofunni. „Ja hérna! Ja hérna!“ sagði hún aftur og aftur. Síðan stað- næmdist hún, leit á eiginmann sinn og spurði: „Líkist þetta mér?“ Þar sem hún hafði nánast játað á sig morðin gekk hún alla leið og sagði Justin frá atburðarás dagsins örlagaríka. Frásögn Christine Christine sagði Justin að hún og Chris hefðu farið á heimili Tiffany til að stela peningum og eiturlyfj- um. Það hefði verið hugmynd Chris og henni til mikillar undrunar hefði hann látið hana hafa skammbyssu. Christine til mikillar undrunar skaut Chris svo Marcus, fyrirvara- laust, og síðan, alveg óvart, hefði hlaupið skot úr hennar eigin byssu. Christine hafði síðan gjörsamlega misst sig og skotið allt hvað af tók „í blindni“ í allar áttir. Síðan yfirgáfu þau húsið, en Christine fór aftur inn til að „tryggja að öll væru dauð“. Þá sá hún að Rachael skreið á gólfinu og var að reyna að hringja í Neyðarlínuna. Þá tók Christine skammbyss- una, hélt á henni eins og hamri og sló Rachael ítrekað í hnakkann, þar til hún var viss um að Rachael væri liðið lík. Að þessu loknu sagði Christine Chris að keyra hana í vinnuna, hún þurfti að mæta á vakt. Svo mörg voru þau orð og Justin varð fyrst dapur, síðan sleginn, fór svo í afneitun en meðtók frásögn- ina að lokum. Skötuhjú á flótta Christine og Justin ákváðu að leggja land undir fót og enduðu á her- bergi á La Quinta Inn í San Antonio í Texas. Þar lögðust þau í taum- lausa fíkniefnaneyslu og neyttu lítils annars en ostakex, bollakaka og goss. Í sjö mánuði yfirgáfu þau ekki herbergið og þegar upp var staðið leit það ekki út eins og mannabú- staður; útælt, blóðugt og nálar úti um allt. Rétt áður en þrjú ár voru liðin frá morðunum fékk lögreglan í Houston upplýsingar frá manni sem fullyrti að hann hefði kynnst Christine í meðferð. Sagði hann að Christine hefði sagt honum að hún og kærasti hennar hefðu myrt ungmennin í Clear Lake. Seinna kom í ljós að umræddur maður var enginn annar en Justin Rott. Engin iðrun sjáanleg Lögreglunni tókst að rekja slóð Christine og innan tveggja daga frá símhringingunni var Christine komin á bak við lás og slá. Við yfirheyrslur gaf Christine hinar ýmsu skýringar og útgáfur af atburðarásinni síðdegis 18. júlí 2003. En að lokum tókst lögreglu að púsla frásögninni saman og að við- bættum vitnisburði Justins hafði ákæruvaldið nóg í höndunum til að leggja fram kæru á hendur Christine og Chris Snider. Christine fékk lífstíðardóm með möguleika á reynslulausn eftir 40 ár. En Chris Snider hugðist ekki eyða ævinni í fangelsi. Þegar hringur- inn um hann þrengdist brá hann á það ráð að flýja til skógar með gos- flösku og ýmsar pillur í fórum sín- um. Hann fyrirfór sér. Aldrei hefur fengist skýring á ástæðu morðanna, Chris er ekki lengur til frásagnar og Christine þögul sem gröfin. Enn þann dag í dag hefur hún ekki sýnt iðrun eða áhuga á að tjá sig um málið. n Jólagjöfin hennar fæst hjá okkur Zebra Cosmetique á Laugavegi 62 er með mikið úrval af snyrtivörum á lágu verði! www.birkiaska.is Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong Ljóti andarunginn gengur berserksgang Kærastinn Chris Snider hafði ekki í hyggju að láta góma sig á lífi. Með gullhjarta Tiffany Rowell var ein vinælasta stúlkan í skólanum og tók Christine undir sinn verndarvæng. Marcus Ray Precella Var kærasti Tiffany og ástæða þess að lögreglan fór villur vegar í rannsókninni. „Hann var ekki merkilegur pappír, „ýtinn og árásargjarn“ náungi sem var með sakaskrá og glímdi við eiturlyfjafíkn.Í réttarsal Christine tókst að forðast rétt- vísina í þrjú ár. n Christine Paolilla sætti einelti í skóla n Undir verndarvæng tveggja vinkvenna blómstraði hún n Sjaldan launar kálfurinn ofeldið, segir máltækið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.