Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2014, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2014, Blaðsíða 20
Jólablað 23. desember 201420 Fólk Viðtal „Hefði aldrei átt að yfirgefa Óðmenn“ É g ætla að reyna að tala við þig á íslensku mér finnst það svo gaman. Ég fæ allt of sjaldan tækifæri til þess,“ segir söng- konan og blómabarnið Shady Owens við blaðamann. Hún hefur hlýtt viðmót (svona í gegnum sím- tólið) og dillandi hlátur og gleði einkenna samtal okkar. Hún segist sakna Íslands en tengingin hefur máðst burt síðustu ár þá einkum vegna fráfalls góðra vina. Hún kveðst þrá það heitast að koma og spila, þó ekki væri nema eina tónleika til við- bótar hér. „Ég hef lengi ætlað að koma til þess að halda tónleika. Það hefur því miður ekki gengið eftir. Ég ætlaði að koma í fyrra en því miður þá blessað- ist það ekki. Ég er með „bucket“-lista yfir hluti sem ég þarf að klára, svona áður en það verður um seinan. Þú skilur,“ segir söngkonan og lýsir jafn- framt eftir áhugasömum tónleika- höldurum. „Þú kemur þessu á fram- færi fyrir mig,“ segir hún og hlær. „Það er ennþá einhver kraftur í mér. Ég finn það alveg, svona þegar ég fæ tækifæri til þess að þenja mig,“ bæt- ir hún við. Frökk, ung söngkona Shady Owens eða Patrica Gail Owens eins og hún var skírð, fæddist í St. Louis í Chicago árið 1949. Fað- ir hennar var bandarískur og móð- irin íslensk. Saman áttu þau fjögur börn og ólust þau upp að mestu í Bandaríkjunum. Shady kom fyrst til Íslands árið 1956 þá aðeins sjö ára gömul ásamt móður sinni en þær mæðgur stoppuðu þó ekki lengi, að- eins í nokkrar vikur hjá skyldmenn- um. Foreldrar hennar skildu og kom hún því hingað öðru sinni árið 1962 ásamt móður sinni og þremur syst- kinum. „Þarna var ég þrettán ára og mamma ein með okkur. Ég fór í ís- lenskunám í Gaggó Vest og komst einhvern veginn í gegnum það, ég skil eiginlega ekki enn þá hvernig ég gerði það. Ég þekkti engan, og átti erfitt með að fóta mig. Ég átti enga félaga þar. Við fórum svo til Ameríku þegar mamma giftist aftur tveimur árum síðar.“ Þegar Shady var 17 ára fluttust þau í annað sinn til Íslands, þá á her- stöðina í Keflavík. Þarna hafði hún fengið sviðsbakteríuna en áður hafði hún komið fram ásamt ungum pilti ytra og endurfluttu þau þekkt Sonny og Cher lög. Dúettinn kölluðu þau „Sonny and Shady“ og ákvað hún þar með að taka nafnið Shady upp sem listamannsnafn. „Og það ein- hvern veginn festist. Þarna var ég orðin alveg viss um hvað mig lang- aði að gera í framtíðinni,“ útskýrir hún. Fjölskyldan bjó sem áður sagði í Keflavík og reyndi hin unga söng- kona enn á ný að fóta sig á nýjum stað. Hún starfaði á Keflavíkurflug- velli en segir þó að tónlistin hafi átt hug hennar allan. Hún leitaði á náð- ir nokkurra tónlistarmanna á svæð- inu, þótti frökk og sagðist vilja vinna með þeim. „Ég leitaði mér bara að bandi,“ útskýrir hún. Ferillinn hófst í Ungó Það var svo kvöld eitt að hún hlýddi á Óðmenn í Stapanum að hún leitaði baksviðs til þeirra Vals Emilssonar, Jóhanns G. og Magnúsar Kjartans- sonar. „Ég fór eftir tónleikana og bauð þeim aðstoð mína. Þeir lofuðu að vera í sambandi við mig. Sem þeir gerðu svo ekki neitt. Ég var mjög sár við þá, virkilega vonsvikin.