Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2014, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2014, Blaðsíða 32
32 Menning Jólablað 23. desember 2014 Barnaníð og helgasta belja íslenskra bókmennta A nnan í jólum verður ný leikgerð af einu höfuð- riti íslenskrar bókmennta- sögu, Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness, frumsýnd í Þjóðleikhúsinu. Leikstjórinn er spútnikkstjarna íslenskra sviðs- lista þessa dagana, Þorleifur Örn Arnarson. Þorleifur Örn hefur á undanförn- um árið vakið athygli fyrir leikstjórn sína í hinum þýskumælandi heimi, þar sem hann hefur meðal annars tekist á við verk helstu dýrlinga þýskra sviðslista, svo sem Bertholts Brecht og Richards Wagner. Hann er bókstaflega alinn upp í íslensku leikhúsi, sonur Þórhildar Þorleifs- dóttur leikstjóra og Arnars Jónssonar leikara, útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ árið 2003 en lauk svo námi í leik- stjórn frá Ernst Busch-leiklistarhá- skólanum í Berlín árið 2009. Hann stimplaði sig rækilega inn í íslenskt sviðslistalíf í fyrra með óvenjulegri uppsetningu á Englum alheimsins, en leikgerðina vann hann ásamt Símoni Birgissyni. Nálg- unin þótti nýstárleg og fersk og hlaut verkið meðal annars Grímuverð- launin sem besta leikritið og var sýnt í beinni útsendingu í Ríkissjónvarp- inu. Þorleifur segir að einnig verði tekist á við áleitnar spurningar í leik- gerðinni af Sjálfstæðu fólki, þessari helgustu belju íslenskra bókmennta. Bjartur í Icesave-málinu „Nálgun okkar á Engla alheimsins sneri upp á ákveðna hefð bæði í leik- gerðasmíð og leikstjórn og hvernig og leikstjórasmiðir, leikstjóri og leik- hópur vinna saman. Okkur fannst spennandi að halda þeirri vinnu áfram,“ segir Þorleifur en ásamt hon- um eru það Símon Birgisson, Atli Rafn Sigurðarson og Ólafur Egill Eg- ilsson sem standa að leikgerðinni að Sjálfstæðu fólki. „Ég hef lengi hugsað að það væri spennandi að takast á við verk- ið. Mér fannst gaman að reyna frá- sagnarhefðina á þetta verk – er þetta ekki heilagasta belja íslenskra bók- mennta? Svo hefur hugmyndunum um Bjart í Sumarhúsum verið mik- ið velt upp í pólitískri umræðu, þær koma ofsalega sterkt inn í hruninu, í kjölfar hrunsins, Icesave-málinu og hafa ansi mikil áhrif inn í íslenska samfélagsumræðu. Að mörgu leyti er Bjartur í Sumarhúsum persónugerv- ingur Íslands sjálfs í alþjóðlegu sam- hengi og bardaga okkar sjálfra til að vera sjálfstæð í okkar samhengi. Í þessu andrúmslofti sem ríkir á Ís- landi í dag, þar sem við erum að púsla saman okkar eigin sjálfsmynd eftir pólitískt, samfélagslegt og efna- hagslegt hrun, er ofboðslega mik- ilvægt fyrir leikhúsið, sem leiðandi samfélagslegan miðil, að velta upp spurningum og nota til þess þann hluta menningararfsins sem er hornsteinn í samfélagsvitundinni og sjálfsmyndarbyggingunni,“ segir Þorleifur. Trúr kjarna bókarinnar Í þetta skiptið dró Þorleifur sig að mestu leyti úr leikgerðarferlinu og einbeitti sér enn frekar að leik- stjórninni á meðan leikararnir Ólaf- ur og Atli tóku virkari þátt í hand- ritsgerðinni. Hann segir að þannig sé verkaskiptingin skýrari. Það er þó ekki þannig að verkið sé meitlað í stein upp úr hugmynd leikstjórans heldur fá leikarar frelsi til að leika sér innan ákveðins ramma sem leik- gerðasmiðirnir og leikstjórinn móta. Það má segja að í Englum al- heimsins hafi hópurinn hreinlega unnið