Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2014, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2014, Blaðsíða 30
Jólablað 23. desember 201430 Menning Á starmeistarinn, nýjasta skáldsaga Oddnýjar Eirar Ævarsdóttur, er ferðalag inn að innsta kjarna ástarinnar. Tvær manneskjur á miðjum aldri hrífast af hvor annarri, en í stað þess að hefja hefðbundið samband leggja þær af stað í rannsóknarleið- angur. Í sitt hvoru lagi leita þær af meisturum ástarinnar, þeim sem kunna að elska og geta kennt þeim þá list.. „Þetta er mín tilraun til að gera einfalda og létta ástarsögu, lauflétta, rómantíska sögu. En það misheppn- aðist kannski að gera hana einfalda,“ segir Oddný og hlær. Við hittumst í skarkalanum á Kaffi Haítí við höfn- ina í Reykjavík, litlu kaffihúsi sem spilar nokkurt hlutverk í bókinni. Á þessu föstudagseftirmiðdegi er kliðurinn óvenju hávær og áreitið mikið, það er verið að opna mynd- listarsýningu í rýminu. Smellt er af ljósmyndum, einhver býður upp á konfekt og kaffivélin stynur. Ég bið hana að segja mér ferðasöguna, panta mér úrvalskaffi en hún fær sér te og hallar sér aftur, útilokar áreitið, byrjar að tala. Ástin er aðalpersónan „Hvatinn er sjálfsævisögulegur. Ég hef fjallað um ástina – þó ekki svona markvisst – og hún hefur verið undir- tónninn í öðrum verkum mínum. Mér fannst mikið neyðarástand ríkja í ástarlífinu, ekki bara mínu heldur allra í kringum mig og mér fannst ég verða að rannsaka hvað það er sem truflar ástina. En kannski hefur þetta nú verið róstursamt hjá mér alla tíð,“ segir Oddný og hlær. Oddný er fædd árið 1972 í Reykja- vík, lærði heimspeki í Háskóla Ís- lands og stundaði doktorsnám í faginu í París, áður en hún sneri sér fyrir fullt og allt að skáldskapnum. Hún hefur gefið frá sér fjórar skáld- sögur en einnig unnið að annarri list, meða annars með bróður sínum, Ugga. Fyrr í haust hlaut hún bók- menntaverðlaun Evrópusambands- ins fyrir þriðju bók sína, Jarðnæði. Fyrri bækur hennar hafa að mestu leyti fallið í flokk skáldævi- sagna en nú losar hún þessi skýru tengsl við eigin ævi og sekkur sér af fullum krafti í skáldskapinn. „Það var svakalega skrýtið að vera allt í einu með þessum ókunnu persónum og það urðu oft átök þegar ég ætl- aði að gera þær að mínum, en þær leyfðu það ekki. þær voru þær sjálf- ar. Þannig að þetta var svolítið daður. Og kannski var ég meiri lesbía af því að mér fannst auðveldara að daðra við konuna en manninn. Raunveru- lega var það munurinn á þessari bók og hinum, þetta var viðreynsluferli sem var ekki í hinum bókunum.“ Ástarmeistarinn segir frá sam- skiptum heilarans Önnu og sál- fræðingsins Fjölnis sem kynn- ast þegar hann situr ráðstefnu um áfallastreituröskun í Grímsey, þar sem Anna býr og starfar. Þau hrífast hvort að öðru bæði andlega og lík- amlega og hvetur hrifningin þau til sameiginlegrar rannsóknar á ástinni. Í sitt hvoru lagi leita þau logandi ljósi af þeim sem hafa lært á ástina og geta miðlað viskunni. Svo skiptast þau á upplýsingum í bréfskákarformi. Þannig verður leitin að ástinni, blindskák ástarinnar og raunar ástin sjálf að aðalpersónu verksins. „Það er furðulega fjarstæðukennd áskor- un að ætla sér að fjalla um ástina sjálfa, þannig að frekar en að skrifa bara ástarsögu, þá sé ástin raunveru- lega aðalpersónan. Eins og í grískum harmleik þar sem Glæpskan, Rétt- vísin er með stóru R-i, eða Ástin með stóru Á-i er þarna aðalpersóna.