Morgunblaðið - 01.08.2015, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Kristín Heiða
Trukkurinn Fanndal Hann heitir eftir föður Jónasar, Skafta Fanndal Jónassyni, og er klár til fleiri ferðalaga.
Byrjaði með pensilstroku
Gestir Jónasar koma frá öllum
heimshornum, eins og sjá má inni á
kaffihúsinu þar sem þeir hafa málað
nöfn sín og heimalönd á veggina:
Ástralía, Rússland, Indland, Afríka,
Mexíkó, Brasilía, Færeyjar, Ame-
ríka, Katalónía, Króatía, Frakkland,
Qubek og ótal fleiri lönd.
„Þessar myndskreytingar byrj-
uðu á því að ein afastelpan mín var
hér hjá mér og ég átti afgangs máln-
ingu og við fórum með pensil eftir
veggnum. En svo hefur þetta þróast
smátt og smátt og sífellt bætast við
myndir svo það er ekki mikið pláss
eftir á veggjunum. Sumir gestirnir
eru mikið listafólk, til dæmis sú sem
málaði hreindýrið og fuglana fljúg-
andi, það er hún Ósk Vilhjálmsdóttir.
Afar flink frönsk stelpa málaði sjáv-
ardýrin. Þetta gerir kaffihúsið per-
sónulegt og sérstakt,“ segir Jónas og
bætir við að hann hafi gaman af því
að kynnast fólki frá ólíkum löndum
og þeim verði oft vel til vina.
„Fólk spjallar og hefur líka
gaman af kettinum mínum henni
Bellu, við þurfum oft að stilla okkur
upp fyrir myndatöku. Hingað koma
bæði erlendir og íslenskir gestir á
öllum aldri og af báðum kynjum. Út-
lendingarnir eiga ekki orð yfir nátt-
úrufegurðina á Íslandi.“
Frumstæðar aðstæður og
kamarinn var aftan á
Jónas hefur til margra ára starf-
að með ferðamönnum, hann byrjaði
árið 1986 að keyra útlendinga í lang-
ferðir um hálendið og var til margra
ára í því starfi.
„Ég var alltaf á mínum bílum
með þessa hópa, á trukkinum Fann-
dal og rútunni Sólu, þó ferðirnar
væru á vegum Arena og Úlfars Jak-
obsen. Á þessum upphafsárum slíkra
ferða voru þetta frumstæðar að-
stæður, það voru eldhúsbílar með í
för og kamarinn var aftan á. Hver
ferð gat verið í hálfan mánuð og
stundum þrjár vikur. Þetta voru
mest Þjóðverjar og Frakkar og gríð-
arlega skemmtilegar ferðir. Ég var í
þessu allt þar til fyrir fjórum árum,
þegar ég fór í síðustu ferðina, en það
var einkaferð með danska vini mína.“
Fanndal og Sóla eru enn í góðu
lagi og gangfærar bifreiðar, en Sóla
fékk nafn sitt frá fyrsta leiðsögu-
manni Jónasar.
„Trukkurinn hefur enn hlutverk
hér á gistiheimilinu, því þegar marg-
ir gista þá er oft þröngt í eldhúsinu
og þá opna ég trukkinn fyrir fólki svo
það geti notað eldhúsið sem er inni í
honum.“
Hefur haft tíu ráðskonur
Jónas ætlar að halda áfram með
kaffihúsið og gistinguna þó hann sé
orðinn 74 ára, enda gengur vel og
hann fær hjálp frá sínum nánustu
þegar mest er að gera. Hann hefur
lifað ævintýrlegu lífi, er fjórgiftur og
á samtals sjö börn.
