Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2014, Blaðsíða 19
Jólablað 23. desember 2014 Umræða Stjórnmál 19
Gleðileg jól...
...með kryddum
og kryddblöndum
frá Pottagöldrum
Þ
ví er oft haldið fram að við
Íslendingar séum sein-
þreyttir til vandræða og
þolmörk okkar gagnvart
ofríki og kúgun séu há,
sársaukastuðullinn í efri mörk-
um og mikið þurfi til að sjóði upp
úr. Þetta þolgæði er ekki endilega
dyggð, því margar aðrar þjóðir
væru búnar að safnast saman og
mótmæla með læknum, með þeim
sem eiga fáa málsvara; öryrkj-
um og öldruðum, atvinnulausum
og heimilislausum. En nei, meira
virðist þurfa til. Kannski er það
heljarþrömin sem er hvarfpunkt-
urinn? Margir velta fyrir sér hvar
hvarfpunkturinn (tipping point)
liggi til þess að fólk finni nægilega
samkennd til að láta sig hafa það
að sjást á mótmælum og krefjast
úrbóta, ég held að hann liggi í af-
komu og ef afkomu er ógnað þá
kemur þetta fólk út úr velmegun-
arhólnum sínum og krefst úrbóta
fyrir sig og sína. Það virðist gleym-
ast að við eigum þetta SAMfélag
SAMan og þegar grunnstoðirnar
molna þá molnar undan okkur
öllum – kannski ekki strax en í
þessari óræðu framtíð sem við
verðum að fara að gefa okkur tíma
í að ræða um. Þetta framtíðarbarn
er ekki eingetið heldur á ábyrgð
okkar allra.
Við byrjuðum á þessari veg-
ferð eftir Hrun en meirihluti þing-
manna, þó ekki allir, ásamt öll-
um hinum EINstaklingunum sem
vildu vitið hafa fyrir sauðheimsk-
um almúganum sem hefur ekk-
ert vit á stjórnsýslu né samfélagi,
settu þennan merka vísi að sam-
antekt á framtíðarsýn þjóðar í
vistarbönd úreltrar venjuhelgun-
ar meirihlutaræðis þeirra örfáu
sem komast að kjötkötlum vegna
sinnuleysis kjósenda og hálfgeð-
veikinnar að gera sífellt sama hlut-
inn aftur og aftur og vænta ólíkrar
niðurstöðu.
Þjóð án framtíðar
Að lifa í núinu, sjálfsdekur og
sjálfsaðdáun, spegilsalurinn er allt
um lykjandi, heimurinn skreppur
saman í þúsundfaldar endurtekn-
ingar, snapchattaður verkuleiki þar
sem allt hverfur samstundis, öll
fortíð en framtíðin með, því þetta
NÚ er án samhengis við það sem
verður og var. Fólki í þannig þjóð-
félagi er auðvelt að neyslustýra og
samfélagsstýra. Flestir óttast það
sem þeir þekkja ekki, framtíð sem
ekki er til er ógn frekar en tækifæri
til lærdóms. Þegar stjórnarskrá hin
nýrri var samantekin mátti sjá vilja
til frelsis og samkenndar, ábyrgðar
og jafnræðis samofið í greinar
stjórnarfars sem hefði lyft okkur á
nýjan stað í kjölfar þess skipbrots
dólga frjálshyggju sem við þurft-
um að horfast í augu við. Í nýrri
stjórnar skrá hefðum við komið
auðlindum og náttúruperlum okk-
ar í var fyrir popúlísku einræði
ráðamanna og duttlungapólitík
sjálf-núsins. Enn er lag, stjórnar-
skráin sefur djúpsvefni, eins og
Þyrnirós og þjóðarkossinn (kraf-
an) það sem vekur hana úr dvala.
Þingið mun berast á banaspjótum
vegna þess að sáttin hefur verið
rofin um hver má eiga gullin í sjón-
um, vegna þess að einstaklings-
hagsmunir vega þyngra meðal
stjórnarherra og kvenna en okkar
sameiginlegu hagsmunir.
Þrátt fyrir vilja til að stoppa það
sem nú er að gerast með fram-
tíð okkar í greipum helminga-
skiptatrölla, þá getum við þing-
menn minnihlutans ekki ráðið
við ofureflið. Framsókn með nú-
verandi 10% stuðning þjóðar-
innar ræður næstu árin og hvarf-
punkturinn virðist órafjarri eða
hvað? Undir niðri er sagt að mikil
ólga bærist, eins óútreiknanleg og
Bárðarbunga. Enginn veit hvað og
hvernig hvarfpunktur hennar er,
ekkert frekar en óttinn við framtíð
án lækna og hjúkrunarfólks, fram-
tíð án RÚV og sjálfstæðra fjölmiðla.
Enn er sinnuleysi ráðamanna yfir-
þyrmandi, þeir heyra ekki drun-
ur sem óma frá þeim sem engu
hafa að tapa. Við búum að þeirri
grunnvinnu almennings sem átti
sér stað eftir Hrun, ef ólgan finnur
sér farveg þá þarf hún að kalla eftir
grundvallarbreytingum, ekki pól-
skiptum flokka sem ráða.
1935
Í aðdraganda seinni heimsstyrj-
aldar þá voru þjóðþing víðs vegar
um Evrópu veikluð og rúin trausti.
Upprisa popúlista hófst og við vit-
um öll hver afleiðing þess var. Við
búum við fulltrúaræði sem stjórn-
að er af meirihlutaræði hvers tíma
og þannig stjórnarfar er úr sér
gengið. Stjórnarfar þar sem lýð-
urinn ræður meira í LÝÐræðinu
er mun meira aðkallandi og að-
laðandi framþróun en það sem
kom upp úr kjörkössunum síðast.
Valdið er þitt, ekki glutra því nið-
ur aftur vegna forheimskandi lof-
orðaflaums sem aldrei verður að
veruleika. n
Gleðilega hátíð
birtu og friðar.
Þolmörk og hvarfpunktur Íslendingsins
Birgitta Jónsdóttir
formaður Pírata
Kjallari
„Þrátt fyrir vilja til
að stoppa það
sem nú er að gerast með
framtíð okkar í greipum
helmingaskiptatrölla,
þá getum við þingmenn
minnihlutans ekki ráðið
við ofureflið.