Morgunblaðið - 01.08.2015, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2015
Kúba
Beint flugmeð Icelandair 23.–30. nóv.
Verð frá
*á mann í tvíbýli með öllu inniföldu
á Melia Varadero hótelinu.
Verð án Vildarpunkta 279.900 kr.
269.900 kr.*
og 12.500 Vildarpunktar
Flogið með Icelandair
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Júlímánuður var mjög kaldur víð-
ast hvar á landinu. Sérlega kalt var
norðaustan- og austanlands, en hiti
nærri meðallagi suðvestanlands.
Óvenjuþurrt var um landið norð-
vestanvert í mánuðinum.
Þetta kemur fram í bráðabirgða-
yfirliti Trausta Jónssonar veður-
fræðings
Meðalhiti í Reykjavík í júlí var
11,4 stig og er það 0,8 stigum ofan
meðallags áranna 1961 til 1990, en
-0,9 stigum undir meðallagi síðustu
tíu ára. Á Akureyri var meðalhit-
inn 8,4 stig, -2,1 stigi undir með-
allagi áranna 1961 til 1990 en -3,1
stigi undir meðallagi síðustu tíu
ára. Þetta er kaldasti júlímánuður
á Akureyri síðan 1993.
Sérlega þurrt var um landið
norðvestanvert. Úrkoma í Stykkis-
hólmi mældist ekki nema 5,1 milli-
metri. Er það aðeins 12 prósent af
meðallagi og hið minnsta í júlí síð-
an 1939, litlu meiri úrkoma mæld-
ist þó í júlí 1974. Í Reykjavík
mældist úrkoman 34,2 millimetrar
og er það um tveir þriðju hlutar
meðalúrkomu. Á Akureyri var úr-
koman í meðallagi, mældist 32,4
millimetrar
Sólarmetið var ekki í hættu
Sólskinsstundir voru fleiri en í
meðalári í Reykjavík. Sólarmetið í
höfuðborginni var langt í frá í
hættu – hátt í 100 stundir vantaði í
það. Sólarstundir á Akureyri voru
langt undir meðallagi, segir
Trausti. sisi@mbl.is
Kaldur júlí hefir kvatt
Kaldasti júlí á Akureyri í 22 ár Lítið rigndi í Hólminum
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Akureyri Kappklæddir ferðamenn
settu svip sinn á bæinn í júlí.
Alcan hefur
sótt um
undanþágu
Yfirvinnubann
starfsmanna í ál-
veri Rio Tinto
Alcan í Straums-
vík hófst á mið-
nætti. Ólafur
Teitur Guðnason,
talsmaður Alcan,
segir að sótt hafi
verið um undan-
þágu til þess að
bregðast við því
ef einhver frávik
verða í starfseminni. „Við höfum sótt
um undanþágu til að bregðast við ef
við sjáum að miklar truflanir verði.
Það fer því svolítið eftir því hvernig
reksturinn gengur hver áhrifin af yf-
irvinnubanninu verða,“ segir Ólafur.
Að sögn hans geta komið upp tafir í
framleiðslunni og bilun sem erfitt er
að gera við svo dæmi séu nefnd. Í
slíkum tilfellum þyrfti að geta kallað
til starfsfólk til að sinna verkefnum.
Yfirvinnubannið nær til allra al-
mennra starfsmanna álversins, en
ekki til verkstjóra, sérfræðinga og
millistjórnenda. Að sögn hans voru
verkalýðsfélögin enn að skilgreina
aðstæður þar sem undanþága væri
leyfileg og því ekki búið að taka af-
stöðu til undanþágubeiðni fyrirtæk-
isins í gærkvöldi. Næsti fundur í
kjaradeilunni er á þriðjudaginn.
vidar@mbl.is
Straumsvík Yfir-
vinnubann hafið.
Yfirvinnubann
hófst á miðnætti
Ísak Rúnarsson
isak@mbl.is
Grafið hefur verið óslitið í Vaðlaheiðargöng-
um síðan gröftur hófst aftur seint í maí síð-
astliðinn. Aðeins er grafið Eyjafjarðarmegin
og gengur gröfturinn býsna hægt en heita
vatnið sem er að finna í sprungum fjallsins
orsakar það að mikil vinna þarf að fara fram
við bergþéttingar í göngunum sem er tíma-
frekt verk.
