Morgunblaðið - 01.08.2015, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2015
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Ég hef aldrei misst lax svona langt
niður í baklínu,“ sagði ástralski
stangveiðimaðurinn Graham O’Neil
undrandi þar sem hann hljóp móður
eftir grýttum bakka Selár í Vopna-
firði fyrr í vikunni. Löng tvíhendan í
höndum hans sveigðist í átt til hafs
og línan dróst enn af miklum krafti
út af hjólinu. Á hinum enda hennar
var lax sem enn hafði ekki sýnt sig,
án efa stór. Sveinn Björnsson leið-
sögumaður var jafnhliða laxinum og
reiðubúinn að vaða út í strauminn ef
þyrfti að losa línuna af grjóti.
Þegar laxinn hægði á sér eftir um
250 metra langa roku, náði O’Neil
að vinna línu inn á hjólið. „Í fyrra
landaði ég 35 punda laxi í Alta-ánni í
Noregi – þessi er miklu erfiðari,“
sagði hann undrandi.
Þetta var afmælisdagur veiði-
mannsins, hann varð 76 ára og hélt
að vanda upp á hann við veiðar í
Selá. Hann átti neðsta svæðið þenn-
an morgun og var skiljanlega
spenntur, lax var að ganga af krafti.
Han byrjaði að kasta í Narra, lítinn
streng neðan við brúna á þjóðveg-
inum, en hann er gjöfull á þessum
tíma; laxinn virðist hinkra þar á
göngunni upp ána eftir að hafa
rennt sér upp straumharðar grynn-
ingar.
„Ég trúi ekki að staðurinn sé fisk-
laus,“ sagði O’Neil undrandi eftir
allmörg köst og gætti vonbrigða í
rómnum. En í næsta kasti tók hann.
Rek línunnar hætti, veiðimaðurinn
lyfti stönginni, fiskurinn fann fyrir
spennunni en rauk síðan fyrir-
varalaust af stað niður úr þessum
litla hyl. Og O’Neil fann að ekki var
um neinn smálax að ræða. Enda
þurfti hann að hlaupa og út af hjól-
inu rann lengri baklína en nokkru
sinni á löngum veiðmannsferli.
Sá stærsti í sumar
„Reynum að háfa hann hérna,“
sagði O’Neill við Svein þar sem lax-
inn safnaði kröftum fyrir framan
klapparsker í ánni. Allir móðir eftir
hlaupin. Sveinn var til í að reyna,
þótt þar væri grunnt, og veiðimað-
urinn fór að reyna að mjaka laxinum
nær. En sá var ekki til í að gefa sig
og brunaði af stað, þvert yfir ána, og
ætlaði sýnilega niður handan skers-
ins. Sveinn sá í hvað stefndi, vissi að
þá gæti taumurinn skorist, óð út á
klettinn, greip línuna og lét hana
renna milli vísifingurs og löngutang-
ar sem hann hélt hátt á loft. Sigur-
merkið á lofti – of snemma.
Enn héldu hlaupin áfram, um 100
metra til, og þá tókst veiðimann-
inum smám saman að ná valdi á
fiskinum og lempa hann inn í lygnu
við næsta veiðistað, Bleikjupoll.
„Þetta er meiri krafturinn,“ sagði
O’Neil þar sem hann mjakaði fisk-
inum í átt að Sveini sem beiti
reynslu við að koma honum í háfinn.
„Hvað haldið þið að hann sé lang-
ur?“ spurði hann. Málbandið eitt gat
dæmt um það og fékk blaðamaður
að halda í annan endann. „100 cm!“
sagði Sveinn síðan eftir að allir
höfðu rýnt á það. „Tuttugu pund
samkvæmt kvarðanum, sá stærsti
úr Selá í sumar.“ En án efa þyngri,
þessi gríðarþykki nýrenningur.
„Til hamingju með afmælið,“
sagði Sveinn þar sem O’Neil stillti
sér upp með þungan laxinn fyrir
mynd. „Þetta er að verða hefð.“
„Hvað þá?“ spyr blaðamaður.
