Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2014, Blaðsíða 6
6 Fréttir Jólablað 23. desember 2014
Hugo Boss söluaðilar:
Reykjavík:
Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100
Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100
Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665
Meba Kringlunni s: 553-1199
Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711
Hafnarfjörður
Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666
Keflavík:
Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757
Selfoss:
Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433
Akureyri:
Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509
Akranes:
Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458
Egilsstaðir:
Klassík Selási 1 s:471-1886
Úra- o skartgripaversl n
Heide Glæsibæ - s: 581 36 5
T
æp fjörutíu prósent lands
manna ætla að borða skötu
á Þorláksmessu þessi jólin.
Þetta kemur fram í könnun
sem MMR framkvæmdi á dögun
um. Heldur færri sögðust ætla að
borða skötu á Þorláksmessu í ár en
í fyrra. Af þeim sem tóku afstöðu nú
sögðust 38 prósent ætla að borða
skötu á Þorláksmessu, borið saman
við 42,1 prósent í fyrra.
Niðurstöðurnar benda til þess
að yfir 93.000 Íslendingar 18 ára og
eldri (sem eru alls ríflega 245 þús
und) ætli að borða skötu á Þor
láksmessu.
Karlar voru líklegri til að segjast
ætla að borða skötu á Þorláksmessu
en konur. Af þeim sem tóku afstöðu
sögðust 44,3 prósent karla ætla að
borða skötu á Þorláksmessu, borið
saman við 31,5 prósent kvenna.
Yngra fólk var ólíklegra til að
segjast ætla að borða skötu en eldra
fólk. Af þeim sem tóku afstöðu og
tilheyrðu yngsta aldurshópnum
(18–29 ára) sögðust 21,3 prósent
ætla að borða skötu á Þorláksmes
su, borið saman við 55,6 prósent í
aldurshópnum 68 ára og eldri.
Fólk á landsbyggðinni var líklegra
til að segjast ætla að borða skötu en
fólk á höfuðborgarsvæðinu. Af þeim
sem tóku afstöðu og voru búsett á
landsbyggðinni sögðust 43,9 prósent
ætla að borða skötu á Þorláksmessu,
borið saman við 34,2 prósent íbúa á
höfuðborgarsvæðinu.
Þeir sem studdu Vinstri græn
voru ólíklegri en stuðningsfólk
annarra stjórnmálaflokka til að
borða skötu á Þorláksmessu. Af
þeim sem tóku afstöðu og kváð
ust styðja Vinstri græn sögðust 21,3
prósent ætla að borða skötu á Þor
láksmessu, borið saman við 49,4
prósent þeirra sem kváðust styðja
Framsóknarflokkinn. n
Framsóknarmenn borða skötu
Karlar líklegri en konur til að svolgra í sig skötuna og yngra fólk vill hana síður
Skata Karlar kunna betur að meta skötuna
en konur og fólk á landsbyggðinni er líklegra
til að fá sér af henni.
Fangelsis-
dómur fyrir 30
milljóna svik
Sigurður Ingi Þórðarson var á
mánudag dæmdur til tvggja ára
fangelsisvistar í Héraðsdómi
Reykjaness. Hann sveik út um
þrjátíu milljónir króna.
Morgunblaðið greinir frá því
að saksóknari í málinu hafa far
ið fram á tveggja ára fangelsisvist
yfir Sigurði og sagt að réttarvit
und almennings yrði gróflega
misboðið hlyti hann vægari dóm
fyrir brot sín. Sigurður játaði á
sig sök í öllum átján ákæruliðum
í nóvember síðastliðnum. Hann
viðurkenndi jafnframt bótaskyldu
sína en gerði athugasemdir við
bótafjárhæðirnar.
