Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2014, Blaðsíða 25
Jólablað 23. desember 2014 Fólk Viðtal 25
aldrei átt í kynferðislegu sambandi
við aðra manneskju og var rétt svo
farinn að hugsa um sína eigin kyn-
hneigð. „Ég hafði spáð í það hvort ég
gæti verið hommi eða eitthvað ann-
að, en á þessum aldri hafði ég aldrei
spáð í kynferðislegum athöfnum. Ég
hafði aldrei hugsað um kynlíf með
öðrum, hvorki strákum né stelpum.“
Skólafélagar hans voru farnir að
monta sig af því að hafa sofið hjá
hinum og þessum stelpum. En Árni
var mikið í sínum eigin heimi. Hann
ræktaði bæði naggrísi og kanínur í
bílskúrnum heima hjá sér og var á
tímabili með hátt í 300 dýr. „Ég ein-
angraðist svo mikið þegar ég kom
til Noregs. Fyrst af því ég talaði ekki
tungumálið og svo vatt það upp á sig.“
Fékk brenglaða sýn á kynlíf
Þegar Árni sagði móður sinni síðar
frá ofbeldinu þá áttaði hún sig strax
á því hvenær þetta gerðist. Hún tók
eftir miklum breytingum á hegð-
unarmynstri sonar síns sem hún gat
á þeim tíma ekki skýrt með nein-
um hætti. „Ég umturnaðist frá því
að vera þessi litli saklausi ungling-
ur sem gerði lítið annað en að hugsa
um dýrin sín, í að byrja að drekka
áfengi og sofa hjá,“ segir Árni hrein-
skilinn. Þá fór hann að sækja í fé-
lagsskap sem ekki gat talist til fyr-
irmyndar og var meðtekinn inn í
hópinn. Hann kynntist þó líka fólki
sem reyndist honum vel, sem hann
heldur enn þá sambandi við í dag.
„Þegar þín fyrsta reynsla af kynlífi
er svona, eins og ég upplifði hana, þá
verða hugmyndir manns um kynlíf
mjög brenglaðar. Sérstaklega þegar
maður er þetta ungur að maður hef-
ur ekki spáð í þetta áður.“ En það var
nákvæmlega það sem gerðist í tilfelli
Árna. Hann fékk mjög brenglaða sýn
á kynlíf og fór að haga sér eftir því.
„Ég missti sveindóminn þarna
skömmu síðar, þrettán ára gamall.
Stuttu eftir að ég missti sveindóm-
inn var ég svo kominn í „threesome“
með tveimur stelpum. Kærustunni
minni og vinkonu hennar. Svo liðu
varla tveir mánuðir, þá var ég kominn
í kynferðislegar athafnir með strák.
Þetta var svo rosalega brenglað. Ég
var þrettán ára gamall. Þegar ég lít á
þrettán ára gamlan einstakling í dag
þá finnst mér hann vera barn. Þetta
er alltof ungt.“
Hafði áhrif á hugmyndir
um kynhneigðina
Árni segist að vissu leyti hafa hoppað
yfir nokkur ár, án þess að hafa þroska
til þess. Sjálfum fannst honum hegð-
un sín fullkomlega eðlileg. „En þegar
ég hugsa til baka þá var ekkert eðli-
legt við árið sem kom á eftir þessu at-
viki.“ Vegna þess að Árni hafði hugs-
að um sína eigin kynhneigð og var
ekki viss hvar hann stóð, þá ruglaði
nauðgunin hann enn meira í ríminu.
„Ég hugsaði með mér að líklega væri
ég ekki samkynhneigður því þetta at-
vik var svo ógeðslegt og vont á alla
vegu. Ég var mjög týndur á öllum
sviðum.“
Þrátt fyrir að hann hafi ekki sinnt
dýrunum sínum sem skyldi á þess-
um tíma fannst honum fátt betra
en að leggjast á gólfið í bílskúrnum,
sleppa öllum naggrísunum lausum
og liggja þar á meðan þeir snigluð-
ust í kringum hann. „Ég var mjög
langt niðri og útsýnið var ekki mjög
bjart. Ég var þrettán ára gamall og
bókstaflega að missa tökin á öllu,“
segir hann hreinskilinn. Árni er mjög
þakklátur öllum þeim sem létu sig
hann varða á þessum tíma og þeir
voru þónokkrir. Fjölskyldan, nýir
vinir og vinnuveitandi. „Það eru svo
margar manneskjur sem hafa rétt
snert mig á pínulítinn hátt sem ég er
svo ævinlega þakklátur fyrir.“
Síðari nauðgunin hafði meiri áhrif
Þótt þessi skelfilega lífsreynsla hefði
haft mikil neikvæð áhrif á Árna þá
segir hann seinna atvikið, sem átti
sér stað þegar hann var 17 ára, hafa
haft mun meiri áhrif á sig. „Atburð-
urinn sem átti sér stað þegar ég var
þrettán ára var í raun mun ógeð-
felldari á allan hátt.“ Árni telur
ástæðuna fyrir þessu meðal annars
vera að það eru mun meiri líkur á því
að hann rekist á gerandann í síðara
málinu á förnum vegi, heldur en þá
sem beittu hann ofbeldi í Noregi.
