Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2014, Blaðsíða 4
4 Fréttir Jólablað 23. desember 2014
S
amheitalyfjafyrirtækið
Alvogen, sem fjárfestirinn
Róbert Wessman stýrir, vill
byggja aðra verksmiðju sem
framleiðir samheitalyf á há-
skólasvæðinu í Vatnsmýrinni. Þetta
staðfestir Eiríkur Hilmarsson, fram-
kvæmdastjóri eignarhaldsfélagsins
Vísindagarða Háskóla Íslands, en
það félag þarf að hafa milligöngu um
afhendingu lóðarinnar frá Reykja-
víkurborg til Alvogen. „Alvogen hefur
sem sagt áhuga á því að stækka. […]
Það eru viðræður í gangi um þetta,“
segir Eiríkur.
Alvogen, eða dótturfélag þess
Alvotech, fékk afhenta lóð frá Reykja-
víkurborg í gegnum Vísindagarða
Háskóla Íslands við Sæmundargötu
15 til 19 í nóvember í fyrra. Fram-
kvæmdir standa nú yfir við ellefu
þúsund fermetra lyfjaverksmiðju
sem opna á 2016. Í gildi er ramma-
samkomulag á milli Vísindagarða
Háskóla Íslands og Reykjavíkur-
borgar sem felur það í sér að þetta
dótturfélag Háskóla Íslands getur
óskað eftir því að fá afhentar lóðir á
háskólasvæðinu undir starfsemi sem
tengist starfi skólans. Á grundvelli
þessa samkomulags fékk Alvogen
lóðina sem fyrirtækið byggir nú á af-
henta í fyrra. Lóðin sem viðræðurnar
núna snúast um er sunnan við lóðina
sem Alvogen fékk í fyrra.
Fá ekki inni
Í tengslum við afhendingu síð-
ustu lóðar kom fram að Háskóli Ís-
lands ætlaði að leigja hluta af húsi
Alvogen. Talað var um 2.000 til 3.000
þúsund fermetra af þeim 11.000 sem
húsið átti að vera. Þetta hefur hins
vegar breyst, segir Eiríkur aðspurður,
þar sem Alvogen óskaði eftir því að
fá að fullnýta húsið sjálft. „Við gerð-
um kröfu um það að allur byggingar-
reiturinn yrði nýttur til fulls þar
sem Alvogen gerði ekki ráð fyrir að
nota allt húsið sjálft. Síðan breyttu-
st áformin hjá Alvogen. Þannig að
Alvogen óskaði eftir því að fá að full-
nýta bygginguna. Það þurfti því ekki
á því að halda að annar aðili kæmi
inn til að fullnýta byggingarreitinn.“
Háskóli Íslands verður því ekki
með neina aðstöðu í nýja húsinu, líkt
og talað hafði verið um.
Vilja fá afnot af nýja húsinu
Aðspurður hvort Háskóli Íslands
muni fá aðstöðu í hinu húsinu
sem Alvogen vill reisa, fari svo að
samkomulag náist um lóðina og að
önnur verksmiðja rísi, segir Eiríkur
að háskólinn hafi sannarlega þörf
fyrir aukið húsnæði og horft yrði til
þess að leigja hluta af því húsi.
„Það eru mjög miklar líkur á
því. Sá reitur yrði ekki allur
fyrir Alvotech heldur að-
eins hluti af honum og þá
yrði annars konar starf-
semi í húsnæðinu á móti.“
Forsenda fyrir því að Há-
skóli Íslands fái þetta hús-
næði er hins vegar auðvit-
að að Alvogen fái lóðina
undir húsið og reisi það.
Eiríkur segir að Háskóli
Íslands horfi meðal annars
til þess að koma á laggirn-
ar svokölluðu sameindavís-
indasetri og að meðal
annars sé litið til
þess að slík
starf-
semi gæti verið í seinna húsi Alvogen.
Hann segir hins vegar að ekkert liggi
fyrir um sameindavísindasetrið og
viðræðunum um lóðina undir hús-
ið sé alls ekki lokið. „En eins og þú
veist þá þarf margt að koma til áður
en draumar rætast.“
Ekkert neitunarvald
DV hefur greint frá því að
eigandi verksmiðj-
unnar sem nú
rís í Vatns-
mýrinni sé
fasteigna-
félag í eigu
forstjóra
Alvogen,
Róberts
Wessman.
Bygging
hússins var
fjármögnuð
með láni frá
Arion banka
og reynir Ró-
bert nú að
selja húsið til
fjárfesta.
Fagfjárfestar, eins og til dæmis líf-
eyrissjóðir, verða að teljast líklegustu
kaupendurnir en þeir hafa stofnað
fjárfestingafélag sem sérhæfir sig í
kaupum á atvinnuhúsnæði þar sem
fyrir liggja langir leigusamningar við
trausta aðila. Fasteignafélag Róberts
og Alvotech hafa gert leigusamning
um húsnæðið til 25 ára. Því er um
að ræða afar verðmæta og góða eign
sem Róbert getur selt og hagnast vel
á ef kaupandi finnst.