“ Söngkonan unga dó þó ekki ráða- laus. Þeir skyldu veita henni tækifæri enda var hún þess fullviss að ef þeir myndu aðeins heyra hana syngja, fengi hún ef til vill að vera með. „Mamma mín þekkti þó mömmu Vals og hafði samband við hana. Hún eiginlega skammaði hann,“ segir hún kímin. „Það endaði svo á því að ég mætti á æfingu með þeim og fékk að sýna hvað í mér bjó. Þeir voru bara mjög hrifnir held ég. Svo það fór svo að ég spilaði mína fyrstu tónleika í sal Ungó og söng fjögur lög með þeim. Ég man svo vel eftir þessu,“ útskýrir Shady dreymin. „Þetta var um áramót og húsið var troðfullt, ég var svolítið stressuð en allt gekk vel þetta var alveg yndis- legt.“ Eftir tónleikana buðu Óðmenn Shady formlega að gerast meðlimur í sveitinni. Þau spiluðu saman í Austurbæ alla sunnudaga og segir Shady að það hafi reynst henni erfitt að samræma líferni skemmtikrafts- ins og vinnuna á flugvellinum. „Ég keyrði á milli á næturnar til þess að mæta dauðþreytt til vinnu á mánu- dagsmorgni. Þetta gekk alveg um sinn, en þó ekki til lengdar.“ Shady sagði því upp vinnunni skömmu síðar. Sér eftir Óðmönnum Um þetta leyti var hljómsveitin Hljómar ein allra vinsælasta sveit landsins auk Flowers. Shady vakti fljótlega áhuga þeirra félaga í Hljóm- um. Hún tók að syngja með þeim lag og lag en að endingu gekk hún alveg til liðs við þá sem varð til þess að Óð- menn lögðust tímabundið af. „Ég hefði átt að vera með Óð- mönnum, ég sé það nú þegar ég horfi til baka. Þetta voru svo góðir strákar og ég fór ekki nógu vel með þá. Ég sé eftir því að hafa ekki ver- ið þeim trú. En ég var ung og þarna voru Hljómar bestir og stærstir. Mig langaði bara enn lengra. Svo var ég líka mjög hrifin af Gunna [Þórðar- syni], svo ég stökk á tækifærið. Það má segja að allt hafi farið upp á við þaðan.“ Sem kunnugt er söng Shady eitt þekktasta lag sitt Ég elska alla, með Hljómum. Lagið kom út á annarri LP-plötu þeirra árið 1968 en platan var tekin upp í Lundúnum undir stjórn Tonys Russell. Þess má geta að á meðal blásara í laginu er hinn heimsfrægi Ronnie Scott á tenórsax- ófón. „Við spiluðum aðeins í Bretlandi þarna. Þetta var ótrúlegur tími sá allra besti í tónlistinni að mínu mati. Það hljómar ekkert eins og það gerði þarna, ekki nokkurn tímann aftur. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að vera hluti af þessu. Í dag virðist mér allt vera nokkurs konar uppspuni, tónlist og jafnvel heilu hljómsveit- irnar eru verksmiðjuunnar núna.“ Shady Owens þarf vart að kynna en hún var ein ástsælasta söngkona Íslendinga um árabil. Hún kom með krafti inn í íslenskt menningarlíf, var eitt andlita hippatímans hér á landi og söng sig eftirminnilega inn í hug og hjörtu landsmanna um árabil. Shady hvarf þó að er virðist jafnharðan úr sviðsljósinu fyrir fáeinum áratugum. Blaðamaður DV hafði upp á henni símleiðis á dögunum en hún er búsett í norður- sveitum Englands ásamt eiginmanni sínum. María Lilja Þrastardóttir maria@dv.is „Í dag virðist mér öll vinsæl tónlist vera uppspuni og heilu hljómsveit- irnar verskmiðju- framleiddar „Þú saknar ekki einhvers sem þú hefur ekki átt“ Shady og eiginmanni hennar hef- ur ekki orðið barna auðið. En hún reynir að láta það ekki á sig fá, þó að vissulega sé tilhugsunin um fjölskyldulíf heillandi í seinni tíð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.