Ári eftir atvikið flutti fjölskyldan
aftur heim til Íslands. Þá var Árni
fjórtán ára. En áður hafði hann sett
sig í samband við gamla bekkjar-
systur á Akureyri og látið vita að það
væri von á honum aftur. Árni seg-
ir það mögulega hafa verið mistök,
enda hafi þá verið gert of mikið úr
heimkomunni. „Þá byrjaði í raun
strax eitthvert hommatal og það er
eitt komment sem situr í mér. „Hann
er hommi, hann á pottþétt eftir að
nauðga okkur öllum“, en þetta sagði
strákur sem átti eftir að vera með
mér í bekk.“
Hafður í sérklefa í sundi
Þegar Árni var kominn til landsins
og byrjaður að umgangast jafna-
ldra sína á Akureyri hélt hommatalið
áfram. Það var alltaf verið að tala um
að hann væri örugglega hommi og á
endanum gafst hann upp og kom út
úr skápnum. „Ég gerði það án þess
að hugsa dæmið til enda og áður
en ég var sjálfur búinn að átta mig á
því. Ég kom bara út úr skápnum og
viðurkenndi að ég væri það sem all-
ir töluðu um að ég væri og allir vildu
að ég væri. Ég var enn þá óviss með
mína kynhneigð en ákvað samt að
gefa fólkinu það sem það vildi.“ Við-
brögðin voru hins vegar frekar nei-
kvæð og skólafélagarnir fóru að úti-
loka hann úr hópnum. Árni fór því
að sökkva í sama gamla farið og leit-
aði í slæman félagsskap. En hann
hafði áður rætt það við móður sína
að skilja vandræðaunglinginn eftir í
Noregi. Það þurfti bara svo lítið til að
ýta honum af réttri braut.
Það voru ekki bara skólafélagarn-
ir sem útilokuðu hann heldur tóku
skólayfirvöld þátt í því líka. Með því
að koma út úr skápnum var hann
flokkaður öðruvísi. „Í íþróttum og
sundi í skólanum þá var ég látinn
vera í sérklefa. Strákarnir vildu ekki
hafa mig með í klefa þannig þetta var
auðveldasta leiðin fyrir skólann.“ Í
lok fyrsta skólársins á Íslandi fór Árni
í raun aftur inn í skápinn því honum
fannst hann einfaldlega ekki vera
samkynhneigður. Þessari ákvörðun
hans var tekið vel af skólafélögunum
og hann varð velkominn í hópinn á
nýjan leik.
„Ég er mjög feginn að hafa far-
ið aftur inn í skápinn og hafa fengið
að vera eðlilegur unglingur um tíma.
Það var samt alltaf eitthvað að naga
mig. Eitthvað í undirmeðvitund-
inni sem var óuppgert. Ég var búin
að segja þremur vinkonum mínum
frá því hvað hafði gerst, en ég hafði
aldrei fullkomlega viðurkennt að
þetta hefði gerst. Ég hafði reynt að
skilja þetta eftir í fortíðinni og þar
af leiðandi hafði ég aldrei unnið úr
þessu. Ég var bara að burðast með
þetta einn.“
Gerandinn sendi vinabeiðni á
Facebook
Svo var það í byrjun árs árið 2010
sem karlmaður, sem hann vissi
engin deili á, bætti honum við sem
vini á Facebook og fór að spjalla við
hann. En maðurinn var að minnsta
kosti tíu árum eldri en Árni. „Mér
fannst alltaf eitthvað pínu skrýtið
við að hann væri að tala við mig og
á ákveðinn hátt óviðeigandi. Ég svar-
aði honum sjaldan og ef ég gerði það
þá bauð ég ekki upp á frekara spjall.”
Þannig gekk þetta um tíma, eða
þangað til söngkeppni framhalds-
skólanna var á næsta leiti, en maður-
inn kom að keppninni og gat því út-
vegað Árna miða. „Vitleysingurinn ég
ákvað að taka miðann þrátt fyrir að
ég fyndi að það væri eitthvað rangt
við þetta og að ég ætti ekki að vera í
samskiptum við hann. Ég fór og hitti
hann til að fá miðann. Vinkona mín
kom með mér, en beið úti í bíl, og
hann knúsaði mig þá eins og við vær-
um gamlir vinir. Hann reyndi eitthvað
að spjalla en ég kom mér strax í burtu.
