Morgunblaðið - 01.08.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.08.2015, Blaðsíða 1
Verður frúforseti? EITT ÁR ER ÞA SUNNUDAGUR GUÐRÚN SÓLEYHEFUR FLOTTAN STÍL HEIMATILBÚNIR LEIKIR GÖTUVEISLA ÍGARÐABÆ DR. RONALD MOY 14 TÍSKA 34 FJÖLSKYLDAN 30 MATARBOÐ 26 VÍSINDIN Á BAKVIÐ EGF DROPANA 2. ÁGÚST 2015 SÓLNÝ PÁLSDÓTTIR Á FIMM DRENGI OG ER SÁ YNGSTI MEÐ DOWNS-HEIL- KENNI. HÚN TEKST Á VIÐ LÍFIÐ MEÐ ÆÐRULEYSI OG MYNDAVÉL AÐ VOPNI 40 * MEÐ ELLEFUVERNDARENGLA L A U G A R D A G U R 1. Á G Ú S T 2 0 1 5 Stofnað 1913  179. tölublað  103. árgangur  ÁNÆGÐUR MEÐ TÍU RÁÐSKONUR OG MÖRG BÖRN LÖG UM RAUNVERULEGA ATBURÐI PLATAN ÓÐUR 39LJÓN NORÐURSINS 10 Morgunblaðið/Einar Falur Fyrirhöfn Veiðimaðurinn á hlaupum og fylgdarmaðurinn lyftir línunni yfir skerið.  „Þessi er miklu erfiðari,“ sagði ástralskur stangveiðimaður um samanburðinn við 35 punda lax sem hann fékk í Noregi í fyrra, þar sem hann glímdi við nýgenginn tuttugu punda hæng í Selá í Vopnafirði í vikunni. Laxinn lét hafa fyrir sér, veiðimaðurinn þurfti að elta hann eina 350 metra niður eftir ánni áð- ur en leiðsögumaðurinn náði að renna háfnum undir lúsugan stór- laxinn. Veiðimaðurinn, O’Neil að nafni, hélt upp á 76 ára afmælið með þessari æsilegu viðureign. Og hefur áður náð fleiri stórum í Vopnafirði á afmælisdaginn. Í Selá var góð veiði í vikunni en hvergi þó betri en í Blöndu. Þar höfðu á mið- vikudagskvöld veiðst 2.264 laxar og þar af veiddust 625 í síðustu viku á fjórtán stangir. »16 Eftirminnileg glíma við stórlax í Selá á afmælisdaginn Morgunblaðið/Ásdís Mæðgin Hilmir er sáttur í fanginu á móður sinni, Sólnýju Pálsdóttur. Þegar Sólný Pálsdóttir ljósmyndari átti fjóra syni og tvær stjúpdætur kom laumufarþegi sem breytti öllu, en yngsti sonurinn, Hilmir, er með Downs-heilkenni. Hún trúir að hann hafi átt að fæðast og segir innihalds- ríkt að ala hann upp en viðurkennir að hafa verið verulega brugðið. Sólný vill auka vitund í þjóðfélag- inu um fatlaða. „Til þess að það verði þarf að auka fræðslu því við erum oft hrædd við það sem við þekkjum ekki, eins og kom í ljós hjá mér þegar ég átti Hilmi. Ef ég hefði vitað meira um þetta heilkenni hefði ég ekki haldið að heimurinn væri að hrynja. Mikið held ég að lífið væri litlaust og leið- inlegt ef allir væru eins. Ég get ekki hugsað mér lífið án Hilmis, ekki frekar en hinna barnanna minna,“ segir hún. Í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins segir hún lífið fullt af verkefnum og hún sé þakklát fyrir að hafa eignast hann. Hún ræðir um áföllin í lífinu af einlægni, um lífið með fötluðu barni, um andlegt gjald- þrot, foreldramissi og þá ákvörðun að breyta lífi sínu. Heimurinn hrundi ekki  Á fimm drengi og er sá yngsti með Downs-heilkenni Samkvæmt vefsíðu Vegagerðarinnar höfðu tæp- lega 23 þúsund bílar farið um Sandskeið og Kjal- arnes um klukkan átta í gærkvöldi. Gera má ráð fyrir að flestir þeirra hafi verið á leið frá höfuð- borginni. Eins og sjá má á mynd sem tekin var á Vesturlandsvegi seinnipartinn í gær mátti vart stinga