nýtt verk með bók Einars Más sem grunn, í stað þess að hengja sig í smáatriði textans eða sögunnar. „Það má deila um hvað það þýðir að vera trúr verki, en ég myndi segja að í Englum alheimsins höfum við ver- ið gríðarlega trúir kjarna bókarinnar. Við vorum ekkert endilega bara trú- ir texta höfundarins heldur vorum við trúir áætlan hans. Leikhúsið er sinn eigin miðill og það er hættulegt ef maður hugsar að tilgangur leik- hússins sé að vera trúr öðrum miðli, að leiksýningin eigi að gangast upp í þær hugmyndir sem fólk hefur nú þegar af einhverju verki. Það er engin ástæða til að búa til leikverk upp úr bók ef þú ætlar að taka söguna og bæta engu við hið bókmenntalega,“ segir Þorleifur. Nokkur gagnrýni hefur kom- ið fram á hinn íslenska vetur í Þjóð- leikhúsinu og bent á að ekki hafi verið lögð nægileg áhersla á ritun nýrra íslenskra leikverka á meðan verið er að reyna að troða klassísk- um bókmenntum inn í ramma leik- sviðsins. „Að mörgu leyti myndi ég segja að það væri réttmæt gagnrýni á þær leikgerðir sem hafa verið gerð- ar í íslensku leikhúsi. En ég held að það sé að breytast: Englar alheims- ins fékk verðlaun sem leikrit ársins, það er í fyrsta skipti sem leikgerð fær þessi verðlaun. Við höfum alltaf litið á þetta sem að smíða leikrit frá grunni, nema bara að efniviðurinn er skáldverk. Það má velta því fyrir sér hvort gagnrýnin sé ekki réttlæt- anleg gagnvart natúralískari hefð- inni, en ef ég svara fyrir mitt leikhús þá er hún það ekki.“ Vill hrífa fólk með „Mér finnst gaman að búa til spennandi leikhús, það er tölu- verð stemming í Þýskalandi fyrir því að búa til ofsalega leiðinlegt leikhús úr þessari nálgun. Ég fer á þannig verk og ég velti fyrir mér: fyr- ir hvern í ósköpunum er þetta? Það hefur enginn gaman af þessu. Ég hef alltaf einsett mér í leikhúsinu að gera það sem hefur fagurfræði- legan, frásagnarlegan og upplifunar- legan slagkraft og hrífur fólk með sér. Mér finnst skipta miklu máli að þetta sé gert í samræðu við áhorfendur en ekki yfir hausunum á þeim. Þar stend ég á svolítið skemmtilegum flekaskilum, af því að ég kem úr nat- úralískari hefð hef ég ákveðna inn- byggða þörf til frásagnarinnar sjálfr- ar, svo fer ég með það inn í ákveðna konseptlega nálgun Þýskalands. Þannig er ég að blanda saman stílum á hátt sem mjög fáir eru að gera.“ Bæði Bertholt Brecht og Halldór Laxness voru mjög einarðir sósíal- istar og varð pólitísk afstaða þeirra mikilvægur hluti af listsköpun þeirra. Finnst þér pólitíkin eiga að spila hlutverk í leikhúsinu? „Þótt ég hafi byrjað ferilinn mjög pólitískt þá kláraði ég það bara á ein- hverjum tímapunkti og fór að þykja það alveg ofboðslega leiðinlegt. Mér fannst það yfirborðskennt og mér fannst ég vera að setja sjálfan mig í hálfgert dómarasæti yfir ákveðnum hugmyndum og ekki síst yfir áhorf- endum: að minni túlkun væri lokið og síðan gætir þú einhvern veginn tekið afstöðu til þessarar túlkunar. Það gerir sjálfan mig svo mikilvægan. Einhvern tímann áttaði ég mig bara á því að það væri ekki málið með leik- húsið. Hins vegar eru góðir höfundar þannig að pólitík þeirra felst yfirleitt í samfélagslega samhenginu og að þessu leyti er Sjálfstætt fólk gríðar- lega pólitísk bók. Við fundum það þegar við fórum að æfa þetta hvað þessi texti er í raun nútímalegur. Það er bara eins og þú takir þetta úr blöð- um dagsins í dag. Kannski er mann- kynssagan spírall og stundum er snertiflöturinn bara algjör: þeir óska eftir næsta stríði á meðan við óskum eftir næsta góðæri. Það er samt ekki heldur eins og maður sé bara hlut- laus eða hafi enga skoðun – en ef það er eitthvað sem vantar ekki á Íslandi eru það fleiri skoðanir, það er ekkert land í heiminum sem hefur jafn mik- inn áhuga á skoðunum. Þannig að ég er kannski frekar að reyna að setja þetta í samfélagslegt, heimspekilegt og jú kannski pólitískt samhengi, í víðari merkingu þess orðs.