Morgunblaðið - 01.08.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.08.2015, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2015 LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 Hjarta úr hvítagulli 25 punkta demantur 99.000,- Gullhálsmen Handsmíðað 14K, 2 iscon 26.000,- Demantssnúra 30 punkta demantur, 14K 157.000,- Demantssnúra 9 punkta demantur, 14K 57.000,- Gullhringur Handsmíðaður 14K, 2 iscon 45.700,- Morgungjafir í miklu úrvali                                    !"# !$ "#   $$ ""$ !#$ #%" %" &'()* (+(    ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 ! !## ! %$ "%!#  $$% "% !%# ## %!"  !" !!$ "% " $" "$ !# #%% %$ !$ $ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Halli var á vöruskiptum Íslands við útlönd um 5,9 milljarða króna á fyrri árshelmingi, reiknað á fob-verðmæti, samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Ís- lands. Á fyrri helmingi síðasta árs voru vöruskiptin óhagstæð um 9,8 milljarða. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 3,9 millj- örðum króna hagstæðari á fyrstu sex mánuðum þessa árs en í fyrra, reiknað að gengi hvors árs. Frá janúar til júní voru fluttar út vörur fyrir rúma 332,4 milljarða króna sem er 61,3 milljörðum eða 22,6% hærra en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 54,0% alls útflutnings og var verð- mæti þeirra 29,9% hærra en á sama tíma árið áður, aðallega vegna útflutn- ings á áli. Sjávarafurðir voru 42,1% vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 23,2% hærra en á sama tíma árið áður, einkum vegna útflutnings á fiskimjöli. Vöruskipti 4 milljörðum betri á fyrri árshelmingi STUTTAR FRÉTTIR ... BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Ávöxtun eigna lífeyrissjóðanna á árinu 2014 gekk vel og nam meðal- tals raunávöxtun þeirra 8,7%. Eignir þeirra jukust um 264 milljarða milli ára. Í árslok 2014 námu eignir þeirra 2.925 milljörðum króna. Sé litið til eignastöðu sjóðanna í árslok 2008 höfðu eignir þeirra aukist um 83% í krónum talið þegar árið 2014 var á enda runnið. Í árslok 2008 námu eignir sjóðanna 1.598 milljörðum en hæst höfðu þeir farið fram að því árið 2007 og námu þá 1.697 milljörðum. Séu eignirnar hins vegar færðar á fast verðlag nemur hækkunin á þess- um sjö árum 33,7%. Bestum árangri á árinu 2014 náði Lífeyrissjóður starfsmanna sveitar- félaga en eignir sjóðsins jukust um 13,4% á árinu. Fast á hæla hans komu svo Lífsverk lífeyrissjóður með 12,3% aukningu og Lífeyris- sjóður verslunarmanna (LV) en eignir hans jukust um 12,2% á árinu. Að meðaltali jukust eignir sjóðanna um slétt 10% á árinu 2014. Stærðarmunur og samþjöppun Mikil samþjöppun hefur orðið á vettvangi lífeyrissjóðanna á síðustu árum. Frá árinu 2008 hefur þeim fækkað um 11. Í lok þess árs voru þeir 37 en eftir að Lífeyrissjóður Vestfirðinga rann inn í Gildi í árs- byrjun 2015 eru þeir orðnir 26 tals- ins. Þeim hefur því fækkað um tæp- lega 30% á síðustu átta árum. Mikill stærðarmunur er á sjóðun- um. Þannig hafa tveir stærstu sjóð- irnir í vörslu sinni ríflega 1.000 millj- arða en það svarar til tæplega 36% af heildarstærð kerfisins. Það eru Líf- eyrissjóður starfsmanna ríkisins og LV. Eignir tíu minnstu sjóðanna, samanlagt, ná hins vegar ekki 10% af heildarstærð kerfisins. Langminnst- ur