títuprjóni á milli bíla á leið frá borginni, svo þétt var umferðin. Til borgarinnar var hins vegar greið leið enda færri að fara í þá átt. Bílaröð svo langt sem augað eygir Morgunblaðið/Eggert Margir voru á leið frá höfuðborginn í gær  Lárus Sigfús- son, fyrrverandi bóndi og ráð- herrabílstjóri, lætur ekki ald- urinn stöðva sig, en hann varð 100 ára í febrúar. Síðast fóru sögur af honum í blaðinu þegar hann skipti síðasta bílnum út fyrir rafskutlu. Hann keypti bíl í vikunni og ekkert er því til fyrirstöðu að hann leggi aftur út á göturnar, enda skírteinið klárt sem hann hef- ur haldið samfleytt í áttatíu ár. »4 Tíræður hætti við að hætta og keypti bíl Lárus Sigfússon Eignir lífeyrissjóðanna hérlendis hafa vaxið um þriðjung að raunvirði frá árinu 2008. Þannig hafa eignir þeirra aldrei mælst meiri en í árslok 2014 þegar þær námu 2.925 milljörð- um króna. Í árslok 2008 voru eign- irnar metnar á 1.598 milljarða og höfðu þá rýrnað töluvert frá fyrra ári þegar þær námu 1.697 milljörðum króna. Starfandi lífeyrissjóðir í landinu eru 26 og hefur þeim fækkað um einn frá fyrra ári. Lífeyrissjóður Vestfirð- inga rann inn í Gildi lífeyrissjóð um liðin áramót. Stærðarmunur er mikill milli sjóðanna og þannig halda tveir stærstu sjóðirnir á rúmlega 1.000 milljörðum. Þá ná samanlagðar heild- areignir 10 minnstu sjóðanna ekki 5% af heildarstærð kerfisins. Ávöxtun eigna sjóðanna gekk vel á árinu 2014. Raunávöxtun þeirra nam 7,1% að meðaltali. Til samanburðar nam raunávöxtun þeirra árið á undan 5,3% að meðaltali. Sé litið fimm ár aft- ur í tímann hefur raunávöxtun sjóð- anna að meðaltali verið 5,1%. Tíu ára meðaltalsávöxtun er hinsvegar 2,3% og þar ræður miklu það mikla högg sem kerfið tók á sig á árinu 2008. »18 Lífeyriskerfið hefur vaxið hratt frá hruni Baldur Arnarson baldura@mbl.is Á fyrri hluta þessa árs keyptu bíla- leigur 5.321 nýja bifreið og er það 19,2% meira en allt árið í fyrra. Þá seldust 4.462 nýir bílar til bílaleiga. Er nú svo komið að bílaleigur kaupa meirihluta nýrra bíla sem seldir eru á Íslandi. Á fyrri hluta ársins seldist 4.151 bifreið á almennum markaði. Árið 2009 seldust 1.909 bifreiðar á al- mennum markaði, 1.400 árið 2010, 2.966 árið 2011, 4.723 árið 2012 og 4.791 2013. Úr tölum Hagstofunnar má finna út samanlagt verðmæti innfluttra fólksbíla, þ.m.t. bíla með fjórhjóla- drifi, vöru- og sendibíla, annarra bíla og fjórhjóla. Verðmæti ökutækja í þessum fjórum flokkum sem flutt voru inn árið 2010 var 2.889 milljónir fyrstu fimm mánuði ársins 2010. Salan jókst svo í 12.624 milljónir á þessu tímabili 2014 og jókst svo enn frekar í 17.823 milljónir á fyrstu fimm mánuðum þessa árs. Það þýðir að innflutningsverðmætið á fyrstu fimm mánuðum þessa árs var ríflega 41% meira en sömu mánuði í fyrra. Bílalaleigurnar stórtækar  Keyptu 5.321 nýjan bíl fyrra hluta ársins  19,2% fleiri bílar en allt árið 2014  Bílaleigurnar hafa keypt mun fleiri bíla en seldust á almennum markaði MMeirihluti sölunnar »4Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.