Sigurður var ákærður fyrir
ýmis auðgunarbrot, svo sem fjár
svik, fjárdrátt, þjófnað, eignaspjöll
og skjalafölsun. Hann er sagður
hafa svikið út vörur, blekkt fólk til
að millifæra pening á bankareikn
ing sinn á fölskum forsendum og
að hafa nýtt sér prókúruumboð
fyrirtækja sem hann átti ekki hlut
í til að kaupa vörur og þjónustu
fyrir tugmilljónir króna, meðal
annars fartölvur, snjallsíma, úlp
ur, bíómiða, skyndibitamat og
afnot af bílaleigubílum. Brot Sig
urðar eru talin nema yfir þrjátíu
milljónum króna.
Þá sat hann einnig í gæsluvarð
haldi grunaður um kynferðisbrot
gegn ellefu einstaklingum.
Vann 13 milljónir
Íslensk getspá leitar nú logandi
ljósi að heppnum Íslendingi sem
tók þátt í Eurojackpot. Síðast
liðinn föstudag vann hann nefni
lega 13 skattfrjálsar milljónir.
Vinningstölurnar voru 10, 11,
25, 32 og 49. Miðinn var keypt
ur í Hagkaupum Smáralind þann
18. desember síðastliðinn. Hann
keypti þrjár raðir með jóker. Lík
lega mun vinningurinn – ef hann
ratar heim – létta undir hvað
jólainnkaup varðar.
Á
standið á leigumarkaðnum
hefur farið versnandi síð
ustu ár, sé horft til leiguverðs
og framboðs íbúða. Biðlist
ar eftir félagslegum íbúðum
hafa lengst, leiguverð hefur hækkað
upp úr öllu valdi og eru sífellt fleiri
um hituna. DV hefur áður fjallað um
neyðarástandið á leigumarkaðnum,
þar sem því var ýmist lýst sem frum
skógi eða villta vestrinu. Borgaryfir
völd hyggjast fjölga leiguíbúðum, en
þau áform eru enn á frumstigi. Þessi
þróun á leigumarkaðanum kemur
ekki síst illa niður á námsmönnum,
en þar sem ástandið er svona slæmt
virðast stúdentar ekki vilja hætta
sér út á hinn almenna leigumarkað
og eru mörg dæmi um að stúdentar
flytji ekki úr íbúðum þegar að námi
lýkur, heldur haldi áfram að greiða
skrásetningargjald í HÍ til að þurfa
ekki að flytja. DV ræddi við einstak
linga sem notfæra sér það að búa
áfram í íbúðinni þrátt fyrir að vera
ekki í námi. Þeir bentu á stöðuna á
leigumarkaði og að kjör þeirra væru
þannig að erfitt væri að vera á al
mennum leigumarkaði.
Langir biðlistar eftir
námsmannaíbúðum
Skrásetningargjaldið nemur 75.000
krónum á ári, sem er í sjálfu sér lítil
hækkun á mánaðarleigunni sé mið
að við að leiguverð á almenna leigu
markaðnum er tugum þúsunda
króna hærra á mánuði í flestum til
vikum. Enda eru námsmannaíbúðir
ætlaðar efnaminna fólki sem vinn
ur kannski lítið með skóla eða er á
námslánum.
Á höfuðborgarsvæðinu annast
tvær sjálfseignarstofnanir íbúðir fyr
ir námsmenn, það eru annars vegar
Félagsstofnun stúdenta og hins
vegar Byggingarfélag námsmanna.
Félagsstofnun stúdenta hefur í dag
1.100 leigueiningar til umráða, sem
allar eru í notkun. Rebekka Sigurðar
dóttir, upplýsingafulltrúi Félags
stofnunar stúdenta, segir að í dag búi
um 1.800 manns í íbúðum frá stofn
uninni og að um 800 manns séu á
biðlista. Vandamálið fer vaxandi,
en árið 2005 voru 427 á biðlista eftir
námsmannaíbúð hjá Félagsstofnun
stúdenta, en sú tala var komin upp
í 1.100 árið 2013 og var 800 í ár. Að
sögn Rebekku má rekja lækkunina
milli ára til 300 nýrra leigueininga
sem stofnunin tók í notkun í ár. Hún
segir þó ástandið á leigumarkaði
stúdenta slæmt og að fæstir þeirra
sem eru á biðlista komist nokkurn
tíma að. Rebekka segir þó að vel sé
fylgst með því að þeir sem búi hjá
stofnuninni séu sannanlega í skóla
og þurfi að sýna fram á námsfram
vindu til að mega halda íbúðinni.
