Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2014, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2014, Blaðsíða 26
Jólablað 23. desember 201426 Skrýtið Sakamál Ljóti andarunginn gengur berserksgang S em táningur gekk Rachael Koloroutis, sem þá bjó í út- hverfi Houston í Banda- ríkjunum, með ljósmynd af vinkonu sinni Christine Paolilla í veskinu. Þær höfðu ver- ið nánar vinkonur og aftan á ljós- myndina hafði Christine skrifað „Við eigum fjandakornið bilaðar minningar. Ég elska þig.“ Eitthvað olli því, 18. júlí 2003, að Christine, í félagi við kærasta sinn, skaut Rachael og þrjú önnur ung- menni til bana, að því er virtist án sýnilegrar ástæðu. þegar Christine sá að Rachael var enn á lífi lamdi hún hana ítrek- að í höfuðið þar til hún var öll. Það tók lögregluna í Houston þrjú ár að leysa málið. Einelti í skólanum Christine var aðeins tveggja ára þegar hún missti föður sinn í vinnu- slysi og skömmu síðar fékk hún sjúkdóm sem varð þess valdandi að hún missti allt hár. þegar Christine óx úr grasi gerði hún sitt besta til að fela hárleys- ið en voru mislagðar hendur í hár- kolluvali og urðu hárkollurnar ýktar og hrekkjavökulegar. Einnig notaði hún penna til að teikna á sig auga- brúnir og vildi blekið renna til þegar hún svitnaði. Fyrir vikið var Christine strítt endalaust af skólafélögum í Cle- ar Lake-skólanum sem fannst mik- il skemmtun fólgin í því að rífa af henni hárkolluna á göngum skólans. Eignast vinkonur En tveir skólafélaga Christine reynd- ust af öðru sauðahúsi. Rachael Koloroutis og vinkona hennar, Tiffany Rowell, voru í hópi vinsælu og fallegu stúlkna Clear Lake-skólans. Einhverra hluta vegna tóku þær þá ákvörðun að verða vinir ofsóttu stúlkunnar og kom sú ákvörðun mörgum, og ekki síst Christine, í opna skjöldu. Rachael og Tiffany voru einu ári eldri en Christine og brátt varð ljóst að vinátta þeirra var einlæg. Þær tóku Christine undir sinn verndar- væng og hjálpuðu henni að kaupa föt og hárkollur og nota farða þannig að hún liti ekki út eins og viðrini. Þær stöllur höfðu heldur betur erindi sem erfiði og fyrr en varði var Christine ekki lengur ljóti andar- unginn og hlaut hún þegar upp var staðið titilinn Ungfrú ómótstæðileg. Voru þær vinkonur svo nánar að Rachael og Tiffany voru einu vinir Christine sem fengu að sjá hana án hárkollu. Í slæmum félagsskap Christine átti kærasta, Chris Snider. Hann var ekki merkilegur pappír, „ýtinn og árásargjarn“ náungi sem var með sakaskrá og glímdi við eit- urlyfjafíkn. Vinkonum Christine leist ekki á kauða og bentu henni á að hún ætti betri kosti og að „það væri þessi náungi sem myndi koma fram við hana af virðingu, reisn og blíðu.“ Að sögn þeirra sem til þekktu þá áttu öll rifrildi Christine og Chris rætur að rekja til „brjálaðrar af- brýðisemi“ af hálfu Christine, sem birtist í „bilaðri reiði“. Ef Chris svo mikið sem gjóaði augum að öðru kvenfólki þá lét Christine hendur skipta. En Christine hugnaðist einnig að vera niðurlægð af Chris og hún krafðist þess gjarna að kynlíf þeirra væri svo gróft að engu líkara var en hún vildi að Chris refsaði henni. „Algjört krabbamein“ Á heimili Chris og þar í grennd var Christine aldrei kölluð annað en „the psycho“ – geðsjúklingurinn. Það er ekki undarlegt í ljósi þess að í kjölfar sérlega slæmra rifrilda þá eyddi hún nóttinni úti í garð, ým- ist sofandi eða berjandi allt að utan, öskrandi og veinandi. Haft var eftir systur Chris, Brand- ee, að Christine hefði „hótað að myrða mömmu mína, pabba minn og jafnvel mig. Hvað okkur varðaði var hún algjört krabbamein.“ Chris sjálfur ku hafa haft á orði við fjölskyldu sína að það væri að- eins tvennt sem hann óttaðist í líf- inu; lögreglan og Christine. 18. júlí 2003 Um hálf fjögur leytið síðdegis, 18. júlí 2003, dró til tíðinda á heimili Tiffany. Tvö ungmenni bar að garði á heimili Tiffany í Clear Lake City og mætti þeim óhugnanleg sjón. Í setustofunni sem virtist nán- ast gegndrepa af blóði lágu fjög- ur lík. Var þar um að ræða Tiffany og Rachael og að auki Marcus Ray Precella, kærasta Tiffany, og frænda hans, Adelbert Nicholas Sanchez. Öll höfðu ungmennin fjögur ver- ið skotin mörgum skotum og á höfði Marcus mátti einnig sjá áverka eftir barefli. En það var Rachael sem hafði fengið verstu útreiðina; höfuð henn- ar hafði verið barið í kássu og hún skotin að minnsta kosti tólf skotum. Eitt skotið hafði hafnað í annarri rasskinn hennar, sem benti til að hún hefði reynt að flýja, og hún hafði einnig verið skotin í klofið. Lögreglan á villigötum Margt á vettvangi benti til þess að um hefði verið að ræða persónulegt uppgjör. Fleiri en 40 skotum hafði verið skotið og, að mati lögreglu, af mikilli nákvæmni – nánast sem um hefði verið að ræða aftökur. En annað gaf til kynna að morðinginn eða morðingjarn- ir hefðu þekkt fórnarlömbin, ekki síst hvað varðaði Rachael. Þar hafði greinilega verið beitt hörku langt umfram það sem þurfti, svonefnt „overkill“ sem gjarna bendir til kunningsskapar milli fórnarlambs og morðingja. Að Rachael hafði verið skotin í klofið taldist skýr vís- bending um það. En lögreglan smíðaði á skömm- um tíma kenningu um að morðin tengdust fíkniefnum – Rachael og Tiffany voru nýútskrifaðar og störf- uðu sem gengilbeinur á nektarstað og vitað var að Marcus tengdist við- skiptum með alsælu og kókaín. Christine verður ástfangin Fyrstu mánuði rannsóknarinnar drukknaði lögreglan nánast í vís- bendingum en flestar þeirra 400 sem bárust beindu lögreglunni að Marcus og fíkniefnatengslum hans. „Christine fór aftur inn til að „tryggja að öll væru dauð“ Rachael Koloroutis Sýndi Christine aldrei annað en vinsemd og virðingu. Adelbert Nicholas Sanchez Frændi Marcus og vinur Rachael og Tiffany. n Christine Paolilla sætti einelti í skóla n Undir verndarvæng tveggja vinkvenna blómstraði hún n Sjaldan launar kálfurinn ofeldið, segir máltækið L73, Laugavegi 73 „Jólastellan er mætt í hús í hátíðarbúning.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.