Aðspurður hvort Vísindagarðar
Háskóla Íslands hafi einhverja
skoðun á því hver það er sem eigi
húsið segir Eiríkur að svo sé ekki.
Hann segir að félagið hafi forkaups-
rétt á því en annars geti félagið ekki
skipt sér af eignarhaldinu. „Þess
utan þá höfum við ekki möguleika á
að stýra því hvernig eignarhaldinu er
háttað á húsinu.“
Af þessu leiðir að ekki er hægt
að fullyrða neitt um eignarhaldið
á nýja húsi Alvogen, fari svo að
það verði byggt. Eiríkur segir að
ekki liggi fyrir hvenær niður-
staða fæst í viðræðurnar um
bygginguna. n
Vill byggja aðra
verksmiðju við HÍ
n Alvogen og Vísindagarðar HÍ í viðræðum n Skólinn fær ekki inni
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Fullnýta húsið
Alvotech fullnýtir húsið í
Vatnsmýrinni sem nú er
í byggingu og vill fá að
byggja meira.
Mynd SIgtryggur ArI
Fá ekki inni Vísindagarðar Háskóla
Íslands fá ekki inni í húsinu sem fasteigna-
félag Róberts Wessman reisir nú í Vatns-
mýrinni en skólinn bindur hins vegar vonir
við að fá leigða aðstöðu í næsta húsi.
„En eins og þú veist
þá þarf margt að
koma til áður en draumar
rætast.
– Eiríkur Hilmarsson
Opna Leifsstöð
á jóladag fyrir
eina flugferð
Einu sinni á ári liggja allar flug-
samgöngur til og frá Íslandi niðri
og það er þann 25. desember ár
hvert. Flugstöð Leifs Eiríkssonar
verður hins vegar opin á jóladag
í ár.
Þetta kemur fram á vefsíðunni
Túristi.is. Þó er aðeins um eina
flugvél að ræða en sú er á vegum
easyJet. Vélin kemur frá Genf í
Sviss og lendir í Keflavík um kaffi-
leytið og fer á loft á ný tíu mínútur
í fimm.
Fáir farþegar munu fara um
flugstöðina á jóladag en engu að
síður þarf að ræsa út starfsfólk
flugvallarins og samkvæmt upp-
lýsingum frá Isavia þá er einnig
ætlast til að verslanir séu opnar
við allar brottfarir.
Leigir Orkuveitunni
Leigusamningur um aðstöðu í verksmiðju Alvogen
F
asteignafélagið Sæmundur
ehf., sem á húsið sem hýsa
mun lyfjaverksmiðju Alvogen
í Vatnsmýrinni, hefur gert
leigu samning við Orkuveitu Reykja-
víkur vegna leigu á rými fyr-
ir dreifistöð og spennubreyta sem
verður staðsett í húsinu. Eins og
kunnugt er fékk Alvogen lóðina
undir húsið frá Reykjavíkurborg, í
gegnum Vísindagarða Háskóla Ís-
lands, til að reisa þar lyfjaverk-
smiðju þar sem framleidd verða
samheitalyf.
Leigusamningurinn, sem er á
milli Sæmundar og dótturfélags
Orkuveitu Reykjavíkur sem heitir
Veitur ohf., er ekki upp á háar fjár-
hæðir: Rúmlega 12 milljónir króna
án virðisaukaskatts. Þetta kemur
fram í samningi á milli Fasteigna-
félagsins Sæmundar og Veitna sem
undirritaður var í síðasta mánuði.
Fasteignafélagið leggur Veitum til
húsnæðið undir dreifistöðina en
Orkuveitan á að sjá um viðhald inni
í því. Kostnaður Sæmundar vegna
eignarinnar er því einhver og er
leiguverðið ekki hátt.
Orkuveitan er hins vegar í eigu
Reykjavíkurborgar og það var
Reykjavíkurborg sem lét Alvogen í
té umrædda lóð undir umrætt hús.
Fasteignafélagið Sæmundur er því
að leigja félagi í eigu borgarinn-
ar húsnæði á lóð sem Reykjavíkur-
borg afhenti Alvogen til að reisa lyf-
javerksmiðjuna á. n ingi@dv.is
Leigir af eiganda verksmiðjunnar
Dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur leigir
rými undir spennistöð í verksmiðju Alvogen
í Vatnsmýrinni.
Brunagaddur
á aðfangadag
Landsmenn mega búast við hvít-
um jólum þetta árið, eins og gefur
að skilja í ljósi tíðarinnar. Á að-
fangadag er gert ráð fyrir köldu
veðri en frost verður á bilinu 2–16
stig, kaldast inn til landsins. Gert
er ráð fyrir björtu veðri sunn-
an- og vestanlands en dálítil él
verða á víð og dreif fyrir norðan
og austan. Á jóladag snýst í sunn-
anátt og hlutskipti landshlutanna
snýst við. Þá mun snjóa sunnan-
og vestanlands en bjartara verð-
ur fyrir norðan og austan. Áfram
verður kalt á öðrum degi jóla.
Nánar má lesa um jólaveðrið á
baksíðu blaðsins.