„Á afmælinu í fyrra fékk hann
enn stærri fisk, 102 cm langan.“
Ekki amalegar afmælisgjafir það.
100 sentimetra afmælislax
Veiðimaður fær að hlaupa eftir öflugum nýrenningi Kröftugar laxagöngur í Selá þessa dagana
Morgunblaðið/Einar Falur
Sporðaköst Veiðimaðurinn tekur á því og laxinn færist með sporðaköstum nær háfi Sveins Björnssonar. Hann tók við þjóðvegarbrúna í fjarska.
Aflahæstu árnar
Heimild: www.angling.is* Tölur liggja ekki fyrir
Blanda (14)
Miðfjarðará (10)
Norðurá (15)
Ytri-Rangá & Hólsá (20)
Þverá-Kjarrá (14)
Langá (12)
Haffjarðará (6)
Laxá á Ásum (12)
Grímsá og Tunguá (18)
Eystri-Rangá (8)
Hítará (8)
Laxá í Kjós (18)
Laxá í Aðaldal (6)
Víðidalsá (8)
Elliðaárnar (6)
Veiðivatn (Stangafjöldi) Veiði
Á sama
tíma í
fyrra
Á sama
tíma
2013
Staðan 29. júlí 2015
1388
639
670
534
747
190
490
454
245
877
233
285
407
260
327
1929
1552
2450
1317
2107
1392
1370
561
864
1170
*
560
457
370
792
2263
1883
1880
1685
1241
1216
916
620
580
556
546
534
492
478
442
Vænn „Ég hef aldrei þurft að hafa jafn mikið fyrir laxi,“ sagði Graham
O’Neil um þennan hrausta og grálúsunga 100 cm nýrenning.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Ökumaður vöruflutningabifreiðarinnar sem
valt í Ártúnsbrekku síðastliðinn laugardag,
hafði ekki ökuréttindi til að stjórna henni.
Bifreiðin sem um ræðir er vörubifreið með
festivagni en til þess að aka slíkri bifreið
þarf meirapróf. Ökumaðurinn var fæddur
árið 1995 og hafði hefðbundin ökuréttindi,
en til að öðlast meiraprófið þarf ökumaður
að vera orðinn 21 árs. Ökumaður vöruflutn-
ingabifreiðarinnar hafði því heldur ekki ald-
ur til að öðlast meirapróf.
Óhappið varð þegar bílstjórinn kom úr
beygju af Reykjanesbraut á Vesturlandsveg
við Ártúnsbrekku. Kvaðst hann hafa verið á
lítilli ferð og ekki vitað fyrr en bifreiðin var
komin á hliðina á miðjum Vesturlandsveg-
inum.
Bílstjórinn hlaut minniháttar meiðsl við
slysið en var fluttur á slysadeild til aðhlynn-
ingar. Kenndi hann sér eymsla í mjöðm og á
höfði.
Ártúnsbrekku lokað í þrjá tíma
Miklar umferðartafir urðu í nágrenni Ár-
túnsbrekkunnar, en margir lögðu leið sína
út úr bænum á níunda tímanum, þegar
óhappið varð. Mestar urðu tafirnar á Breið-
holtsbraut, Stekkjarbakka og upp að Suður-
landsvegi. Ártúnsbrekka var lokuð fyrir um-
ferð til austurs í þrjár klukkustundir á
meðan bifreiðinni var komið á réttan kjöl og
tildrög óhappsins voru rannsökuð. Umfangs-
mikið hreinsunarstarf fór fram, en bifreiðin
flutti talsvert magn af möl sem dreifðist yfir
veginn. Áætlanir Strætó riðluðust einnig, en
margir strætisvagnar aka um Ártúns-
brekku.
Ökumaðurinn var ekki með meirapróf
Ökumaður flutningabifreiðarinnar sem valt er
fæddur árið 1995 Hlaut minniháttar meiðsl
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ártúnsbrekka Möl úr flutningabílnum dreifðist um Ártúnsbrekku, en hún var lokuð í um þrjár
klukkustundir á meðan hreinsunarstarf fór fram. Miklar umferðartafir urðu í höfuðborginni.