Morgunblaðið - 01.08.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.08.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2015 Árni Páll Árnason glímir viðrisavaxinn vanda í eigin flokki. Vandinn fer ekki mjög leynt þó að Árni Páll neiti honum opin- berlega.    En viðbrögð eins-atkvæðisfor- mannsins við vand- anum koma á óvart. Hann hefur ekki, eins og ýmsir aðrir heittrúaðir Evrópu- sambandssinnar, reynt að draga úr ástarjátningum til evrunnar og ESB. Þvert á móti ritar hann nú greinaflokk þar sem ástarjátning- arnar eru ítrekaðar strax í upphafi.    Árni Páll fjallar um vandaGrikklands og evrusvæðisins, viðurkennir að hann sé „mikill og margþættur, en hann stafar á eng- an hátt af aðild Grikklands að ESB“.    Hann bætir við: „Sumir gangasvo langt að telja vandann dauðadóm yfir evrópskri samvinnu og að í honum felist áfellisdómur yfir þeim hér á landi sem horft hafa til aðildar að Evrópusambandinu sem kosts fyrir íslenska þjóð. Fátt er fjær sanni.“    Og svo hefst sama talið og áðurum hve gölluð krónan sé og hve nauðsynlegt Íslendingum sé að taka upp evruna og komast þannig undir stjórn seðlabanka hennar og Brussel.    Stefnufesta er í sjálfu sér góð.Þegar allar forsendur stefn- unnar hrynja hlýtur þó að mega ætlast til þess að menn endurmeti hana. En þó að þessi þrákelkni sé gagnrýniverð, er að minnsta kosti virðingarvert að Árni Páll skuli upplýsa kjósendur um að hann hafi ekkert lært og engu gleymt. Árni Páll Árnason Ekkert lært og engu gleymt STAKSTEINAR Veður víða um heim 31.7., kl. 18.00 Reykjavík 13 léttskýjað Bolungarvík 7 rigning Akureyri 9 alskýjað Nuuk 12 léttskýjað Þórshöfn 11 skýjað Ósló 17 heiðskírt Kaupmannahöfn 16 skýjað Stokkhólmur 17 léttskýjað Helsinki 17 skýjað Lúxemborg 21 heiðskírt Brussel 20 heiðskírt Dublin 16 skýjað Glasgow 12 skúrir London 21 heiðskírt París 22 heiðskírt Amsterdam 18 heiðskírt Hamborg 17 léttskýjað Berlín 17 heiðskírt Vín 25 léttskýjað Moskva 20 heiðskírt Algarve 23 léttskýjað Madríd 31 léttskýjað Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 32 heiðskírt Róm 31 léttskýjað Aþena 31 léttskýjað Winnipeg 22 léttskýjað Montreal 23 skýjað New York 30 heiðskírt Chicago 28 léttskýjað Orlando 30 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 1. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:35 22:34 ÍSAFJÖRÐUR 4:18 23:01 SIGLUFJÖRÐUR 3:59 22:45 DJÚPIVOGUR 3:59 22:09 „Við hringdum í alla fyrirliðana í dag og þeir voru mjög ánægðir með þetta fyrirkomulag,“ segir Jón Páll Hreinsson einn skipuleggjenda Evrópumeistaramótsins í mýrar- bolta en mótinu hefur verið frestað fram á sunnudag. Spár gera ráð fyrir að kuldabylgja muni ganga yfir á Ísafirði í dag og það muni rigna duglega. Á sunnudaginn muni sú gula hins vegar skína skært. Ráðlegra þótti því að breyta skipulaginu og láta allt mótið fara fram á sunnudaginn. Viðmælandi Morgunblaðsins á Ísafirði segir að tjaldbúar hafi í gærkvöldi leitað skjóls hjá íbúum bæjarins og ein- hverjir m.a. fengið að tjalda í bíl- skúrum. Í stað mýrarboltans verð- ur í dag haldið svokallað Ullar- sokkarisaboltamót í íþróttahúsinu í Bolungarvík. Isak@mbl.is Frestuðu mýrarbolta Morgunblaðið/Eva Björk Mýrarbolti Keppendur verða að bíða í einn dag eftir drullunni. „Það er skiljanlegt að fólk reyni að stækka sín hús en okkur finnst það ósanngjarnt að nágrannar séu að passa upp á götumyndina, en ekki kjörnir fulltrúar eða Minjastofnun,“ segir Ragnhildur Zoëga, íbúi í Sjafn- argötu 5. Við hliðina á húsi Ragnhildar, í húsi númer 3, hafa staðið yfir fram- kvæmdir að undanförnu. Í fyrra- haust samþykkti skipulagssvið Reykjavíkurborgar að leyfa þar steinsteypta viðbyggingu með þak- svölum og verönd. Að sögn þeirra íbúa sem Morgun- blaðið hefur rætt við voru gerðar at- hugasemdir við grenndarkynningu á sínum tíma, en þær voru ekki teknar til greina. Hafa íbúarnir nú stofnað íbúasamtök vegna framkvæmdanna en yfir 30 manns eru félagar í sam- tökunum sem kenna sig við Sjafn- argötu og Freyjugötu. Samtökin hafa sent borgaryfirvöldum athuga- semdir og krafist deiluskipulags fyrir hverfið en húseigendur Sjafnargötu 3 hafa óskað eftir frek- ari stækkun á húsinu, þó þannig að hún sjáist ekki frá götunni. Ragn- hildur segir að hún hafi ekki gert ráð fyrir því að borgaryfirvöld og Minja- stofnun myndu samþykkja beiðni eigenda hússins númer 3 á sínum tíma, því stækkun hússins geri það að verkum að götumyndin breytist og húsið sé nú úr samhengi við önn- ur hús götunnar vegna risastórra svala. Þó segir hún að svalir sé einnig að finna á húsinu við Sjafnargötu 11 og þar hafa staðið yfir framkvæmdir í nokkur ár. ash@mbl.is Samtök stofnuð gegn viðbyggingu Morgunblaðið/Baldur Arnarson Sjafnargata 3 Íbúar segja að götu- mynd breytist með viðbyggingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.