Ákveðið var að bergþétta frekar meira
heldur en að taka áhættu á því að heita vatnið
færi að leka á nýjan leik. Búist er við að slíkar
varúðarráðstafanir muni flýta fyrir vatns-
klæðningarvinnu á seinni stigum verksins að
sögn Valgeirs Bergmann, framkvæmdastjóra
Vaðlaheiðarganga hf. Fnjóskadalsmegin í
göngunum er enn töluvert vatnsstreymi þó að
það dragi jafnt og þétt úr því. Valgeir segir að
verið sé að undirbúa og skipuleggja hvernig
skuli takast á við það verkefni.
Tvær leiðir eru til skoðunar
Uppi eru tvær meginsviðsmyndir, annars
vegar sú að vatninu sé dælt út Fnjóskadals-
megin, annar bor fenginn og göngin verði
kláruð með tvö borgengi. Hins vegar að halda
áfram og ljúka við göngin með einu borgengi
Eyjafjarðarmegin en það gæti tafið verkið að
einhverju leyti. Endanleg ákvörðun verður
tekin í haust um hvaða leið skuli fara en m.a.
þarf að hafa samráð við fjárlaganefnd Alþing-
is um fjárhagshliðina. Allt lítur út fyrir að
göngin muni fara a.m.k. 1.500 milljónum fram
úr kostnaðaráætlun.
Það sem af er af sumri hefur verið grafið
um 23,8 metra að meðaltali á viku hverri. Til
samanburðar hefur tekist að grafa allt að 81,5
metra á viku í sumar í Norðfjarðargöngum en
að meðaltali um 65,6 metra í sumar. Þar hefur
nánast ekki dropi af vatni orðið á vegi verk-
takanna að sögn Gísla Eiríkssonar, forstöðu-
manns jarðgangadeildar Vegagerðarinnar, þó
að öll göng hafi sín vandamál og áskoranir.
Búist er við gegnumbroti í Norðfjarðargöng-
um í september og að þau verði tilbúin til
notkunar sumarið 2017.
Gengur hægt í Vaðlaheiðinni
Næstum þrisvar sinnum meiri yfirferð er í Norðfjarðargöngum Ákvörðun tekin í haust
um hvað verður gert Fnjóskadalsmegin Gegnumbrot í Norðfjarðargöngum í september
Ljósmynd/Valgeir Bergmann
Vaðlaheiðargöng Gangagröfturinn hefur
gengið hægt í sumar í Vaðlaheiðinni.
Opnuð hafa verið tilboð í endurlögn
6,7 kílómetra kafla Kjósarskarðs-
vegar frá Fremri-Hálsi að Þingvalla-
vegi.
Alls bárust fimm tilboð í verkið.
Lægsta tilboðið barst frá Þrótti hf. á
Akranesi, rúmlega 214 milljónir
króna. Hæsta tilboðið var frá Ístaki-
Ísland, rúmar 287 milljónir. Áætlun
Vegagerðarinnar hljóðaði upp á 215
milljónir króna.
Ríkisstjórnin ákvað fyrr á árinu að
verja 1,8 milljörðum króna til brýnna
framkvæmda á vegakerfinu. Lengi
hafi staðið til að hrinda sumum þess-
ara verkefna í framkvæmd, en þeim
ítrekað verið frestað. Tilgangurinn
var að auka umferðaröryggi, bregð-
ast við slæmu ástandi vega og koma
til móts við þarfir landsmanna og
ferðamanna vegna stóraukinnar um-
ferðar. Kjósarskarðsvegur tengir
Þingvelli við Hvalfjörð og Vestur-
land. Á vefsíðu innanríkisráðuneyt-
isins segir að endurbygging vegarins
hafi lengi verið brýn og vegna fjár-
veitingarinnar verði hægt að flýta
henni um eitt ár frá því sem áður var
áætlað. Með uppbyggingunni sé hægt
að dreifa betur álagi vegna ferða-
manna. Þá muni vegurinn þjóna bet-
ur byggð á svæðinu, en byggð í Kjós-
inni hefur aukist talsvert undanfarin
ár. Verkinu skal lokið eigi síðar en 1.
nóvember 2016. sisi@mbl.is
Lægsta
tilboðið 214
milljónir
Kjósarskarðs-
vegur endurbættur
Andamanna í Vesturbænum var á ferð eftir Garða-
stræti í átt að Tjörninni. Var hún með átta unga í eftir-
dragi ásamt fylgdarliði sem sá til þess að fjölskyldan
kæmist á leiðarenda. Fylgdarliðið virðist yfir sig hrifið
af fjölskyldunni sem lætur sér fátt um finnast þar sem
hún fetar sig eftir malbikinu.
Morgunblaðið/Sigmundur Ó. Steinarsson
Andamamma leiðir hópinn sinn
Fylgdarlið sá til þess að andafjölskylda kæmist á leiðarenda