Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2014, Blaðsíða 29
Lífsstíll 29Jólablað 23. desember 2014
Lifðu jólin af
4 ráð járnmannsins Guys Leech
1 Freistingarnar eru alls stað-ar yfir hátíðarnar. Passaðu
að hreyfa þig svo þú eigir inni
fyrir kræsingunum. Farðu út að
ganga með börnunum, bjóðstu til
að fara út með hund nágrannans
eða hvað sem er sem fær blóðið
til að renna hraðar.
2 Ef þú leggur í vana þinn að drekka áfengi yfir jólin er
gott að muna þá reglu að drekka
eitt glas af vatni eftir hvern drykk.
3 Reyndu að koma smá græn-meti og ávöxtum inn í dag-
lega neyslu yfir hátíðarnar. Fisk-
máltíð á milli jólaboða gæti gert
gæfumuninn.
4 Sparaðu þig fyrir uppá-haldið þitt. Slepptu eftir-
réttinum nema þegar besta kakan
hennar ömmu þinnar er í boði.
n Auðveldara en það lítur út fyrir að vera
Þ
að er fátt skemmtilegra en
að gleðja ástvini um jólin
með fallegum gjöfum. Þótt
innihald pakkanna og hug-
urinn á bak við þá skipti
vissulega mestu máli er alltaf gam-
an að gleðja augað með fallegum
gjafapappír. Við höfum mismikinn
tíma og hæfileikar til að föndra eru
ekki í öllum blóð bornir, en það þarf
alls ekki að vera flókið og tímafrekt
að útbúa sinn eigin gjafapappír. Þá
getur líka verið skemmtilegt að leyfa
börnunum að útbúa pappírinn. Það
er um að gera að gefa hugmynda-
fluginu lausan tauminn og vera
frumlegur. Ekki spillir fyrir ef hægt
er að nýta eitthvað sem til er á heim-
ilinu til pappírsgerðarinnar. n
ÚtbÚðu þinn
eigin pAppír
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrun@dv.is
Einföld útfærsla
Það er ekki flókið
að útbúa sinni eigin
gjafapappír.
Einangrunarlímband Þessi útfærsla á jólapappír er í raun eins einföld og hún getur orðið.
Það eina sem þú þarft er brúnn pappír og einangrunarlímband. Fyrir þá sem vilja lífga upp á
pappírinn er hægt að lita og skreyta límabandið með tússlitum. Þá má líka nota fleiri en eina
gerð af límbandi. Útkoman er ótrúlega skemmtilegur, persónulegur og stílhreinn jólapappír.
Landakort Það er klassísk lausn þegar í
ljós kemur á síðustu stundu að það er ekki
til gjafapappír, að nota dagblöð. Hérna er
búið að taka þá hugmynd og færa hana upp
á næsta stig. Gömul landa- og borgarkort
úr pappír eru tilvalin sem gjafapappír. Það
má svo lífga upp á pakkann og gera hann
jólalegri með skemmtilegu pakkaskrauti,
eða jafnvel bara snærisspotta í fallegum lit.
Snjókorn Við fyrstu
sýn virðist liggja tölu-
verð vinna á bak við
þennan gjafapappír,
en raunin er alls ekki
sú. Það eina sem þú
þarft eru tveir litir af pappír.
Þú pakkar gjöfinni inn í aðra örkina og
klippir skemmtilegt mynstur í hina áður
en þú setur hana utan um. Til að fá svona
mynstur er best að brjóta örkina saman
í fernt og klippa mynstrið út í hliðarnar.
Útkoman verður einstaklega fallegur
gjafapappír með snjókornaívafi.
Upp og niður Þetta lítur kannski út fyrir
að vera mjög metnaðarfullt verkefni, en
það er ekki raunin. Þú þarft að vísu allavega
þrjár gerðir af pappír og að kunna að munda
skæri. Hitt kemur að sjálfu sér. Til að útbúa
gjafapappír eins á myndinni er best að klippa
pappírinn niður í ræmur, en þó ekki alla leið
þannig að örkin fari í sundur. Svo eru ræmurn-
ar settar yfir og undir hver aðara, eins og sést
á myndinni, og fest undir með límbandi.
Einfalt og stílhreint Ótrúlega einföld
lausn sem kemur fallega út undir jólatrénu.
Það sem til þarf er pappírsörk, málning, pens-
ill, gjafaborði og skraut. Eins og með annan
pappír þar sem málning kemur við sögu er
gott að útbúa hann tímanlega svo hann sé
orðinn þurr þegar kemur að innpökkun. Á
pappírinn má mála hvað sem er, þessar dopp-
ur eru bara ein hugmynd. Gjafaborðinn er
svo bundinn utan um og skreytt að vild með
gjafaskrauti. Það er þó ekki nauðsynlegt.
Kartöflustimplar Þessa gerð af
pappír er tilvalið að leyfa börnunum að
útbúa. Það eina sem til þarf er pappír, í
hvaða lit sem er, hráar kartöflur skornar
til helminga og barnvæn málning. Ein-
hver fullorðinn þarf þó að vera til taks til
að hafa yfirumsjón með verkinu og skera
mynstur út í kartöflurnar, eins og sést á
myndinni. Öll fjölskyldan getur því haft
gaman af þessu. Það þarf samt að passa
að vera tímanlega í að gera þennan
pappír svo málningin nái að þorna áður
en gjöfunum er pakkað inn í hann.
Kenro albúm og rammar
Innrammarinn.is
Rauðarárstíg 33
Fæðubótarefni úr macarót � 100% náttúruleg vara með lífræna vottun
Inniheldur hvorki soja (ísó�avóna), mulin hörfræ né hormóna
U
m
boðsaðili: Vistor hf.
Hefur góð áhrif á:
- Orku og úthald
- Beinþéttni
- Þyngdarstjórnun
- Frjósemi og grundvallar-
heilbrigði
Revolution Macalibrium
Macarót fyrir karlmenn
www.facebook.Revolution-Macalibrium
www.vistor.is
®Revolution Macalibrium
Fæst í apótekum og Heilsuhúsinu