þeirra er Eftirlaunasjóður starfs- manna Útvegsbanka Íslands með 24,3 milljónir í hreina eign en þar á eftir kemur Eftirlaunasjóður Reykjanesbæjar en hrein eign hans nemur 3,7 milljörðum króna. Af sjóðunum 26 er 21 sjóður sem ekki nýtur sérstakrar ábyrgðar launagreiðanda og getur því aðeins byggt greiðslur sínar til uppfyllingar réttinda á eignum sínum og ávöxtun. Í árslok 2014 voru 7 þessara sjóða með jákvæða tryggingafræðilega stöðu eða jafn margir og á árinu 2013. Hins vegar hafði þeim sjóðum sem höfðu neikvæða stöðu sem nam 5-10% fækkað úr 3 í 1. Eftir það eru 14 sjóðir sem eru með neikvæða stöðu sem nemur allt að 5% halla. Þeir sjóðir sem hafa bakábyrgð ríkis og sveitarfélaga búa hins vegar við mikinn halla og nam hann í árslok 2014 réttum 623 milljörðum króna. Eignir lífeyrissjóða hafa aukist um þriðjung frá bankahruni Heildareignir íslenskra lífeyrissjóða Á verðlagi hvers árs í milljörðum kr. Heimild: Fjármálaeftirlitið 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 0 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 1. 69 7 1. 59 8 1. 77 5 1. 91 0 2. 0 98 2 .3 95 2 .6 61 2. 92 5  Sjóðunum hefur fækkað um 30% frá árinu 2008  26 sjóðir starfandi í landinu Eignir sjóðanna » Verðbréf með ríkisábyrgð eru 36% eigna sjóðanna. » Sjóðirnir hafa fjárfest 31% eigna sinna í hlutabréfum. » 8% af eignum sjóðanna voru í innlánum. » Fasteignaveðtryggð skulda- bréf eru 7% af eignasafninu. » Hlutdeildarskírteini eru 6% af eignum sjóðanna. » 6% af eignum sjóðanna eru skilgreindar sem önnur verð- bréf. Nýjar tölur um verðbólgu í evruríkj- unum ollu töluverðum vonbrigðum í gær og benda til þess að enn sé hætta á verðhjöðnun á svæðinu. Verðbólga reyndist 0,2% í júlí í evru- ríkjunum nítján samkvæmt tölum evrópsku hagstofunnar Eurostat, en verðbólgumarkmið Evrópska seðla- bankans er um 2,0%. Lítil verðbólga kom markaðsgreinendum ekki á óvart en hún veldur áhyggjum í ljósi þeirra umfangsmiklu aðgerða sem Evrópski seðlabankinn kynnti fyrr á árinu til þess að örva efnahagslífið og auka verðbólgu. Undirliggjandi verðbólga, án orkuverðs og annarra sveiflu- kenndra þátta, var hins vegar 1,0% og jókst um 0,2% frá fyrri mánuði, einkum vegna þess að veikari evra hefur stuðlað að lækkandi verði í ýmsum vöruflokkum. Verðfall á olíu og öðrum orkugjöfum um 5,6% í júlí hélt hins vegar verðbólgunni nánast við núllið. Eurostat greindi einnig frá því að atvinnuleysi á evrusvæðinu hefði verið 11,1% í júní og hélst óbreytt á milli mánaða. Atvinnuleysi í júní- mánuði í fyrra var 11,6% svo breyt- ingin á milli ára er óveruleg. Evrópski seðlabankinn kynnti í mars umfangsmestu örvunaraðgerð- ir sem ráðist hefur verið í, þegar greint var frá því að bankinn hygðist dæla um þúsund milljörðum evra inn í fjármálakerfi evrusvæðisins með magnkaupum á skuldabréfum með svokallaðri magnbundinni íhlutun. Markmið þeirrar aðgerðar er fyrst og fremst það að koma í veg fyrir vítahring verðhjöðnunar sem hvetur neytendur til þess að fresta kaupum í von um lækkandi verð og dregur þannig úr neyslu og eykur atvinnu- leysi. AFP Evrusvæðið Lækkun olíuverðs dregur úr áhrifum íhlutunar seðlabankans. Óttast verðhjöðn- un á evrusvæðinu  Enn gætir lítið áhrifa magnaðgerða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.