„Ég lenti í þeirri lífsreynslu að
verða einstæður faðir með þrjú elstu
börnin mín þegar þau voru mjög
ung, því þáverandi kona mín sneri
sér að öðru. Elsta barnið var ekki
nema fjögurra ára og þá byrjaði svo-
lítið basl hjá mér, ég þurfti að vinna
fyrir heimilinu og börnunum og varð
að ráða til mín ráðskonur. Ég ól
börnin mín upp með þessum ráðs-
konum sem urðu tíu talsins yfir
margra ára tímabil og ég eignaðist
fjögur börn í viðbót. Þetta gekk ótrú-
lega vel því það þekktist ekki um
miðjan sjöunda áratuginn að feður
tækju börnin að sér við viðskilnað
hjóna. Ég fór á vertíðir til Grindavík-
ur, sigldi á bát frá Skagaströnd og
skildi ráðskonuna eftir hjá börn-
unum mínum, ég var með hrikalegar
áhyggjur af þeim, það var erfitt að
fara frá þeim svona lengi, ég var ekki
nema 25 ára. Enda gránaði ég
snemma, hef verið gráhærður
undanfarin 40 ár. “
Jónas var í siglingum um tíma
og kom við í Grimsby, Rotterdam og
Danmörku, og segir það hafa verið
dásamleg ár. Hann prófaði að búa í
Sandgerði og um tíma í Þorlákshöfn
en síðan sneri hann aftur heim á
Skagaströnd.
„Árið 1982 flutti ég svo hingað á
Blönduós. Enginn veit sína ævina
fyrr en öll er og það hefur verið gam-
an að þessu, ég er sáttur við mitt lífs-
hlaup, þó skipst hafi á skin og skúrir,
eins og gengur.“
Tók lagið Jónas spilaði Tvær úr
Tungunum fyrir blaðamanninn.
Ljón norðursins Leó Árnason Sérstakur maður sem fór sínar eigin leiðir.
Fyrir þá sem vilja gista hjá Jón-
asi á Blöndubóli er heimasíðan:
www.osinn.is og síminn er 464
3455 og 892 3455
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2015
Ekki kæra sig allir um að fara í úti-
legu eða vera í miklum fólksfjölda þó
svo að hin víðfræga verslunarmanna-
helgi sé skollin á með miklum þunga.
Sumir vilja hafa það notalegt í róleg-
heitum þegar löng fríhelgi er fram-
undan og þá er margt sem hægt er að
gera sér til dundurs. Sumir leggjast í
bóklestur eða bíómyndagláp á meðan
aðrir kjósa að hekla, prjóna eða
föndra. Eitt af því sem gaman er að
gera saman í góðra vina hópi er að
spila, hvort sem það eru gömlu góðu
spilin með háspilum og lágspilum
eða einhver borðspil. Mörg borðspil
bjóða upp á mikið sprell, fyrir þá sem
vilja hamast og skemmta sér við
spilamennskuna, til dæmis þegar
leika á orð eða eitthvað í þeim dúr.
Skrafl er einstaklega skemmtilegt
borðspil fyrir tvo eða fleiri, þar sem
reynir á hugmyndaauðgi í orðasmíð.
Fyrir þá sem eru einir er hægt að
spila netskrafl, fara þá á vefsíðuna
netskrafl.is og skemmta sér með því
að spila ýmist við tölvu eða aðra leik-
menn. Leikreglurnar eru hinar sömu
og í hefðbundnu borðskrafli.
Skraflað, heklað, lesið og spilað
Morgunblaðið/Kristinn
Orðaleikur Það er ótrúlega gaman að keppast um að smíða orð í skrafli.
Margt er hægt að gera annað
en að fara í útilegu um helgina
ÞÓR HF
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Akureyri:
Lónsbakka
601 Akureyri
Sími 568-1555
Vefsíða:
www.thor.is
Réttu tækin fyrir verktaka
Wacker Neuson
Beltavagnar upp í 3 tonn og hjólavagnar
(dumperar) upp í 10 tonn. Allt sem viðkemur
jarðvegsvinnu.
Wacker Neuson
Smágröfur og beltagröfur frá
800 kg upp í 15 tonn.
Hjólagröfur upp í 10 tonn.
Erummeð sýningarvélar í sýningarsal okkar að Krókhálsi 16
í Reykjavík. Kíkið við - sjón er sögu ríkari!