Það var ljótt af mér, en ég var bara að
nota hann fyrir miðann. Ég átti engan
pening og langaði til að fara á keppn-
ina með vinum mínum og djamma.
Ég sagði við vinkonu mína þegar ég
kom aftur í bílinn hvað mér þætti
þetta krípí karl.” En Árni var kominn
með miðann og ætlaði sér ekki að
vera í frekari samskiptum við mann-
inn. „Ég var bara sautján ára vitlaus
unglingur,“ bætir hann við.
Notaði hárgel sem sleipiefni
Kvöldið sem keppnin var haldin
var maðurinn hins vegar stans-
laust að senda honum sms, sagðist
geta reddað honum inn í Sjallann
og bauð honum í eftirpartí á hótel-
ið sem hann gisti á. Hann sagði að
allir keppendurnir væru þar saman-
komnir. Á endanum þáði Árni boðið
í von um að geta reddað áfengi í ann-
að eftirpartí sem honum hafði ver-
ið boðið í. „Hann bað mig að koma
beint upp á herbergi til sín, sem ég
gerði. Ég sagði við vinkonur mínar
sem biðu fyrir utan, en önnur þeirra
var á bíl, að ég yrði ekki lengi og að
þær yrðu að vera með símana uppi
við.“ Að sögn Árna blandaði maður-
inn drykki fyrir þá báða. Hann tók
nokkra sopa og sendi vinkonu sinni
svo sms og sagðist vera á leiðinni.
„En fljótlega fannst mér ég verða
eitthvað skrýtinn í líkamanum. Hann
kyssti mig skyndilega og þá fraus ég
algjörlega. Í kjölfarið hélt hann á
mér inn á baðherbergi og byrjaði að
klæða mig úr að neðan. Hann var
ekki með neitt sleipiefni svo hann
greip dollu af hárgeli og notaði það
sem sleipiefni.” Það er ljóst að það er
ekki auðvelt fyrir Árna að rifja þetta
upp og hann gerir það varlega. Þó án
þess að hika.
Á þessum tímapunkti voru vin-
konur Árna farnar að undrast um
hann og hringdu í farsímann hans.
„Síminn hringdi stanslaust og
hann tók símann minn, setti hann í
vaskinn og skrúfaði frá. Ég veit í raun
ekki hvað leið langur tími þangað til
ég labbaði út. En þegar ég var að fara
þá rétti hann mér fimmtán þúsund
krónur og sagði að við ættum bara að
hafa þetta á milli okkar. Ég var sjúk-
lega ringlaður og vissi varla hvar ég
var. Ég tók við þessum pening, opn-
aði hurðina, lagði peninginn á gólf-
ið frammi á gangi og fór út af hótel-
inu.” Það var kominn dagur og orðið
albjart, en Árni komst að því síðar að
vinkonur hans höfðu reynt að kom-
ast inn á hótelið en næturvörður-
inn vildi ekki hleypa þeim inn. Árni
stoppaði leigubíl fyrir utan hótelið,
settist inn og brotnaði saman og
sagði bílstóranum frá því sem hafði
gerst. „Hann brást þannig við að
hann vildi skutla mér upp á bráða-
móttöku en ég vildi það ekki. Ég fór
bara heim að sofa.”
Málið var kært en fellt niður
Þegar Árni vaknaði daginn eftir leið
honum mjög illa. Og dagarnir sem
fylgdu í kjölfarið voru að sama skapi
erfiðir. „Það sóttu á mig sjálfsmorðs-
hugsanir á hverjum degi, sama hvað
ég var að gera. Þegar þetta gerðist þá
endurupplifði ég auðvitað hitt atvik-
ið sem átti sér stað í Noregi.
Að lokum sagði hann einni vin-
konu sinni frá atvikinu á Hótel KEA.
Hún hvatti hann til að kæra en hann
vildi það ekki þá. Skömmu síðar
brotnaði hann hins vegar algjörlega
saman, sagði móður sinni frá þessu
öllu og hún hringdi á lögreglustöð-
ina þar sem þeim var bent á að fara
á neyðarmóttökuna og koma svo
í skýrslutöku. „Málið var kært en
vegna þess að það voru ekki nógu
góð vitni þá var málið fellt niður.