“ Markaðshyggjan tekur yfir ástina Hún segir að þær niðurstöður sem hún sjálf hafi komist að séu nokkr- ar. „En það er kannski ein loka- niðurstaðan – sem er samt langt frá því að vera niðurstaða – er að þrátt fyrir allt þá verði maður að treysta ástinni. Það hljómar kannski bara eins og ekki neitt neitt – svolítið tómt – en fyrir mér verður þetta eig- inlega svona eins og dulfræðilegur leynikóði sem þýðir alveg ofboðs- lega mikið, eins og áskorun sem um- breytir lífi manns gersamlega. Bæði er að það að treysta einhverju er al- veg rosalega mikið stökk, og svo það að treysta ástinni. Það er alveg of- boðslega róttæk afstaða. Mér finnst persónurnar mínar báðar komast að því að það er eiginlega þess virði að leggja allt í sölurnar til þess að læra þetta traust, öðlast þetta traust og einhvern veginn henda sér inn í þessa óvissu sem að er ástin. Mér finnst það núna miklu rótttækara skref heldur en ég hafði sjálf ímynd- að mér,“ segir Oddný. Áttu þá við að ástin snúist ekki um að verða fyrir einhverri hollywoodískri eldingu, þar sem spurningin er einfaldlega að hitta á þann eina rétta og besta fyr- ir þig, heldur felist í henni einhver ákvörðun sem hver einstaklingur þarf að taka með sjálfum sér? „Já. Mér finnst það vera mjög mót- andi afl sem hefur áhrif á það hvernig við upplifum og hugsum um ástina, kærleikann, frelsið, sáttina, kátínuna og fyrirgefninguna – og hvernig við skorum óttann og skömmina á hólm. Markaðshyggjan í okkar nú- tíma vill að við trúum því að þetta sé eitthvað sem við getum bara náð í eitt skipti fyrir öll eða jafnvel tekið frá öðrum. Það er líka hamrað á því að við höfum frjálst val. Auðvitað höf- um við frjálst val en það er bara búið að brengla svo valkostina. Við höld- um að þetta sé einhver tilboðspakki og nægi að velja rautt eða blátt en ákvörðunin um að gangast kærleik- anum á hönd er miklu persónulegri. Hún opnar okkur dyrnar að stórkost- legum undraheimi sem er í sífelldu viðnámi við normið. Við leggjum upp í rosalega óvissuferð og það þýð- ir ekkert að stytta sér leið, þá er sið- leysið skammt undan. Jesú Kristur bað menn og konur um að fylgja sér. En ég skil hann sem svo að hann hafi ekki verið að segja mönnum að gera eins og hann heldur einmitt að fara eins og og hann sína eigin leið. Það krefst hámarks hugrekkis, einurðar og æðruleysis.“ Bubbi og erótíkin í tungumálinu Eitt af því sem slær mann við lestur bókarinnar er erótíkin í tungumál- inu, jafnvel þótt inntakið sé ekki kyn- ferðislegt er notkun tungumálsins oft í sjálfu sér erótísk. Orðanotkunin kveikir oft óljós hugrenningatengsl við hið kynferðislega. „Kannski er ég svolítill pervert að því leyti að ef ég er þannig stemmd orka sumir textar sem fjalla alls ekk- ert um kynlíf mjög erótískt á mig vegna notkunar á tungumálinu. Maður talar um það ljóðræna, og það er persónulegt og fíngert hvað þér finnst vera ljóðrænt. Það sama gildir um það erótíska – mér finnst reyndar svolítið búið að bjaga bæði þetta ljóðræna og erótíska – og ég reyndi að skapa annan valkost. Að láta þetta fíngerða gegnsýra bókina. Svo var bara sett í túrbógírinn í kyn- lífslýsingum.“ Þannig að áhrifin koma ekki bara úr rauðu seríunni? „Nei, þau koma bara úr alls konar textum. En mér finnst gamlir franskir og japansk- ir textar þar sem höfundar þurfa að nota mikið undir rós skemmtileg- ir. Rósin kemur mikið við sögu hjá mér og er líka tákn um að það er ekki endilega erótískast að öskra klæmn- ustu orðin.