Þurfa ekki að sýna fram
á námsframvindu
Hjá Byggingafélagi námsmanna
fengust þau svör að um 300 manns
séu á biðlista, en BN hefur yfir að
ráða rétt rúmlega 500 leigueining
um. Þeir sem sýni fram á skólavist
við háskóla geti verið áfram í íbúð
inni, en ekki er sérstaklega beðið
um að leigjendur sýni fram á að þeir
hafi í raun stundað nám við skól
ann, til dæmis með því að sýna fram
á námsframvindu. Böðvar Jónsson,
framkvæmdastjóri Byggingafélags
námsmanna, segir að þetta sé hið
almenna vinnulag sem farið er eftir,
en í einstaka tilfellum sé kallað eftir
frekari gögnum frá fólki og það beðið
um að færa sönnur á að það sé að
stunda nám. Þrátt fyrir þetta vinnu
lag kveða úthlutunarreglur BN á um
að sýna þurfi fram á námsframvindu
til að hafa leigurétt.
Aðspurður hvort það skjóti ekki
skökku við að fylgja þessu ekki bet
ur eftir, þar sem svo margir séu á
biðlista og að um sé að ræða stofn
un sem eigi að þjónusta náms
menn í húsnæðisþörf ítrekar Böðvar
að alltaf sé kallað eftir vottorði um
skólavist og það nægi þeim. Hann
segir að oftar er beðið um að sýna
fram á námsframvindu þegar um er
að ræða íbúðir sem eru á eftirsóttari
svæðum, til að mynda í miðborginni.
Binda vonir við áætlanir
borgaryfirvalda
Rebekka og Böðvar binda bæði
miklar vonir við áform borgaryfir
valda um að fjölga íbúðum fyrir
námsmenn, en lengi hefur staðið til
að bæta stöðu námsmanna á leigu
markaðinum, en lítið hefur gerst
í þeim efnum. Í nóvember síðast
liðnum kynnti Dagur B. Eggertsson
áætlun borgaryfirvalda um að fjölga
leiguíbúðum á höfuðborgarsvæðinu,
en eitt loforð nýkjörinnar borgar
stjórnar var að fjölga íbúðum á höf
uðborgarsvæðinu um 2.500–3.000. Í
erindi Dags kom fram að fyrirhugað
er að byggja 1.100 nýjar stúdentaí
búðir í borginni á næstu árum. Fé
lagsstofnun stúdenta fær þar af 750
íbúðir, Háskólinn í Reykjavík 250
og Byggingafélag námsmanna 100
íbúðir. Það eru því einhverjar blikur
á lofti um að hægt verði að grynnka
á húsnæðisvanda námsmanna og
annarra hópa í framtíðinni, en á
meðan lengjast biðlistarnir. n
Búa í námsmannaíbúð-
um en stunda ekki nám
n Leigjendur skrá sig í nám til að halda ódýrum námsmannaíbúðum
Jón Steinar Sandholt
jonsteinar@dv.is
Oddagarðar við Sæmundargötu Oddagarðar voru teknir í notkun af Félagsstofnun stúdenta árið 2013. Myndin tengist fréttinni ekki
beint. „Oftar er beðið um
að sýna fram á
námsframvindu þegar
um er að ræða íbúðir sem
eru á eftirsóttari svæð-
um, til að mynda í mið-
borginni.