Þetta var bara orð á móti orði. Það
var auðvitað erfitt og mér leið eins og
mér væri ekki trúað. Að ég hefði ver-
ið að búa þetta til.” Á neyðarmóttök-
unni var Árni hins vegar svo hepp-
inn að hitta fyrir konu sem hann
segir gjörsamlega hafa bjargað lífi
sínu. „Hún var algjör himnasending.
Ef það væri ekki fyrir hana þá veit ég
ekki hvar ég væri í dag. Ég gat farið til
hennar þegar mér hentaði.”
Í ljósi þess að Árni var ekki orðinn
átján ára var sendur barnasál-
fræðingur úr Reykjavík til að hjálpa
honum að takast á við það sem hafði
gerst. En þau samtöl hjálpuðu hon-
um lítið. „Ég vildi ekki opna mig fyr-
ir þessum sálfræðingi en ég gat gert
það fyrir konunni á neyðarmóttök-
unni. Hún var alltaf með svörin sem
ég þurfti á að halda.”
Búinn að fyrirgefa gerendunum
Síðustu ár hefur Árni markvisst
unnið úr sínum málum og það hefur
skilað honum á þann stað sem hann
er í dag. Á góðan stað. „Ég hef unnið
úr þessu á minn hátt, en minn háttur
hentar örugglega ekki öllum. Það var
auðvitað mikill skellur þegar málið
var fellt niður og það var erfitt í dá-
góðan tíma á eftir. En svo fór ég að
vinna úr þessu og þetta er bara kafli
sem ég ætla að loka. Ég get með stóru
brosi á andlitinu á mér sagt að ég sé
búinn að fyrirgefa þessum mönnum
og að samviska mín sé hrein. Þetta
verður alltaf ör sem fylgir mér, en á
allan hátt sem ég get er ég búinn að
sleppa takinu. Ég er mjög hamingju-
samur í dag og lifi ágætis lífi. Mér líð-
ur eins og það geti ekkert stoppað
mig,” segir hann og brosir einlægt.
„Það koma slæmir dagar, bara eins
og hjá öllum öðrum. Og á vissan hátt
eru slæmu dagarnir pínu góðir. Þá
sest ég niður með mínum hugsun-
um og enda á því að leysa þær. Eftir
það líður mér betur.”
Upplifði mikla skömm
Þótt Árni sé hamingjusamur í dag
og sáttur við lífið þá hefur vinna síð-
ustu ára ekki verið auðveld. „Ég upp-
lifði mikla skömm. Ég tók við þessum
miða sjálfviljugur. Ég fór upp á hótelið
til að næla mér í smá áfengi. Ég kom
mér þangað en þetta var algjörlega
ekki mér að kenna. Þetta var að engu
leyti mér að kenna. Auðvitað leið mér
þannig og skömmin var gríðarleg, en
það er ástæðan fyrir því að fólk seg-
ir ekki frá. Ef ég skammast mín fyrir
eitthvað í dag þá er það bara að hafa
samþykkt þennan mann sem vin á
Facebook. Skömmin er hjá gerend-
um og ég finn til með þeim. Ef ég gæti
þá myndi ég útvega þessum einstak-
lingum þá hjálp sem þeir þurfa á að
halda,” segir Árni auðmjúkur.
„Þetta er múr sem við þurfum að
brjóta og ef ég get bara brotið úr hon-
um eitt lítið horn, þá geri ég það. Svo
lengi sem ég er að hjálpa einhverjum
þá er ég ánægður,“ segir þessi hug-
rakki ungi maður að lokum. n
„Allt í
einu var
ég bundinn á
höndum og
fótum og þess-
ir þrír einstak-
lingar voru að
gera það sem
þá lysti við
líkama minn
Er hamingjusamur í dag Árni hefur
unnið í sínum málum og hefur sjaldan
verið hamingjusamari. MyNd SiGtryGGUr Ari
Evonia eykur hárvöxt með því að
veita hárrótinni næringu og styrk.
Evonia er hlaðin bætiefnum sem
næra hárið og gera það gróskumeira.
Bætiefni ársins í Finnlandi 2012.
Evonia
www.birkiaska.is
Guðlaugur A Magnússon
Skólavörðustíg 10 • Reykjavík • www.gam.is • sími 5625222
Við hönnun skeiðarinnar sóttum
við innblástur í okkar gömlu
hefðir enda ber hún emeleringu
eins og fyrstu skeiðarnar okkar.
Skeiðin fæst eingöngu í verslun
Guðlaugs á Skólavörðustíg.
Hönnun: Hanna S. Magnúsdóttir
Smíðuð úr 925 sterling silfri
Jólaskeiðin 2014
Hin eina sanna jólaskeið
okkar íslendinga í 68 ár
í 90 ára