“ Bubbi Morthens leikur greini- lega stórt tilfinningalegt hlutverk fyr- ir eina persónu bókarinnar og spilar nánast rullu einhvers lags ástarmeist- ara. „Bubbi var þvílíkt hjálplegur. Til að virkja þessa kynorku í sögunni þá þurfti ég að fara inn í augnablikið þar sem hún var að verða til hjá mér. Það hittist þannig á að þá var ég að hlusta mjög mikið á Bubba. Á plötunni Blús fyrir Rikka syngur hann líka dúett með Megasi, þá er eins og þessi kyn- þroski kristallist. Það er eins og það hafi verið ýtt á takka og brjóstin bara spruttu út í þessum lögum. Ef maður ætlar að skrifa um kynorkuna verð- ur maður að muna þetta líkamlega þegar brjóstin verða til. Það er því mikið af brjóstum í bókinni og mik- ið af Bubba. Seinna fór ég að pæla í því hvort þetta væri bara tilviljun og komst að því að það er það ekki. Það er eitthvað við röddina í Bubba, hann „masterar“ karlmennskuna, er í rosalega góðum tengslum við sína karlmennsku, en er líka í svakalega góðum tengslum við sinn kvenleika og sína næmi og sitt innsæi. Hann er rosalegur ástarmeistari.“ Að þefa uppi ástina Í bókinni er stöðugt verið að takast á við póla sem takast á en þurfa að koma saman í samhljómi í ástinni: hið kvenlega og karllega, líkami og hugur, kynferðisleg þrá og and- leg hrifning, tilfinningar og rök. En myndmál og merkingarheim- ur hinnar mjög svo röklegu íþróttar, skáklistarinnar, er alltumlykjandi í verkinu. „Fólk sér skákina oft sem hlut- gervingu fyrir eitthvað sem er bara rökrænt. En mér finnst það bara rugl, því hún er leikur. Í leik þarft þú líka innsæi, þú þarft að gleyma þér og allt þetta. Þannig að meira að segja er ekki hægt að stilla upp skákinni í andstöðu við erótíkina, þó hún sé ekkert sérstaklega erótísk í sjálfu sér. En hesturinn, eða riddarinn, er svo- lítil aðalpersóna hjá mér. Það er ekki tilviljun af því að ég er að fást við það dýrslega, ég er að tala um þessa kvenlegu visku, eða ævafornu visku, sem er eins og strengur, gamla arkíf- ið af öllu. Maður þarf einhvern veg- inn að tengja inn í það, en það er ekki bara vitrænt, heldur er það líka viska hestsins sem veit hvenær hann á að fara heim, og það er líka viska músar- innar sem veit í júlí hvort það verð- ur harður vetur og er búin að byggja litlu holuna sína. Kannski er góður skákmaður að sumu leyti eins og dýr með þessa visku, og góður elskhugi líka. Hann getur ekki bara verið vit- rænn og hugsað og verið sniðugur og allt það. Það þýðir ekkert að vera með of mikla strategíu í ástinni, þú verður að hlusta og nasa af elskunni eins og dýr með iðandi nef. Þefa uppi sjálfan þig og ástina.“ n Ekki erótískast að öskra klæmnustu orðin Oddný Eir ræðir nýjustu skáldsögu sína, erótíska orðanotkun, markaðsvæðingu ástarinnar og ástarmeistarann Bubba Morthens Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Það er eins og það hafi verið ýtt á takka og brjóstin bara spruttu út í þessum lögum Róstursamir tímar á sviði ástarinnar Oddný Eir Ævars- dóttir rannsakar fjölmargar hliðar ástarinnar í nýj- ustu skáldsögu sinni, Ástar- meistaranum. Mynd SiGtRyGGuR ARi Veitingastaðurinn opinn frá 12-22 alla daga Happy Hour frá 16-19 alla daga stella er alltaf á barnum radisson blu 1919 Hotel, pósthússtræti 2 www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.