“ Barnaníðingurinn Bjartur? Meðal spurninga sem verður tek- ist á við í verkinu er atriðið í bók- inni þar sem Bjartur virðist þukla á 13 ára fósturdóttur sinni, Ástu Sól- lilju. „Lestur á þessu verki árið 1999 og 1972 og svo þegar það kom hefur alltaf haldist í hendur við samfélags- andann. Með allar þessar uppljóstr- anir, konur sem hafa verið að koma fram á undanförnum árum, Breiða- víkurdrengina og svo framvegis þá kemst þú ekkert upp með það leng- ur að vera með svona senu án þess að taka afstöðu til hennar. Ef þú tækir ekki afstöðu til þess væri það í sjálfu sér mjög pólitísk afstaða – í víðtæk- um skilningi þess orðs. Þá ertu að taka þátt í að hylja yfir,“ segir Þorleif- ur. „Aftur á móti er bara allt önnur spurning hvort maður lesi Bjart í Sumarhúsum á þessum tímapunkti í verkinu sem barnaníðing. Það er bara mjög flókin spurning. Ég held að það sé óumdeilanlegt í lestri ís- lenskra laga, ef sannaðist á hann að fara með hönd að lífi 13 til 14 ára stúlku, hvað þá fósturdóttur sinnar þá er það misnotkun. Þetta er skýrt. En ég meina, Júlía í Rómeó og Júlíu er líka 14 ára á meðan hann er ekki svo ungur. Tæknilega séð er það líka misnotkun, en við samþykkjum það af því að við skiljum aðstæður. Og hverjar eru aðstæður Bjarts og Ástu Sóllilju? Þetta er fullkomlega ást- laust fólk, fólk sem lifir í svo hræði- lega hörðum heimi að það er aldrei pláss fyrir hlýju, aldrei pláss fyrir ást, aldrei pláss fyrir nánd, en það er óumdeilanlegt að þau elska hvort annað. Hún er eina manneskjan sem hann kynnist í lífinu sem hann raun- verulega elskar, það vill svo til að hún er ekki dóttir hans. Þegar þau yfirgefa Sumarhús og fara til bæjar. Það að hann rugli í andartak saman ást föður til dóttur og ást manns til konu, sem hann hefur hvorugt feng- ið að upplifa í raun og veru, er hægt að sjá og skilja, að ég held. Mér finnst þetta augnablik ekki vera einvítt þó að auðvitað séu til þeir sem vilja bara lesa þetta bókstaflega. Auðvitað myndi ég heldur ekki standa upp og segja: „fólk má leita á börn sín.“ En leikhúsið er staður þar sem við get- um oft litið handan svarts og hvíts og skoðað hluti í víðara og manneskju- legra samhengi. Ég hef áhuga á að nýta þessa samræðu til að stækka sjóndeildarhringinn. Hvort sem það er samfélagslega eða persónulega eins og þetta augnablik í verkinu. Ég væri líka alveg til í að gera leiksýn- ingu þar sem Adolf Hitler væri ekki bara skrímsli,“ segir Þorleifur. n Þorleifur Örn Arnarson leikstýrir Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness „Ef það er eitthvað sem vantar ekki á Ís- landi eru það fleiri skoðanir. Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Persónugervingur þjóðarinnar Bjartur í Sumarhúsum er líklega ein allra þekktasta og umtalaðasta persóna ís- lenskrar bókmenntasögu. Mynd eddI@InTerneT.Is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.